Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Blaðsíða 16
16 17. ágúst 2018FRÉTTIR - ERLENT L ýðveldið Norður-Makedón- ía (betur þekkt sem Makedónía) verður aðildar- ríki NATO ef allt gengur sam- kvæmt áætlun en aðildin fellur ekki í góðan jarðveg hjá Rússum enda líta þeir á Balkanskaga og nærliggjandi svæði sem áhrifa- svæði sitt og kæra sig ekki um að fá enn eitt NATO-ríki í bakgarð sinn. Á leiðtogafundi NATO fyrr í sum- ar var Donald Trump Bandaríkja- forseti spurður hvort hann teldi að Rússar myndu reyna að auka áhrif sín í Makedóníu eftir að viðræður NATO og Makedóníu um NATO- -aðild hefjast. Hann var einnig spurður hvað NATO og Bandarík- in myndu gera til að spyrna við áhrifum Rússa á vestanverðum Balkanskaga. „Við segjum aldrei neitt um framtíðaráætlanir okkar.“ Svaraði Trump stutt og laggott og ræddi þetta ekki frekar sem verður nú að teljast frekar ólíkt honum enda ekki vanur að vera spar á yfirlýsingar og stór orð. En flestir vestrænir frétta- skýrendur og sérfræðingar eru ekki í vafa um að svarið við fyrri spurn- ingunni sé já. Hins vegar er ekki eins ljóst hvað NATO og Banda- ríkin munu gera til að spyrna gegn áhrifum Rússa á vestan- verðum Balkanskaga. En það er ljóst að Grikkir ætla ekki að láta Rússa vaða uppi án þess að reyna að spyrna við fótunum. Þeir hafa nú þegar vísað tveimur rússnesk- um stjórnarerindrekum úr landi og hafa neitað tveimur til viðbótar um heimild til að koma til Grikk- lands. Ástæðan er að sögn grískra stjórnvalda að rússnesku stjórnar- erindrekarnir höfðu reynt að múta embættismönnum í norðurhluta Grikklands til að reyna að láta við- ræður Grikkja og Makedóníu um nýtt nafn Makedóníu fara út um þúfur. Viðræðurnar gengu nýlega upp eftir 27 ára deilur ríkjanna vegna nafns Makedóníu. Samn- ingurinn gengur út á að nafni Makedóníu verði breytt í Lýð- veldið Norður-Makedónía en á móti viðurkenna Grikkir landið og veita makedónska minnihlutan- um í Grikklandi ákveðin réttindi. Deilurnar um nafn Makedóníu eiga rætur að rekja til þess að eitt hérað í Grikklandi heitir Makedónía. Þetta hefur valdið því að Grikkir hafa þvertekið fyrir að Makedónía fengi aðild að NATO eða ESB. En nú eru þessar deilur næstum úr sögunni og því fátt sem stendur í vegi fyrir NATO- og ESB- -aðild nema hvað gríska þingið á eftir að samþykkja samninginn og Makedónar greiða þjóðaratkvæði um hann síðar á árinu. Rússar eru ósáttir Makedónía er víðs fjarri ESB-að- ild þar sem efnahagur landsins uppfyllir ekki skilyrði fyrir aðild en NATO er reiðubúið til viðræðna um aðild enda er stefna NATO að halda dyrunum opnum fyrir ný aðildarríki sem sjálf óska eftir að- ild. En stækkun NATO fer illa í Rússa og gengur augljóslega gegn hagsmunum þeirra. Þeir telja að NATO sé að mjaka sér nær landa- mærum Rússlands með því að styrkja samstarf við ríki eins og Georgíu og Úkraínu hægt og ró- lega. Það er þjóðaratkvæða- greiðslan í Makedóníu sem menn óttast að Rússar ætli að skipta sér af. Fyrrnefndir stjórnarerindrekar höfðu að sögn sett sig í samband við pólitíska hópa yst til hægri auk lykilmanna í rétttrúnaðar- kirkjunni sem er tengd Rússlandi sögulegum böndum. Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, sagði í samtali við Buzzfeed að grískir kaupsýslu- menn, sem styðja málstað Rússa, hafi greitt ákveðnum Makedónum 13.000 til 21.000 dollara fyrir að fremja ofbeldisverk í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hópur makedónskra blaðamanna hefur einnig upplýst að rúmlega 350.000 dollurum hafi verið deilt niður á stjórnmálamenn, þjóð- ernishreyfingar og fótboltabullur til að hafa áhrif á þjóðaratkvæða- greiðsluna. Nikos Zydakis, ráðherra Evrópumála í Grikklandi, sagði í samtali við Buzzfeed að önnur ríki hefðu áður reynt að hafa áhrif á landið en það hafi ekki verið alvar- legar tilraunir, en samningurinn við Makedóníu breyti öllu og til- raunirnar verði væntanlega mun alvarlegri. Hann sagði að skilaboð Grikkja til Rússa væru mjög skýr, samningurinn sé á milli Grikk- lands og Makedóníu og aðrir eigi ekki að blanda sér í málið. Rússar eru sagðir hafa bland- að sér í mál í Serbíu og Svartfjalla- landi, sem er aðili að NATO, sem og í öðrum ríkjum í Evrópu. Þar hafa verið nefnd til sögunnar afskipti og tilraunir til íhlutunar í lýðræðis- legum kosningum í Þýskalandi og Frakklandi á síðasta ári og Brexit- kosningarnar margfrægu. Því óttast margir að Rússar muni láta að sér kveða í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Makedóníu. n Hafa áhyggjur af afskiptum Rússa af áformum Makedóníu um aðild að NATO Zoran Zaev Forsætisráðherra Makedóníu t.h. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Við segjum aldrei neitt um framtíðar- áætlanir okkar 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.