Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 48
48 MENNING 15. júní 2018 B altasar Kormákur vakti fyrst athygli er hann hreppti hlutverk Rómeós í Shake­ speareverkinu Rómeó og Júlía. Fyrir marga upprennandi leik­ ara er það draumur mikill að spreyta sig á sviði í sígildu verki leikskálds­ ins. Svo sannarlega var slegist um hlutverkið þegar Þjóðleikhúsið setti upp Rómeó og Júlíu árið 1991. Það var Baltasar hreppti hnossið og má segja að síðan hafi leiðin legið upp á við. Nú hefur Baltasar lokið við sína tólftu kvikmynd, fimmtu svo­ nefndu Hollywood­mynd sína, og siglir næst í för með Hugh Jackman við tökur á kvikmyndinni The Good Spy. Áður en Baltasar varð fyrstur íslenskra manna til þess að kalla sig leikstjóra stórmynda á Hollywood­ ­markaðnum, hóf hann feril sinn sem leikstjóri sviðssýninga. Það sem síður er rætt í dag er innkoma Baltasars á svið sem leikstjóri og til­ heyrandi hæfileikar fyrir söngleikj­ um og jafnvel barnasöngleikjum. Því er stórt spurt hvort eða hvenær maðurinn kvikmyndi eitt stykki söngleik eða hlaði í eina fjölskyldu­ mynd á komandi árum. Hvað leikstjóraferilinn á sviði varðar fór Baltasar yfir víðan völl og setti meðal annars á svið ýmis stór­ virki klassískra leikbókmennta eft­ ir Shakespeare, John Ford, Ibsen og Tsjekhov. Skoðum nánar þær slóðir sem leikstjórinn hefur fetað. Upp á hár Söngleikurinn Hárið var frumraun Baltasars Kormáks sem leikstjóra í atvinnuleikhúsi. Þetta var árið 1994 og sá Baltasar einnig um framleiðslu og leikgerð sýningar­ innar ásamt Davíð Þór Jónssyni. Þetta var umfangsmikil uppsetning, stútfull af flottum leikurum og komu kringum áttatíu manns nálægt undirbúningnum á einhvern hátt. Sýningin hlaut góðar undirtekt­ ir áhorfenda og fengu þeir Baltasar og Davíð Þór að leika sér talsvert að hráefninu. Aukin áhersla var lögð á slæmar afleiðingar sýrunotkunar frá því sem áður var og þótti það gríðar­ lega djarft af okkar mönnum. Lifi Rocky Þessi frægi og lostafulli söngleikur hefur lengi verið vinsælt viðfangsefni hjá leikhúsum og muna sjálfsagt margir eftir sýningunni sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum árið 1995. Leikhópurinn þá var ekk­ ert slakari en sá sem hefur prýtt Borg­ arleikhúsið á þessu ári, en á þessum tíma fór Helgi Björnsson með túlk­ un Frank­N­Furters, Björn Jörundur Friðbjörnsson lék Riff Raff og Hilm­ ir Snær Guðnason og Valgerður Guðnadóttir léku Brad og Janet. Enginn latur á þessum bæ Uppsetning Baltasars á Áfram Lati­ bær frá Magnúsi Scheving trekkti að sér ófáar fjölskyldurnar og lifði lengi á myndbandi. Bækur Magnúsar voru orðnar stórvinsælar og vöru­ merkið sem stuðlar að hollari lífs­ stíl var komið á gott skrið. Uppsetn­ ingin hitti beint í mark hjá börnum með andrúmslofti, hljóðbrellum og leikmyndum í stíl við lifandi teikni­ mynd, eins og Latibær á að vera. Scheving lék sínar bestu listir sem Íþróttaálfurinn í fyrsta sinn, þótt söngröddina hafi vissulega mátt slípa, en Sigurjón Kjartansson átti sögulega túlkun sem Maggi mjói og hitti Selma Björnsdóttir í mark sem upprunalega útgáfa Sollu stirðu. Leiksýningin var frumsýnd vet­ urinn 1996 í Loftkastalanum sæll­ ar minningar. Nokkrum árum síð­ ar var frumsýnt framhaldsleikritið Glanni glæpur í Latabæ í Þjóðleik­ húsinu (og svo enn síðar sýningin Latibær, árið 2014) en Baltasar kom hvergi að þeirri sýningu. Hins vegar hafði hann ekki sagt skil­ ið við söngleikjageirann eða fjöl­ skylduhópana. Genginn í skrípó Það var ríkjandi tímabil á Íslandi þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson gekk undir nafn­ inu Skari skrípó, töframaður með þekkingu á sprelli og skrautlegri sviðsframkomu. Sýning þeirra Baltasars í Loftkastalanum var vel sótt og Skari skrípó fór að birtast víða. Þeir Óskar unnu síðar saman að spennumyndinni Reykjavík­ ­Rotterdam sem kom út 2008, en leikstjórinn lét sjálfur vaða í bandaríska, stjörnum prýdda endurgerð á þeirri mynd, aðeins fjórum árum síðar. Unglingar í glæponagír Þessi geysilega metnaðarfulla og líf­ lega sýning var afhjúpuð árið 1998 LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Baltasar Kormákur á sviði n Hóf leikstjóraferilinn með söngleik n Stökkpallur íslenska Hollywood-leikstjórans M Y N D R V K S TU D IO S Aðsókn á Hollywood- myndir Baltasars Everest (2015) Kostnaður: 55 milljónir Aðsókn á heimsvísu: $203,4 milljónir 2 Guns (2013) Kostnaður: 61 milljón Aðsókn á heimsvísu: $132 milljónir Contraband (2012) Kostnaður: 25 milljónir Aðsókn á heimsvísu: $96 milljónir Adrift (2018) Kostnaður: 35 milljónir Aðsókn á heimsvísu: 25 milljónir Inhale (2010) Kostnaður: 10 milljónir Aðsókn á heimsvísu: 56 þúsund dalir Kvikmyndir Baltasars á Íslandi eftir aðsókn Mýrin (2006) – 84.445 Hafið (2002) 57.626 Brúðguminn (2008) 55.300 Djúpið (2012) 50.280 Eiðurinn (2017) 47.492 101 Reykjavík (2000) 26.902 A Little Trip to Heaven (2005) 15.461 Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.