Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Qupperneq 35
TÍMAVÉLIN 3510. águst 2018
Gísli var einn stofnandi og formaður Þjóðernishreyfingar Íslendinga árið 1933 og eftir það var hann
gjarnan kallaður Gitler af póli
tískum fjendum sínum enda hafði
Gísli Adolf Hitler í miklum metum.
Árið 1928 hélt hann til Dresden
til náms og hreyfst þar af öllu
þýsku og sér í lagi nasisman
um. Foreldrar hans stofnuðu
dvalarheimilið Grund og átti hann
síðar eftir að taka þar við sem for
stjóri en á þessum árum var hann
frímerkjasali, sá fyrsti á Íslandi.
Ekkert hataði Gísli meira en
kommúnisma sem hann kallaði
„dulbúna drepsótt“ en hann átti
eftir að heyja ýmsar rimmur við
þá sem formaður þjóðernis
sinna, sér í lagi ein slagsmál á
kolabing við Reykjavíkurtjörn
í apríl 1933. Þar reyndu þjóð
ernissinnar að hleypa upp sam
stöðufundi kommúnista en Ein
ar Olgeirsson og fleiri veittust
að þeim. Gísli reyndi að stilla
til friðar en var þá sleginn í rot
og færður til læknis. Seinna var
Gísla steypt úr formannssætinu
fyrir linkind við kommúnista.
Gísli kom víða við, var for
maður íþróttafélagsins Víkings
og stofnaði Krabbameinsfélag
Íslands. Árið 1987 hlaut hann ís
lensku fálkaorðuna. n
Gísli „Gitler“ Sigurbjörnsson
rotaður á kolabingnum
HINIR NÝJU ÞJÓÐERNISSINNARklofnaði aðeins ári eftir að hann var stofnaður. Árið 1934 var því stofn
aður nýr Flokkur þjóðernissinna. Sá
flokkur reyndist mun skipulagðari
en forveri sinn og bauð fram til
kosninga árið 1934, bæði til Alþing
is og bæjarstjórnar Reykjavíkur, en
hafði ekki erindi sem erfiði. Hinn
nýi flokkur var að miklu leyti sprott
inn upp úr ungliðahreyfingu Þjóð
ernishreyfingarinnar, Fánaliðunum
sem marseruðu um með íslenska
fána og sungu ættjarðarlög.
Í bæjarstjórnarkosningunum
hlaut flokkurinn tæplega 400 at
kvæði og 2,79 prósent atkvæða
sem var langt frá því að duga fyr
ir fulltrúa. Í alþingiskosningunum
fékk flokkurinn færri atkvæði og
samanlagt 0,7 prósent. Ekki var ár
angurinn betri í næstu kosningum
á eftir. Eitt af vandamálum þessara
hreyfinga var að margir stuðnings
mennirnir voru óharðnaðir ung
lingar sem höfðu ekki aldur til að
kjósa. Þjóðernissinnar náðu eyr
um margra nema, bæði í Mennta
skólanum í Reykjavík og Háskóla
Íslands. Áttu þeir þar bæði inspect
or scolae og fulltrúa nemendaráðs
um tíma.
Jarðvegurinn til staðar
Bræðurnir Illugi og Hrafn Jökuls
synir skrifuðu bókina Íslenskir nas
istar árið 1988 sem rokseldist en þar
ráku þeir þessa merkilegu sögu sem
fæstir Íslendingar þekkja mjög vel.
Illugi segir:
„Okkur fannst vanta umfjöllun
um íslensku nasistana. Að það hafi
yfir höfuð verið til nasistaflokkur
á Íslandi hafði verið mikið feimn
ismál í langan tíma. Ásgeir Guð
mundsson sagnfræðingur hafði
skrifað nokkuð um þetta í tímarits
greinum en það vantaði bók. Því
gengum við í þetta.“
Illugi segir að margir sem þeir
ræddu við hafi ekki haft neinn
áhuga á að rifja þennan tíma upp
og skelltu þeir miskurteisislega á þá
í símanum.
Af hverju gekk þjóðernisflokkun
um svona illa að ná fylgi á Íslandi?
„Við fundum aldrei nein góð svör
við því en við Íslendingar getum
verið ánægðir með að þeir hafi ekki
náð neinni fótfestu. Það hefði alveg
eins verið hægt að búast við góðu
gengi því að þær þjóðernishug
myndir sem hér voru ríkjandi voru
ekkert mjög langt frá því sem flokk
arnir boðuðu. Efnahagslegur jarð
vegur var einnig til staðar þar sem
Ísland fór illa út úr kreppunni. En
við höfðum vit á því að stíga skref
ið ekki lengra en til hefðbundinnar
þjóðrækni og fáir sem leiddust út í
þessa vitleysu. Sjálfsagt hefðu sterk
ari leiðtogar skipt einhverju máli en
það er ekki gott að segja. Í sumum
Evrópulöndum náðu nasista og
fasistahreyfingar fylgi en í öðrum
ekki.“
Vildu þeir afnema lýðræðið?
