Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2018, Page 44
44 10. ágúst 2018FRÉTTIR - ERLENT
GIMLI
FASTEIGNASALA
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík
s. 570 4800 / gimli@gimli.is
Næsti kafli
hefst
HJÁ OKKUR
hafðu samband
Kennari missti vinnuna
því hann vildi ekki heilsa
konum með handabandi
M
úslimskur afleysinga-
kennari við Ekeberg-
skólann í Noregi vildi
ekki heilsa konum með
handabandi og því missti hann
vinnuna. Í stað þess að heilsa
konum með handabandi leggur
hann hægri hönd sína á hjarta-
stað og kinkar kolli. Rektor
skólans telur þetta algjörlega
óásættan legt og endurnýjaði því
ekki samning við kennarann.
Þetta kemur fram í
Dagsavisen.
„Fólk heldur að þetta sé vegna
þess að ég líti niður á konur en
ég er ekki að reyna að gera grín
að neinum. Hugmyndin á bak
við þetta er að fækka freisting-
um. Ég skil íslam þannig að spá-
maðurinn, megi friður vera með
honum, hafi bannað þetta og því
fylgi ég þessu,“ sagði umræddur
kennari í samtali við Dagsavisen.
Bente Alfheim, fyrrverandi
rektor skólans, segir að stjórn-
endur skólans hafi vitað að þetta
væri vandamál þegar maðurinn
var ráðinn til starfa og þeir hafi
frá upphafi sagt að þeir gætu ekki
samþykkt þetta. Samt sem áður
hafi verið ákveðið að ráða mann-
inn tímabundið til að hann gæti
öðlast reynslu á norskum vinnu-
markaði.
„Ég sé ekki hvernig við eigum
að verja fyrir starfsfólki, foreldr-
um og nemendum að hann heils-
ar ekki með handabandi,“ sagði
hún.
Maðurinn segir að skólinn sé
einfaldlega að nota málið sem
yfir varp til að losna við hann í
stað þess að taka á þeim vanda-
málum sem eru í skólanum, en
hann segist hafa þurft að þola
kynþáttafordóma og ofbeldi af
hálfu nemenda.
Deilur Donalds Trump og
Koch-bræðra eru átök um
stefnu Repúblikanaflokksins
N
ú eru tæplega 100
dagar í að kosið verði til
þings í Bandaríkjunum.
Repúblikanar leggja allt
í sölurnar til að verja meirihluta
sinn í báðum deildum þings-
ins og að sama skapi leggja
demókratar allt í sölurnar til að
komast í meirihluta. Þetta er því
ekki heppilegur tími fyrir innan-
flokksátök hjá repúblikönum en
nú deila hinir valdamiklu Koch-
bræður við Donald Trump um
stefnu hans. Deilurnar eru átök
um stefnu flokksins og hversu
langt til hægri hann á að vera.
Bræðurnir eiga stærsta einka-
fyrirtæki Bandaríkjanna og
eru milljarðamæringar. Þeir
hafa styrkt Repúblikanaflokk-
inn rausnarlega í gegnum tíðina
og reikna með að eyða um 400
milljónum dollara í kosningarn-
ar í haust. Þeir eru í forsvari fyr-
ir samtök fjárhagslegra stuðn-
ingsmanna flokksins en þau
heita Americans for Prosperity.
Þeir hafa árum saman reynt að
ýta flokknum lengra til hægri og
hafa stutt dyggilega við Teboðs-
hreyfinguna svokölluðu og þá
sem hafna kenningum um að
loftslagsbreytingar séu af manna-
völdum. Þeir eru á móti öll-
um tegundum ríkisstyrkja, óháð
hvort þeir geti ýtt undir hagvöxt,
og hafa fjármagnað hugveitur
sem styðja málstað þeirra.
Þeir styðja einnig ötullega
við frjálsa verslun á heimsvísu
en það er einmitt ástæðan fyrir
árekstrunum við Trump. Bræð-
urnir eru algjörlega mótfallnir
refsitollum hans og tollastríðum
en Trump telur að tollarnir muni
gagnast bandarísku efnahagslífi.
Bræðurnir hafa því hrundið af
stað herferð fyrir frjálsri verslun
og hafa viðrað hugmyndir um að
þeir muni styðja frambjóðendur
demókrata. Þetta hefur að vonum
farið illa í Trump. Hann hefur að
vanda farið mikinn á Twitter og
kallað bræðurna „alþjóðasinna“
en það er mikið níðyrði í huga for-
setans. Hann hefur einnig sagt að
bræðurnir „séu algjör brandari í
hópi réttra repúblikana“ og hefur
sagt þá vera hræsnara sem fagni
skattalækkunum hans í Banda-
ríkjunum en vilji vernda fyrirtæki
sín utan Bandaríkjanna.
Bræðurnir hafa aldrei verið
miklir aðdáendur Trumps og
studdu hann ekki í kosningun-
um 2016. En deilur þeirra nú,
skömmu fyrir kosningar, sýna
hversu grunnt er á því góða í
Repúblikanaflokknum og einnig
deilur vegna popúlistastefnu
Trumps og gamallar hugmynda-
fræði repúblikana um frjálsa
verslun.
Þessar deilur koma sér illa
fyrir þingmenn flokksins sem eru
nú að berjast fyrir sætum sínum
en margir þeirra treysta á fjár-
framlög frá bræðrunum til að
geta rekið kosningabaráttu.
Verstu þurrkar í hálfa
öld í Ástralíu – Bændur
mega nú skjóta kengúrur
Þ
að sem voru græn engi fyrir
ári er nú brúnar eyðimerk-
ur, eða því sem næst. Svona
er staðan í Nýju Suður–
Wales í Ástralíu en þar hefur vetur-
inn, nú er vetur þar, verið sá þurr-
asti í 50 ár. Ástandið er svo slæmt
að yfirvöld hafa veitt bændum
heimild til að skjóta kengúrur til
að draga úr samkeppni húsdýra og
kengúra um mat.
Ef ekki fer að draga úr þurrk-
unum neyðast margir bændur
til að fella bústofn sinn. Júní, júlí
og ágúst eru yfirleitt rigningar-
mánuðir í Ástralíu en þennan vet-
urinn er staðan allt önnur. Vatns-
ból hafa þornað upp og sífellt
verður lengra á milli polla. Þetta
hefur að sjálfsögðu áhrif á dýrarík-
ið og í júlí streymdu kengúrur inn í
miðborg Canberra til að finna mat
og vatn. Þar komu þær sér síðan
fyrir í görðum, á knattspyrnuvöll-
um og öðrum stöðum.
Tæplega 10 millimetra úrkoma
hefur mælst í stórum hlutum Nýju
Suður-Wales undanfarin mánuð
að sögn Sky.
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is