Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Blaðsíða 32
32 FÓLK - VIÐTAL 10. ágúst 2018 Gefur þetta EXTRA Frábært á kjötið, í sósuna og ídýfuna n Tekst á við fordæmalausan skala í íslensku barnaefni E kki er nóg með að bókafjöldi hans verði kominn langt yfir fyrsta tuginn fyrir lok ársins, heldur vinnur hann hörðum höndum við metnaðarfulla leik­ sýningu og sjónvarpsþáttaröð af stærðargráðu sem á sér ekkert for­ dæmi á klakanum, en þess á milli tekst hann á við sitt mikilvægasta hlutverk, sem skákar öllum öðr­ um: hlutverk hins nýbakaða for­ eldris. Ævar var ekki lengi að fanga athygli almennings þegar hann landaði stóru aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröðinni Dagvakt­ inni fyrir tíu árum. Þar lék hann hinn feimna en hjartahlýja Óðin, ástmann Georgs Bjarnfreðar­ sonar, en hlutverkið barst honum í hendur eins og þruma úr heið­ skíru lofti á þeim tíma. Þá var Ævar á þriðja ári í leiklistarnámi LHÍ og bjóst seint við því að fá stórt hlutverk vegna framkomu­ banns í skólanum. Þótti honum það vera besti tíminn til þess að fá sér spangir, en hann hafði ýtt því á undan sér í mörg ár. „Það fyrsta sem ég heyrði þegar ég var nýkominn með spangirnar var að framkomubanninu hefði verið aflétt og við mættum taka við hverju sem okkur byðist. Eft­ ir að hafa hugsað smástund að enginn myndi vilja ráða mig, þá fékk ég þetta hlutverk og þá kom einnig í ljós að karakterinn hent­ aði mjög vel,“ segir Ævar. „Ég er mjög ánægður að þetta tímabil í mínu lífi hafi verið skrásett jafn vel og raun ber vitni.“ Ástin kviknaði við fjarveru Stebba Hilmars Nokkrum árum eftir sýningu og velgengni Dagvaktarinnar kynnt­ ist Ævar sinni heittelskuðu, Védísi Kjartansdóttur, sem hann trúlof­ aðist í fyrra. Þau hafa verið saman í átta ár og voru örvar Amors farn­ ar að hitta mark þegar Ævar, ný­ útskrifaður úr leiklistardeild Listaháskólans, lék í sýningu sem Védís stóð að ásamt vinkonum sínum, þeim Berglindi Festival, Ásrúnu Magnúsdóttur og Rósu Ómarsdóttur en saman skipuðu þær sviðslistahópinn Hnoð. „Vé­ dís bjó úti í Brussel á þessum tíma og var að læra dans í P.A.R.T.S­ ­dansskólanum en kom heim yfir sumarið. Þær vinkonurnar í Hnoð settu upp mjög súra og skemmti­ lega sýningu sem hét Snoð,“ segir Ævar. „Þær vildu reyndar fá Stebba Hilmars í sýninguna til að koma og syngja lagið Ekkert breytir því. Hann var upptekinn, þannig að þær hringdu í mig og báðu mig um að koma og leika Stebba. Í miðju lagsins var svo hestur teymdur inn á sviðið, ég kom mér á bak og kláraði að sjálfsögðu númerið áður en við hrossið vor­ um teymd út af sviðinu.“ Tilfinningin að fara á hest­ baki út af sviðinu í miðjum söng reyndist Ævari blendin, enda var hljómsveitin, sem spilaði lagið, á sviðinu og lætin því mikil. „Ég er alinn upp í sveit í kringum hesta og ég veit að ef það er trommu­ sett einhvers staðar nálægt, þá getur brugðið til beggja vona. En þetta gekk vel, enda bæði fólk og hross hokin af reynslu, og þannig kynntumst við Védís,“ segir Ævar og tekur undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið fínasta inn­ koma að kynnum þeirra skötu­ hjúa og bætir Ævar við að galdur­ inn sé auðvitað að fylgja henni eftir. Þó má segja að það sé alfar­ ið fjarveru Stefáns Hilmarssonar að þakka að parið hafi komið sér saman og erfinginn í kjölfarið. Á þeim nótum leynir Ævar ekki spenningi sínum um foreldrarull­ una og hlakkar hann gríðarlega til þess að taka meiri þátt, hjálpa til í fjölskyldulífinu og ekki síður leyfa unnustunni að hvíla sig eftir því sem aðstæður bjóða upp á. „Mað­ ur reynir að standa sig eins vel og maður getur,“ segir Ævar. „Enginn Frá sex ára aldri átti Ævar Þór Benediktsson þann draum að gerast leikari. Þann draum fékk hann uppfylltan með meiru og er, ásamt mörgum heitum, orðinn einn vinsælasti höfundur Íslands. Eins og lengi hefur tíðkast eru mörg járn í eldinum hjá Ævari og á næstunni bíða hans stærri verkefni en hann hefur áður fengist við. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Stærsta hlutverkið blasir við Ævari Þór „Þegar mistökin eiga sér stað verður maður bara að læra af þeim“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.