„Já, ábyggilega. Þeir fylgdu þeim
fasísku straumum sem bárust frá
Evrópu og fyrirlitningu á lýðræðinu
en sem betur fer var fylgi þeirra
aldrei það mikið að þeir stæðu
frammi þeirri spurningu að ræða
um framtíðarskipulagið.“
Þurftu aldrei að gjalda
Íslenskir þjóðernissinnar voru fá
mennur en vel sýnilegur hóp
ur með sína einkennisbúninga og
fánahyllingar og sólunduðu aldrei
tækifæri til að sýnast stærri en þeir
voru í raun. Þannig gekk það allan
fjórða áratuginn á meðan fasism
inn óx í Evrópu og óveðursskýin
hrönnuðust upp. En þegar Bretar
hernámu landið þann 10. maí árið
1940 lækkaði hratt á þeim risið.
„Þeir létu lítið fyrir sér fara eftir
það. Áhuginn var lítill að ganga til
liðs við Þjóðverja fyrir hernámið en
eftir það hurfu þjóðernissinnarn
ir undir yfirborðið. Það komu upp
einstök tilvik þar sem íslenskir
þjóðernissinnar grýttu hermenn
á götum úti en ekkert stóralvar
legt. Margir af þeim gengu þá í
Sjálfstæðisflokkinn og sumir urðu
áhrifamenn þar. Sumir af þeim áttu
að stunda njósnir hér á landi og
þeir sem voru erlendis voru jafn
vel sendir hingað með kafbátum til
þess en sú starfsemi var í skötulíki
þegar allt kom til alls. Sumir fóru og
börðust á austurvígstöðvunum og
sú saga hefur ekki verið sögð nema
að litlu leyti enda höfðu þeir ekki
hátt um það þegar þeir sneru aftur.“
Hvernig tóku Íslendingar á sín-
um nasistum eftir stríðið?
„Þeir reyndu að þegja það í hel og
þrýstu á að fá handtekna nasista
heim til að þeir slyppu við refs
ingu. Eftir stríðið vegnaði mörg
um af þessum mönnum prýðilega
í íslensku þjóðfélagi og komust til
áhrifa, bæði í stjórnmálum og í við
skiptum. Sjálfsagt fóru einhverjir í
hundana eins og gerist en enginn
af þeim þurfti að gjalda þess á
nokkurn hátt að hafa verið nasisti.
Það var þagað um þetta í marga ára
tugi eftir stríð.“
Hvað varð um þessi öfgafullu
viðhorf, frá stríðslokum þar til
nýju þjóðernisflokkarnir voru
stofnaðir?
„Það var ákveðin þjóðernisbylgja
í gangi eftir sjálfstæðið og tiltölu
lega eðlilegur þjóðernisbelgingur
fékk útrás samfélaginu og þótti al
mennt viðurkennt. En þessi viðhorf
hurfu aldrei og lágu alltaf undir yfir
borðinu. Þetta sást til dæmis þegar
Íslendingar vildu ekki að svart
ir hermenn kæmu til Íslands til að
starfa á herstöðinni í Keflavík.“ n
Illugi og Hrafn með tímamótabók.
Morgunblaðið 30. nóvember 1988
U
m áratuga skeið vogaði
enginn íslenskur stjórn
málaflokkur sér að nota
þjóðernishyggju eða
útlendingamál til þess að afla sér
fylgis. Það var þegjandi samkomu
lag að fara ekki inn á þá braut. Á
þessari öld fóru flokkar hins vegar
að daðra við þjóðernishyggjuna
enn á ný líkt og smáflokkarnir á
fjórða áratugnum, en nú í hálf
gerðri örvæntingu. Fyrst þing
menn Frjálslynda flokksins þegar
fylgi hans fór að dala og síðan
Framsóknarflokkurinn í borgar
stjórnarkosningunum árið 2014.
Þetta var hins vegar ekki nóg að
margra mati og var því stofnaður
sérstakur flokkur sem hafði það á
stefnuskránni að hampa íslenskri
þjóðmenningu og beita sér gegn
innflutningi fólks til Íslands, Ís
lenska þjóðfylkingin. Litið var til
flokka í Evrópu á borð við Þjóð
fylkinguna í Frakklandi, Sví
þjóðardemókratana og Danska
þjóðarflokkinn sem allir hafa beitt
sér sérstaklega gegn innflutningi
múslima og moskubyggingum.
Flokkurinn bauð fram í al
þingiskosningunum árið 2016 en
fékk aðeins 303 atkvæði, eða 0,2
prósent og framboðið varð helst
þekkt fyrir að tveir oddvitar hafi
klofið það á lokametrunum. Ann
ar klofningsmannanna, Gunn
laugur Ingvarsson, stofnaði síðar
nýjan þjóðernisflokk Frelsisflokk
inn og minnir það óneitanlega á
klofninginn árið 1934. Báðir flokk
arnir buðu fram til borgarstjórnar
Reykjavíkur í vor og varð Frelsis
flokkurinn hlutskarpari með 147
atkvæði gegn 125 atkvæðum Ís
lensku þjóðfylkingarinnar. n
Gunnlaugur Ingvarsson Formaður
Frelsisflokksins og fyrrverandi oddviti
Íslensku þjóðfylkingarinnar
Guðmundur Þorleifsson
Formaður Íslensku þjóðfylkingar-
innar
Gústaf Níelsson Fyrrverandi odd-
viti Íslensku þjóðfylkingarinnar
Jón Valur Jensson Frambjóðandi
Íslensku þjóðfylkingarinnar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörns-
dóttir Fyrrverandi borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins
Jón Magnússon
Fyrrverandi þingmaður Frjálslynda
flokksins
Er fyrirtækið þitt
tilbúið fyrir nýju
persónuverndarlögin?
Hafðu samband við okkur í
gegnum DattacaLabs.com