Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Page 32
Miðbærinn 17. águst 2018KYNNINGARBLAÐ
REYKJAVÍK RÖST VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK
Gæðamatur og afslöppuð stemning
Gamla höfnin er auðvitað al-gjör perla í einstöku umhverfi. Okkur fannst vanta öðruvísi
veitingahús við höfnina, með afslapp-
aðri stemningu og ódýrari valkostum í
mat og drykk, þar sem fólk getur bæði
stoppað stutt við sem og slakað á með
góðan kaffibolla við hönd og notið þess
að fylgjast með lífinu við höfnina,“ segir
Sigurgestur Jóhann Rúnarsson rekstr-
arstjóri.
Staðurinn er opnaður snemma á
morgnana og er opinn fram á kvöld. „Á
morgnana er bakkelsi og sætabrauð í
boði, til dæmis morgunverðarbakki og
croissant-samlokur. Í hádeginu og fram
eftir degi bjóðum við upp á heimagerð-
ar samlokur og súpu.
Súpan er alltaf vegan og reglulega
skipt um tegund. Þessa stundina erum
við til dæmis með tómat- og kínóasúpu.
Á matseðlinum er einnig að finna ýmiss
konar barsnarl (heimagert sýrt græn-
meti og reyktar/ristaðar möndlur) sem
og kjöt- og ostaplatta sem fara vel með
bjór og víni.“
Matseðillinn er einfaldur og er eftir
fremsta megni reynt að halda verði í
lágmarki á bæði mat og drykk án þess
að tapa gæðum. Einnig er gæðakaffi
frá Lavazza, úrvalsbjórar frá Borg
Brugghúsi og ágætt úrval af léttvíni.
Dagleg gleðistund (Happy Hour) er
frá kl. 15–19 á bjór, léttvíni og snafs
dagsins. Á Happy Hour er kjörið að
grípa í ýmsa afþreyingu á staðnum
eins og Jenga og fleira, já, eða grípa í
talfborðið og taka stutta skák.
„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar
en við fáum fjölda gesta, bæði inn-
lenda og erlenda, sem leggja leið sína
að gömlu höfninni,“ segir Sigurgestur.
„Andrúmsloftið er kósí og afslappað
með fallegum innréttingum í gömlum
stíl þar sem haldið er í sjarma og útlit
gömlu verbúðanna. Ekki má gleyma
útsýninu sem er engu öðru líkt þar sem
fólk hefur til að mynda útsýni út yfir
gömlu höfnina og Esjuna.“
Reykjavík Röst er
við Gömlu höfnina í
Reykjavík að Geirs-
götu 5, síminn er
552-7777 og
netfangið er
info@reykja-
vikrost.is.
Opið er frá
kl. 8.30–23
alla daga.
Heimasíðan
er reykja-
vikrost.is og
einnig er staður-
inn með Face-
booksíðu.
SKÚLI CRAFTBAR:
Frábær stemning og Bao
Bun-vagninn á Fógetatorgi
Skúli Craft Bar við Fógetagarðinn er þekktur fyrir mikið úrval af bjór og er vinsæll og smekklegur bar.
Á Menningarnótt verður frábær stemn-
ing, en Happy Hour er allan daginn frá
kl. 12 og til lokunar.
Bao Bun-vagninn er staðsettur beint
fyrir utan barinn. Hann er auðvitað
ætlaður hverjum sem er en gestir á
Skúla Craft Bar geta haft matinn úr
vagninum með sér inn á barinn og
snætt hann eða pantað matinn þar inni
og starfsfólkið nær í hann út í vagn.
Bao Bun er heiti á kínverskum
soðbrauðum en þau eru á boðstól-
um í vagninum og er hægt að fá þau
með ferns konar fyllingu: Pulled pork,
nautakjöti, þorski og sveppum. Síðan er
alltaf kimchi, gúrkur, sriracha mæjónes,
steiktur skalottlaukur og kóríander með
í brauðinu. Enn fremur er boðið upp á
djúpsteiktar sætar kartöflur í vagninum.
Vagninn er staðsettur á Fógeta-
torginu fyrir framan Fógetagarðinn við
Aðalstræti og er opinn frá 12 á hádegi
og langt fram á kvöld. Borð og stólar
eru við vagninn og hægt að snæða
þar þegar vel viðrar, taka matinn með
sér eða fara með hann inn á Skúla
Craft Bar og fá sér góðan drykk með.
En það er líka hægt að panta
vagninn á útihátíðir og í ýmiss kon-
ar samkvæmi utandyra. Vagninn er
þá dreginn með bíl á staðinn og þar
þarf að vera hægt að tengja hann við
rafmagn. Vagninn er fallegur og því
prýði að honum í öllum samkvæmum
og hátíðum utandyra og nærvera hans
skapar skemmtilega stemningu. Kín-
versku soðbrauðin með hinum ljúffengu
fyllingum þykja líka afar bragðgóð og
gestir í útisamkvæmum eða á útihátíð-
um kunna vel að meta að fá slíkan mat
ferskan, lagaðan á staðnum.
Til að panta Bao Bun-vagninn eða
fá nánari upplýsingar er gott að hringja
í Skúla Craft Bar í síma 519-6455,
senda skilaboð á netfangið info@
skulicraftbar.is eða senda skilaboð á
Facebook-síðunni Skúli Bao Bun.