Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Side 25
17. ágúst 2018 FRÉTTIR 25
Allsnakinn og allslaus í beinni Hvernig er tilfinningin að búa í glerkassa, án alls nema þess sem utan-
aðkomandi gefa þér? Myndlistarneminn Almar Atlason svaraði þeirri spurningu í desembermánuði árið 2015, í lokaverkefni
sínu í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla fyrir Listaháskóla Íslands, þar sem hann dvaldi allsnakinn í kassa í heila viku – í beinni
útsendingu. Viðbrögð almennings við gjörningnum voru vægast sagt blendin. Var listrænt gildi í þessu eða fann maður-
inn sér einfaldlega ekkert betra að gera í heila viku? Hins vegar verður að dást að hugrekki mannsins fyrir að leika sér á
Adamsklæðum á opnum vettvangi í þágu síns áhugasviðs. Það sem leið eins og heil vika fyrir hann voru í rauninni fimmtán
mínútur hjá almenningi, eða svo gott sem. Ekki má heldur gleyma því þegar hann lá endilangur, horn í horn í kassanum, og
byrjaði að stunda sjálfsfróun fyrir framan hundruð áhorfenda sem fylgdust með streyminu á YouTube. Hvort myndlist-
arneminn hafi á endanum stigið út úr kassanum gjörbreyttur maður eða ekki er eitthvað sem aðeins hann getur svarað
fyrir um. Jafnvel hvort það búi meira í honum sem getur sett samfélagið á aðra hliðina, en almenningur hefur lengi
beðið spenntur eftir framhaldi á þessum bersýnilega gjörningi.
Sigraði heiminn og fór aftur í leikskólann Hólmfríður kom, sá og sigraði í keppninni Ungfrú heimur árið
1985 en 78 stúlkur tóku þátt í keppninni. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur keppandi hlaut þennan titil (sem sannaði endanlega
fyrir heiminum að íslenskt kvenfólk er með því fallegasta í heiminum og víðar) en alls ekki hið síðasta. Arftakar hennar að titlinum
urðu seinna meir Linda Pétursdóttir, þremur árum síðar, og síðan Unnur Birna Vilhjálmsdóttir árið 2005. Annað en með titilssystur
hennar ákvað Hófí þó ekki að viðhalda fyrirsætuferlinum, þrátt fyrir að tilboðum rigndi inn í kjölfar sigursins. Hófí kunni vel við sig sem
leikskólakennari og lætur gott af sér leiða í því fagi.
NOKIA 3.1
DUAL 13 MP MYNDAVÉL
TEKUR 2 SIMKORT
5.2” HD SKJÁR MEÐ
GORILLA GLASS
Skiptir
stærðin máli?
Offita hefur lengi verið
feimnismál en í þeim
málum lagði Guðjón
Sigmundsson, þekktur
sem Gaui litli, alla
þjóðina að fótum sér.
Þetta var fyrir rúmum
tuttugu árum, þegar
hann kom vikulega
fram í magasín-
þættinum Dagsljós
og var vigtaður hverju
sinni. Ýmsir muna
kannski eftir því þegar
hann birtist þjóðinni
á hvítum nærbuxum,
stálhress að sjá og
170 kíló að þyngd.
Breyting Gauja var
gríðarleg í gegnum
tímann og heillaðist
landinn að jákvæðni
hans, framgöngu og
drífanda í átt að heil-
brigðari lífsstíl. Sviðsljós
Gauja varði í lengri tíma
en hinar hefðbundnu,
ímynduðu fimmtán
mínútur gefa trúlega til
kynna, en maðurinn mætti
stór, minnkaði og, að lokum,
hvarf, en með pomp og prakt
mætti segja.