Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 8
8 17. ágúst 2018FRÉTTIR geirsgötu 8 / s. 553 1500 Sumartilboð Sægreifans Humarsúpa, brauð & ískaldur gull á 2.000 kr H vað eiga tveir barnaníð- ingar, kung-fu prestur, flug- vélar, þyrlur, Panamaprins, kapella og sértrúarsöfnuð- ur sameiginlegt? Jú, allt þetta er að finna í flugskýli 1 á Reykjavíkur- flugvelli. Barnaníðingarnir sitja í stjórn félags sem er skráð með yfir 200 milljónir í hlutafé, kung- fu presturinn, sem eitt sinn var líf- vörður og sjóræningjabani, stýrir samkomum sértrúarsafnaðarins og Panamaprinsins á skýlið sjálft. Barnaníðingurinn heitir Sigurð- ur Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, og situr hann einn í stjórn ásamt Robert Tomasz Czarny sem misnotaði tvær stúlk- ur hér á landi um árabil. Allir hafa þeir aðgang að haftasvæðum. Og þegar meðlimir sértrúarsafnaðar- ins mæta á svæðið geta þeir hæg- lega farið inn á viðkvæm svæði eða farið um borð í flugvélar og jafnvel sest upp í þyrlu og tekið á loft væri sá áhugi fyrir hendi. Eftirlit er ekk- ert. Til að rekja þessa sögu þurfti nokkra blaðamenn og talsvert pláss enda um ævintýralega at- burðarás að ræða sem aldrei hefði átt að eiga sér stað. Sigurður Ingi hefur undanfarna mánuði starfað á Reykjavíkurflug- velli sem framkvæmdastjóri félags í eigu auðkýfingsins Hilmars Ágústs Hilmarssonar. Starfsfólki annarra fyrirtækja á vellinum er brugðið og finnst óþægilegt að vera í kring- um hann enda hefur hann fengið dóma fyrir bæði kynferðisbrot gegn ungum piltum og fjársvik. Í krafti starfa sinna hefur Sig- urður haft aðgang að haftasvæð- um og myndavélakerfi sem fyrir- tæki hans setti upp. Sigurður starfar einnig fyrir annað félag Hilmars sem rekur Flugskýli núm- er 1 á Reykjavíkurvelli og þar var Dan Sommer, lífverði Sigurðar og prests, boðið að starfrækja kirkju- starf gegn því að taka að sér starf öryggisfulltrúa. Sommer leiðir sértrúarsöfnuð sem telur um þrjá- tíu manns en þar blandast saman kristni og austræn dul- speki. Blaðamenn DV fóru í flugskýli 1 og ræddu við Sigurð, Hilm- ar og prestinn Dan Sommer hvern í sínu lagi. Við tóku tveir tímar af stórfurðulegum viðtölum þar sem þeir töluðu þvers og kruss. Allir þrír töluðu merkilega opinskátt um vafasama gjörninga, sem í það minnsta jöðr- uðu við lögbrot. Þegar blaðamenn DV fóru að spyrja Sigurð um starf hans sem stjórnarmaður félags sem er með mörg hundruð milljónir í hlutafé kom fljótt í ljós að Sigurður vissi lítið um skuldbindingar félags- ins og fjárhagsstöðu þess. Ítrekað spurðu blaðamenn út í rekstur- inn og kom þá nánast alltaf sama svarið. „Þið verðið að tala við eigand- ann, ég get ekkert svarað því. Það eiginlega bara gerðist,“ segir Sigurður þegar hann var spurð- ur hvernig það kom til að hann byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu. Blaðamenn spurðu hvort Sig- urður hefði haft vitneskju af því að móðurfélag Ace Holdings, Arwen Establishment, hafi verið í Panamaskjölunum og svarar: „Þið eruð að segja mér fréttir.“ Blaðamenn ræddu í um 20 mín- útur fyrir utan flugskýli 1 en því samtali lauk þegar Hilmar Ágúst kom gangandi að og bað Sigurð að hjálpa sér. Blaðamenn biðu og bjuggust við að geta rætt við Sig- urð lengur, en eingöngu Hilm- ar Ágúst kom aftur út. Ræddu blaðamenn ekkert frekar við Sigurð. „Starfsfólkið er að rekast á hann hérna og finnst þetta ástand óþægi- legt,“ segir starfs- maður á Reykja- víkurflugvelli sem ekki vill láta nafns síns getið. „Hér vinn- ur fjölskyldufólk sem kemur oft með börnin sín í vinnuna, sérstak- lega um helgar, en það er farið að veigra sér við því, því hann er hér á öllum tímum. Það virð- ist sem hann búi í skýli 1 og ungir drengir oft með honum í fylgd.“ Sigurður er ekki með neitt skráð lögheimili í Þjóðskrá. Eins og flestir muna þá er brotasaga Sigurðar löng og meðal annars var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu ungum piltum árið 2015 og hlaut fyrir það þriggja ára fang- elsisdóm. Auk þess sveik hann fjármuni út úr fjölda fyrirtækja, meðal annars Wikileaks sem hann starfaði áður hjá sem sjálfboðaliði. Fékk hann fyrir það þungan dóm í lok árs 2014. Blaðamenn DV ræða nokkuð ítarlega um kyn- hneigð og eðli afbrota Sigurðar við Sommer, sem tekur það sér- staklega fram að Sigurður hafi gef- ið honum leyfi til ræða mál hans. Sommer segir Dæmdir barnaníðingar, kung-fu prestur, Panamaprins og sértrúarsöfnuður leika lausum hala á Reykjavíkurflugvelli Fyrirtæki Hilmars kom fyrir í Panamaskjölunum. Hann réð Sigurð Inga vegna vorkunnar. Það vakti mikla athygli þegar Sigurður fór beint á ökklaband og var í umsjá vinar síns. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is n Barnaníðingar í stjórn n Reglur brotnar n Isavia vissi ekki neitt n Sértrúarsöfnuður í flugskýlinu n Réð barnaníðing vegna vorkunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.