Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Qupperneq 26
26 FÓLK 17. ágúst 2018 R eynir Þór Eggertsson, Júró- -Reynir eins og hann er jafnan kallaður, hafði starfað sem kennari við Menntaskólann í Kópavogi um árabil þegar háskólinn í Helsinki auglýsti eftir íslenskulektor. Reynir stökk til, sótti um starfið og ekki leið á löngu þar til hann hafði ráðið sig við skól- ann. Ákvörðunin átti eftir að hafa mikil áhrif á líf Reynis því nú, ári síðar, hefur Reynir fundið ástina og skafið af sér heil 20 kíló. „Allt gekk þetta eins og í sögu“ „Eftir að hafa kennt um árabil við Menntaskól- ann í Kópavogi lang- aði mig til að starfa aft- ur í háskólaumhverfi og gott fólk hvatti mig til að sækja um stöðu íslenskulektors við Helsinkiháskóla sem losnaði síðasta vetur. Ég var svo heppinn að mér bauðst launalaust leyfi frá stöðunni minni við MK, fékk traustan leigj- anda að íbúðinni minni og gat því flust hingað út án þess að brenna allar brýr að baki mér,“ segir Reynir um aðdraganda þess að hann ákvað að flytjast til Finnlands. Eftir að út var komið gekk allt fljótt og örugglega fyrir sig og áður en Reynir vissi af var líf hans komið í nýja rútínu, í nýju landi. „Ég vissi það eitt að í Finnlandi biði mín skrifstofa, nemendur og tímabundin íbúð á hóteli sem háskólinn rekur. Allt gekk þetta eins og í sögu, ég fann íbúð strax á þriðjudeginum og gat flutt inn á föstudegi,“ segir Reynir. Fann ástina með hjálp Pyry Soiri Ekki leið á löngu þar til ástin bank- aði á dyrnar hjá Reyni en fljótlega eftir að hann flutti út fór hann að hitta mann. „Haustið leið held- ur þægilega, vinnan var skemmti- leg og ég kynntist þessum líka skemmtilega strák sem kann að kyssa. Hann heitir Timo og starfar sem sjónvarpsþýðandi úr ensku á finnsku. Við spjölluðum saman á netinu strax eftir að ég kom hing- að út, hittumst svo einu sinni í lok ágúst. Síðan leið nokkur tími þangað til við hittumst aftur.“ Það var svo fyrir tilstuðlan íslenska landsliðsins sem Timo og Reynir hittust aftur. „Það var föstudaginn 6. október, þegar íslenska karlalandsliðið vann Tyrkja í undankeppni HM. Sama kvöld var Finnland að spila við Króatíu og ég sagði við hann eftir að Króatar skoruðu að ef Finnar jöfnuðu myndi ég kyssa hann. Svo tók Pyry okkar Soiri í taumana og þá var kallað eftir kossinum. Við erum eiginlega bara búnir að vera að kyssast síð- an,“ segir Reynir en Pyry varð í kjölfarið þjóðhetja hér á landi. Erfið veikindi Fljótlega eftir þetta kom Reynir til Íslands í frí yfir jólin. Hann hafði ekki verið lengi hér á landi þegar hann fór að finna fyrir miklum verkjum í baki. „Ég fékk slæman bakverk nokkrum dögum fyrir jól sem svo fór að leiða niður í fót og líðanin versnaði dag frá degi. Þetta var mjög sársaukafullt, fyrst í mjóhryggnum en svo komu verkir niður í fótinn og mikill doði, alveg frá klofi og niður úr. Sársaukinn er í raun ekki aðalmálið heldur það hvernig maður missir mátt og stjórn á líkamanum. Því fylgir auðvitað mikil hræðsla. Fyrst vill maður ekkert vita af þessu, reyn- ir að útiloka að þetta geti verið að gerast en loks getur maður ekk- ert lokað augunum lengur og þá þarf maður bæði að að hafa kjark og raunsæi til að takast á við það sem er að gerast um leið og maður berst við hræðsluna um að þetta sé varanlegt ástand, sem bara muni versna,“ segir Reynir. Reynir leitaði oft til læknis áður en hann gafst upp á heil- brigðiskerfinu hér á landi og fór aftur til Finnlands. „Ég flaug aft- ur út 8. janúar en þá var ég búinn að fara fjórum sinnum til læknis, fyrst á heilsugæslustöð og svo þrisvar á bráðamóttökuna. Þar varði ég mörgum klukkustundum en aldrei var ég nógu veikur til að neitt væri gert fyrir mig. Ég ákvað að lokum að redda hjólastólum á flugvöllunum og fljúga heim til Finnlands og sjá hvort betur yrði tekið á móti mér hér.“ Þegar til Finnlands var komið fékk Reynir loks þá þjónustu sem hann þurfti. „ Ég var ekki búinn að bíða í korter á bráðamóttökunni í Finnlandi þegar ég hitti hjúkr- unarfræðing og innan 90 mínútna var ég kominn í innlögn. Ég var sendur á annað sjúkrahús í segul- ómskoðun rétt um miðnætti og klukkan 5 að morgni var búið að ákveða að skera mig upp klukkan 8,“ segir Reynir sem hrósar þeirri þjónustu sem hann fékk í Finn- landi í hástert. „Ég hóf svo störf aftur í lok febrúar og það var auðvitað ekki alltaf létt en ég fékk að forgangs- raða kennslutengdum störfum og láta annað sitja á hakanum, svo þetta reddaðist allt. Ég er enn að vinna í því að ná fullri heilsu og stjórn á hægri fæti og fer í sjúkra- þjálfun og hleyp í sundlauginni.“ Breyttur lífsstíll þökk sé bílleysi Þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi seg- ir Reynir lífið í Finnlandi hafa far- ið vel með hann, ekki hvað síst lík- amlega, en frá því að hann fluttist út hefur hann losað sig við 20 kíló. „Þessir búferlaflutningar hafa verið mikil lífsstílsbreyting. Í fyrsta lagi á ég ekki bíl hér í Helsinki. Í staðinn nota ég almenningssamgöngur, aðallega sporvagna en líka stund- um strætó og metró. Í sumar hef ég líka notað borgarhjólin aðeins. Þetta þýðir að ég geng alltaf aðeins meira en heima; hver ferð krefst aðeins meiri hreyfingar. Ferðirn- ar verða líka fleiri, þar sem mað- ur getur borið minna í hvert sinn, til dæmis þegar maður verslar. Þá freistast ég heldur ekki til að stoppa í lúgusjoppu og fá mér pylsu eða eitthvað annað. Það að almenn- ingssamgöngur virki vel hér í Helsinki þýðir að bíllaus lífsstíll er raunhæfur möguleiki fyrir venju- legt fólk. Ekki nóg með að heilsan batni við aukna hreyfingu, heldur er bílleysið stærsta einstaka kaup- máttaraukningin sem ég hef fund- ið fyrir við það að flytja hingað,“ segir Reynir að lokum. n „Kynntist þessum líka skemmtilega strák sem kann að kyssa“ n Júró-Reynir fann ástina í Finnlandi Óðinn Svan Óðinsson odinn@dv.is Betri Svefn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.