Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2018, Síða 49
TÍMAVÉLIN 4917. ágúst 2018
laugina á Skjá einum eitt kvöldið
og sá að hann var þátttakandi þar.
Mér blöskraði rosalega þegar ég
sá hann vera að trana sér svona
fram í fjölmiðlum.“
Barnavernd og Félagsmálastofn-
un kunnugt um vandræði Ara
Áður en voðaverkin áttu sér stað
hafði borið á ofbeldishneigð hjá
Ara. Einkum höfðu börn orðið
fyrir barðinu á honum. Hafði Ari
verið kærður fyrir að misþyrma
sex ára barni og rataði það inn
á borð lögreglu og var að lokum
vísað til Félagsmálastofnunar.
Ari bjó fyrst á Akureyri en síðar
flutti fjölskyldan til Hafnarfjarð-
ar. Árið 1988, þegar Ari var tíu
ára, flutti fjölskyldan aftur norður
til Akur eyrar. Nokkur mál tengd
honum höfðu þá þegar kom-
ið inn á borð félagsmálaráðs og
Barnaverndar bæði í Hafnarfirði
og á Akur eyri en ekki var gripið í
taumana.
Afi Hartmanns stóð við hlið Ólafs
þegar hleypt var úr stíflunni
Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi
aðstoðaryfirlögregluþjónn á
Akureyri, stjórnaði leitinni að
Bjarmari Smára Elíassyni og
Hartmanni Hermannssyni. Ólaf-
ur sat einnig í félagsmálaráði í tvö
kjörtímabil. Aðspurð-
ur hvort honum væri
kunnugt um að Ari
væri beittur ofbeldi
á heimili sínu sagði
hann: „Á þessum
árum fengum við oft-
ar fjárhagsvandræði
fjölskyldna inn á borð
til okkar í félagsmála-
ráði. Ofbeldi á heim-
ilum lá mikið í þögn-
inni eða voru þögguð
niður.“
Um leitina að
drengjunum sagði
Ólafur: „Við hleypt-
um úr stíflunni. Þá
fundum við Hart-
mann. Ég man þegar
hann fannst. Afi
hans stóð við hliðina
á mér á bakkanum.
Hann var kunningi
minn. Þá rann upp
fyrir mér að ekki
var allt með felldu.
Þetta reyndist mér
erfitt. Ég þekkti persónulega vel
fólkið sem átti drengina sem dóu.
Þetta tekur alltaf á, sérstaklega
þegar um börn er að ræða en lög-
reglumenn reyna að brynja sig frá
þessu.“
Áin ekki vandamálið
Harmleikurinn hafði djúp áhrif
á Akur eyri. Hafin var undir-
skriftasöfnun og vildi hluti bæj-
arbúa að Glerá yrði girt eða sett í
stokk.
„Það var ekki áin sem var
vandamálið. Það þarf að vinna
með fólkinu og inni á heimilun-
um. Það þýðir ekki að fara og
girða ána eða setja hana í stokk.
Fólk ætlaði að byrja á kolvitlaus-
um enda,“ sagði Ólafur og bætti
við að hann hefði glaðst fyrir
hönd Ara þegar hann uppgötv-
aði nokkrum árum síðar að hann
hefði náð nokkrum bata. „Slíkt
gleður alltaf lögreglumenn að
fá góðar fréttir af fólki sem hef-
ur átt erfitt uppdráttar í lífinu. Þá
er skálað í kaffibolla, ekki ósvip-
að og að við værum að ná árangri
í starfi.“
Ari stígur fram
Eftir ítarlega umfjöllun Pressunn-
ar, sem aðeins hefur verið birt
brot úr í Tímavélinni á DV, steig
Ari fram og birti opið bréf til Sól-
veigar og Bjarnheiðar. Þar velti
Ari fyrir sér hvort umfjöllunin
hefði haft áhrif til góðs. Sagði Ari
sjálfur að það hefði tekið á að lesa
viðtölin við þær.
