Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Síða 10
10 17. ágúst 2018FRÉTTIR
Viltu kaupa fasteign
á spáni ?
masainternational.is / S. 555 0366 - Jón Bjarni & Jónas
Masa international
býður þér í skoðunarferð
til Costa blanCa í ágúst á
39.900 kr.
þar seM drauMaeignina þína gæti
Verið að finna
félagsins við ríkissjóð segir hann
að fyrirtækið skuldi aðeins ör-
fáar milljónir. Vekur það furðu
hjá blaðamönnum hvernig svör
eiganda félagsins og stjórnarfor-
manns félagsins um skuldastöðu
fyrirtækisins séu svo hróplega í
mótsögn við hvort annað. Virð-
ist sem Sigurður í starfi sínu sem
stjórnarformaður viti ekki hver
heildarskuldarstaða fyrirtækisins
sé. Einnig segir Hilmar Ágúst við
blaðamenn að fyrirtækið væri í
samningaviðræðum við „stóra að-
ila í Evrópu“ sem væru að koma
með fjármagn inn í félagið. Hafi
vinna staðið í nokkra mánuði við
að ræða við það félag og ef samn-
ingar tækjust mundi ACE Hand-
ling hefja aftur starfsemi á fullu á
Keflavíkurflugvelli, en ACE Hand-
ling hætti starfsemi þar eftir að
flugfélög hættu að eiga viðskipti
við félagið og var því ekki rekstr-
argrundvöllur til staðar lengur.
Sigurður hafði hins vegar sagt við
blaðamenn að vinna væri hafin
við að leggja niður ACE Handling
og hætta starfsemi félagsins. Virð-
ist sem einhver samskiptavanda-
mál séu á milli stjórnarformanns
fyrirtækisins og eiganda félagsins,
þar sem þeir virðast fara með fé-
lagið í tvær mismunandi áttir.
Öryggisstjóri ACE FBO vinnur í
skiptivinnu
Dan Sommer er ekki bara prestur
hjá Postulakirkjunni í flugskýli eitt,
heldur er hann einnig öryggis-
stjóri ACE FBO. Það félag sérhæf-
ir sig í flugþjónustu fyrir einka-
flugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Í
samtali við DV viðurkennir hann
að öryggismálum hjá fyrirtækinu
væri ábótavant og mikið vantaði
upp á að lagalegar kröfur sem sett-
ar eru á fyrirtækið stæðust.
Þegar Dan var spurður um hvort
hann fengi greitt fyrir störf sín sem
öryggisstjóri fyrirtækisins sagði hann
að hann væri ekki á launaskrá. Í stað
þess að fyrirtækið greiði honum laun
styrki ACE FBO Postulakirkjuna og
leyfði honum að hafa afnot að hús-
næðinu til að hafa kapellu í flugskýli
1. Samkvæmt skattalögum er óleyfi-
legt að greiða ekki starfsmanni beint
laun fyrir vinnu sína og er ekki leyfi-
legt að greiða trúfélagi fyrir vinnu
starfsmanns.
Með aðgang að haftasvæði og
myndavélum
Það að Sigurður Ingi hafi aðstöðu
í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli
er ekki það alvarlegasta að mati
þeirra starfsmanna sem DV ræddi
við í tengslum við þetta mál. Held-
ur það að Sigurður komist inn á
haftasvæðið á Keflavíkurflugvelli
og geti athafnað sig þar fyrir ACE
Handling. ACE Handling þjón-
ustar aðeins eitt flugfélag, hið
svissneska Edelweiss, yfirleitt síð-
degis á föstudögum. Til að geta
starfað á haftasvæði verður fólk
að standast bakgrunnsskoðun hjá
Ríkislögreglustjóra og þá skoðun
stenst Sigurður vitaskuld ekki
miðað við hans brotasögu.
Sigurður hefur hins vegar feng-
ið að fara inn á svæðið á svoköll-
uðum gestapassa sem flug-
verndarstjóri fyrirtækisins sér um
að útvega. Þeir sem sjá um að út-
vega slíka passa eru ábyrgir fyrir
gestinum og verða að fylgjast með
honum í þann afmarkaða tíma
sem passinn gildir. Ekkert fast
haftasvæði er á Reykjavíkurflug-
velli nema þann tíma sem milli-
landaflug er þar í gangi, en félög
Hilmars sjá til dæmis um þjónustu
við einkaflugvélar á vellinum.
Starfsmaður á Reykjavíkurflug-
velli hefur töluverðar áhyggjur af
umsvifum Sigurðar þar.
„Hann hefur aðgang að mynda-
vélakerfi sem hann hefur verið
að setja upp hérna á vellinum og
fólk setur spurningarmerki við allt
sem er hér í gangi í kringum hann,
vegna brotasögu hans. Hérna í
skýlunum eru tæki metin á mörg
hundruð milljónir króna og fólki
finnst þetta ekki viðeigandi. Hann
kemur og fer eins og hann lystir,
oft seint á kvöldin.“
Börn skírð í skýli 1
Dan Sommer og Sigurður Ingi
eiga sér langa sögu að baki eins og
greint verður betur frá hér síðar.
En Sommer er prestur sem hefur
starfað sem lífvörður Sigurðar. Þrjú
ný félög, sem öll tengjast Sommer
hafa bæst við í fyrirtækjaflóruna í
skýli 1 og eitt þeirra er áður nefnd
Postulakirkja – Beth-Shekhinah.
Skýlið er ekki aðeins skrifstofa eða
póstkassi fyrir kirkjuna því þar eru
haldnar trúarsamkomur, innan
um tól og tæki til flugs.
