Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 26
26 FÓLK - VIÐTAL 15. júní 2018
Kópavogsbraut 115 / 200 Kópavogur / s. 844 1145
H
ann er uppalinn í Sand-
gerði en þar ráku foreldrar
hans verslunina Nonna og
Bubba. Hann fór í Héraðs-
skólann á Laugarvatni þar sem
hann átti kærasta í tvö ár, en hann
leit þó ekki á sig sem samkyn-
hneigðan mann á þeim tíma held-
ur var hann aðeins að prófa þetta.
Eftir það lá leiðin í Kennaraskól-
ann og samkvæmisdansa þar sem
hann kynntist Kolbrúnu. Þau eign-
uðust dótturina Karen Áslaugu
árið 1980, giftu sig skömmu síð-
ar og Vignir fékk kennarastöðu
við Laugarnesskóla þar sem hann
starfar enn. Eftir að þau áttuðu sig
á því hvernig var í pottinn búið
skildu þau árið 1983 og fjórum
árum eftir það hóf Vignir samband
með manni.
Kærastinn ósjálfbjarga vegna HIV
Þórður Jóhann Þórisson, kallaður
Tóti, hét maðurinn sem Vignir hóf
sambúð með eftir að hann og Kol-
brún skildu. Eins og svo margir Ís-
lendingar kynntust þeir á djamminu
og Vignir lýsir því sem ást við fyrstu
sýn. Vignir var nýkominn út úr
skápnum og mikil gerjun og rót á lífi
hans. Honum hafði ekki liðið bein-
línis illa með Kolbrúnu en eftir skiln-
aðinn varð hann glaðari og frjálsari.
Svona átti sambúð að vera.
„Ég fann
ekki fyrir
hræðslu
og var
tilbúinn
að kveðja“
Í maí síðastliðnum voru Kolbrún Baldursdóttir, ný-
kjörinn borgarfulltrúi, og Vignir Ljósálfur Jónsson
kennari í viðtali hjá DV. Þau voru gift og saman í níu ár
en skildu árið 1983 vegna þess að þau áttuðu sig á því
að Vignir væri samkynhneigður. Vignir segir nú sína
sögu eftir að hann og Kolbrún skildu, hvernig hann
barðist við HIV og missti kærasta úr sjúkdómnum og
hvaðan þetta óvanalega nafn Ljósálfur kemur. Við
hittumst í anddyrinu á Hlemmi Square, hótelinu við
hliðina á matarmarkaðnum. Vignir er einstaklega
rólegur og hlýr maður og það er ekki að sjá á honum
að hann hafi mátt upplifa mikla erfiðleika.
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is