„Það er að sjálfsögðu skiljan-
legt að það sé enn mikil reiði í
minn garð og þá sérstaklega frá
þér Bjarnheiður. Þá er oft gott að
geta tjáð sig á opinberum vett-
vangi þar sem samúð og sam-
hygð fylgir. En kannski er eitthvað
meira sem vantar. Eftir að ég las
allar greinarnar þá fann ég ekk-
ert nema sorg inni í mér. Það var
margt sem kom fram hjá ykkur
báðum um hvernig líf ykkar hef-
ur verið eftir þessa atburði, og eins
og fyrr kom fram þá hefur Sól-
veig getað unnið úr sinni sorg í
gegnum árin og fundið frið í sínu
hjarta en Bjarnheiður glímir enn
við mikla sorg og reiði,“ sagði Ari
í bréfi sínu.
„Það sem mig hefur langað að
segja er að, já það er rétt að ég átti
mjög erfitt sem krakki og já, það
hefði átti að grípa inn í mörgum
árum fyrr, en það breytir ekki því
að ég er ábyrgur fyrir dauða barn-
anna ykkar. Ég hef aldrei ætlast til
þess af neinum að fyrirgefa mér
á þeim forsendum að ég hafi átt
erfiða æsku, heldur frekar á þeim
forsendum að ég er betri maður í
dag. Að sjálfsögðu var ég ekki að
gera mér grein fyrir nákvæmlega
hvað ég væri að gera á þessum
tíma, en því eldri sem ég varð því
meira rann upp fyrir mér alvar-
leiki þess.“
Til Sólveigar Austfjörð
„Þessi tími var ekki bara erfiður
fyrir mig, heldu báru þessir at-
burðir mikla skömm í garð fjöl-
skyldu minnar á marga vegu.
Auðvitað hefði einhver átt að hafa
samband við ykkur og votta þá
samúð sem þið áttuð skilið. Ég
get líka skilið hvers vegna enginn
hafði kjark í sér til þess, hvað get-
ur manneskja sagt í svona tilfell-
um sem gerir ekki illt verra?
Það sem hefur ekki komið al-
mennilega fram hingað til er að ég
vil votta ykkur og ykkar fjölskyld-
um samúð og ég tala fyrir hönd
minnar fjölskyldu líka. Einnig vil
ég frá mínu hjarta biðjast fyrir-
gefningar á þessum hörmulegu
atburðum. Það er mér að kenna
að drengir ykkar eru ekki með
ykkur lengur og engin réttlætan-
leg skýring á hvers vegna ég gerði
þetta. Ég skil vel ef það er langt í
þá fyrir gefningu hjá sumum. Jú,
tíminn læknar kannski, en það
eru djúp ör. Ef hluti af minni refs-
ingu er að lesa greinar um þá sorg
sem hrjáir ykkur á nokkurra ára
fresti og sem fjölmiðlar vilja birta
sem spennandi efni, og sumt fólk
vilji kannski ekki umgangast mig
eða vera tengt mér, ég litinn horn-
auga eða ég muni aldrei geta flutt
heim og stundað vinnu af ótta
að vera dæmdur af þjóðfélaginu,
þá er það ekki nema brot af þeim
sársauka sem þið hafið þurft að
fara í gegnum og ég mun taka því.“
Til Bjarnheiðar Ragnarsdóttur
„Það gleður mig mikið Bjarnheiður
að þinn sonur hafi komist á réttan
kjöl í lífinu og að nú eigir þú barna-
börn sem lýsa upp líf þitt, þótt það
sé ekki það sama, þá kannski sýn-
ir það að fólk getur breyst og náð
bata. Það er mín von að einn dag
finnir þú langþráðan frið í hjarta
þínu og jafnvel hafir það í þér að
fyrirgefa mér. Einnig vil ég segja
þér Sólveig að það er ómetanlegt
að vita að þú hafir fyrirgefið mér.
Þessir atburðir gleymast aldrei
enda eiga þeir ekki að gera það, en
ég samt vona að einn góðan veður-
dag getum við lagt þessa fortíð til
hinstu hvíldar og litið framávið.
Kveðja, Ari.“ n
Gísli Guðjónsson kom að máli Ara.
„Mér blöskraði rosalega þegar
ég sá hann vera að trana sér
svona fram í fjölmiðlum.
Seinasta myndin sem tekin
var af Bjarmari. Hún var tekin
daginn áður en hann dó.