Annar starfsmaður á flugvellin-
um sem einnig hefur áhyggjur af
ástandinu segir:
„Það er fólk að mæta í skýlið,
prúðbúið, til að láta skíra börnin
sín.“
Postulakirkjan fer heldur ekki
leynt með sínar samkomur. Mánu-
daginn 13. ágúst var „kyrrðarbæn
og íhugunarsamkoma í skýli 1“
auglýst á Facebook-síðu hennar.
Einnig er þangað komið ferða-
þjónustufyrirtækið Northern
Tours og hjálparsamtökin 4Crisis
Relief. Samkvæmt heimasíðu sér-
hæfa þau sig í aðstoð við fórnar-
lömb mannrána sem kljást við
áfallastreituröskun.
Blaðamenn DV fengu að sjá
„kapelluna“ sem er í fremur litlu
en ílöngu herbergi við hlið skrif-
stofu Sommer. Það fyrsta sem
vakti athygli blaðamanna var
beddi í miðju herberginu, sem
Sommer gekk frá og setti í skáp.
Líkt og fyrr segir þá virðist söfnuð-
urinn byggður á samkrulli kristni
og austrænar dulspeki. Það sást
glögglega á því að á hillu einni var
stytta af Búdda við hlið kross. Af
veggspjöldum að dæma þá stund-
ar söfnuðurinn nálarstungur og
árunudd, svokallað reiki. Það
kann að skýra beddann.
Þó mátti sjá merki um kristinn
sið; innst í herberginu var altari
þar sem opin bók lá. Það var þó
ekki Biblían og könnuðust blaða-
menn ekki við uppruna hennar.
Við hliðina á bókinni var skál með
oblátum.
Blaðamaður sá bunka af blöð-
um í kapellunni og tók eitt eintak.
Blaðið reyndist lýsing á „hraðheil-
un fyrir streitu og kvíða“ í sjö skref-
um. Þau hljóða svo:
1. GV-24 Third eye/Spiritual Point.
2. GB-20Gates of Consciousness.
3. LU-1Centralpalace/YinYangHouse.
4. K-27 Elegant Mansion/DeepBreath.
5. CV-17CenteringPoint/Sea of Tranquility.
6. LI-4HeGu/JoingValley.
7. PC-6InnerGate.“
Blaðamenn töldu í það minnsta
tólf gráður á veggjum skrifstof-
unnar, en þær flestar virtust eiga
uppruna sinn úr bréfaskólum.
En hvernig kom það til að 51 árs
prestur varð svo náinn unga af-
brotamanninum? Sommer segir
að þeir hafi fyrst kynnst á lífsleikni-
námskeiði þar sem Sommer
kenndi meðan Sigurður tók ljós-
myndir. Raunverulegur vinskap-
ur hafi þó ekki byrjað fyrr en síð-
ar þegar þeir hittust á pítsastað
fyrir tilviljun. Það var á svipuðum
tíma og Sigurður lak gögnum frá
Milestone til DV og svo virðist sem
Sommer hafi þótt það áhugavert.
Stórfelld kynferðisbrot
og fjársvik
Sigurður á að baki skuggalega for-
tíð og hefur hlotið dóma fyrir fjár-
svik og misnotkun á drengjum,
sem fyrr segir. Það er í raun merki-
legt hvað sagan er mikil miðað við
að hann er aðeins 25 ára gamall.
Árið 2006 var hann að ganga til
altaris í Hjallakirkju í Kópavogi til
að fermast með skólasystkinum
sínum.
Sigurður starfaði sem sjálf-
boðaliði fyrir samtökin Wikileaks
og kom við sögu í mörgum lek-
um sem tengdust félögum á borð
við Glitni, Vafningi, Milestone
og fleirum á árunum eftir hrun.
Haustið 2011 var hann yfirheyrður
af bandarísku alríkislögreglunni
(FBI) í bandaríska sendiráðinu
eftir að upp komst að hann hefði
upplýsingar sem tengdust glæpa-
rannsókn þar í landi.
Íslensk stjórnvöld kröfðust þess
að alríkislögregluþjónarnir yfir-
gæfu landið en þá tóku þeir Sigurð
með til Danmerkur og yfirheyrðu
hann þar. Sigurður hitti lögreglu-
mennina í nokkur skipti til viðbót-
ar í Danmörku og Bandaríkjunum.
Mætti með lífverði
Allsherjarnefnd Alþingis kvaddi
Sigurð til fundar árið 2013 og
mætti hann fyrir nefndina í fylgd
tveggja lífvarða og sagðist hafa
starfað með alríkislögreglunni til
að njósna um Wikileaks. Fund-
urinn var lokaður og ekki greint
frá honum í smáatriðum. Þetta
sama ár var Sigurður kærður fyrir
fjársvik gegn ýmsum fyrirtækj-
um og beið fyrsta dómsins fyrir
kynferðis brot.
Sigurður rataði inn í undar-
leg mál á þessum tíma og eitt það
undarlegasta tengdist kúgunartil-
raun hjá sælgætisverksmiðjunni
Nóa Siríus. Í september árið 2013
greindi Fréttablaðið frá því að tveir
menn á þrítugsaldri hefðu stung-
ið umslagi inn um lúguna hjá
Finni Geirssyni, forstjóra Nóa Sirí-
us, með bremsuvökvamenguðu
Pipp- súkkulaði og kúgunar-
Sigurður starfaði fyrir Wikileaks.Kapellan í flugskýli 1.