Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 8
8 15. júní 2018FRÉTTIR Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Rúmföt & lök mikið úrval Sloppar fyrir bæði kyn Handklæði Mikið úrval Gerið gæða- og verðsamanburð V ið erum stödd í Ólafsvík þar sem Lovísa Sól Sveinsdóttir býr. Með okkur, blaðamanni og ljósmyndara DV, í för eru fyrrver- andi skólasystur Lovísu, Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Her- leifsdóttir. Kiana Sif og Helga Elín hafa stigið fram á forsíðu Mann- lífs, hvor í sínu lagi með viku millibili, og lýst meintum kyn- ferðisbrotum fyrrverandi stjúp- föður Kiönu Sifjar, Aðalbergs Sveinssonar, lögreglumanns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Hin meintu brot áttu sér stað þegar stúlkurnar voru 10–14 ára gamlar en nokkrum árum síðar lögðu þær, hvor í sínu lagi, fram kærur á hendur Aðalbergi vegna hinna meintu brota. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að málun- um var vísað frá en stúlkurnar og aðstandendur þeirra telja að pottur hafi verið brotinn í vinnu- brögðum lögreglu. Eins og fram hefur komið í viðtölum við Kiönu Sif og Helgu Elínu þá hafa hin meintu brot Aðalbergs haft gríðarleg áhrif á líf þeirra. Þær leiddust báðar út í óreglu og hafa háð harða bar- áttu til að koma lífi sínu á réttan kjöl. Það sama gildir um Lovísu Sól sem nú stígur fram sem þriðja meinta fórnarlamb Aðalbergs. Allar stelpunar voru í sama grunnskólanum, í sama árgangi. Helga og Kiana voru bekkjar- systur en Lovísa Sól í sama ár- gangi en var mikið inni á heimili Aðalbergs, stjúpföður Kiönu, þar sem þær voru bestu vinkonur á þessum tíma. Gisti hún tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði á heim- ilinu og það var iðulega í þess- um tilvikum sem Lovísa Sól full- yrðir að Aðalbergur hafi brotið á henni. En aftur að Ólafsvík. Samfund- ir stúlknanna þar marka tíma- mót. Síðan hin meintu brot áttu sér stað þá hafa þær háð baráttu sína við djöfla fortíðarinnar hver í sínu horni. Það flosnaði upp úr vinskap þeirra og þær fóru í mis- munandi áttir. Núna eru þær sameinaðar á ný og fá styrk frá hver annarri. „Við erum sterk- ari saman,“ verður einni að orði þegar endurfundirnir eiga sér stað. Hér verður málið rakið frá upphafi til enda. „Þetta gerðist yfirleitt þegar mamma var sofnuð“ Fyrsta kæran sem Aðalbergur fékk á sig var vegna meintra brota hans gegn stjúpdóttur hans, Kiönu Sif Limehouse, árið 2009. Kiana hafði þá brotnað niður og rætt við hjúkrunarfræðing grunn- skóla síns um hin meintu kyn- ferðisbrot stjúpföður síns. Barna- vernd Mosfellsbæjar fór strax í málið. Stofnunin óskaði eftir við- tali í Barnahúsi auk þess sem far- ið var fram á að lögreglurannsókn hæfist. Kiana fór í meðferðarvið- töl hjá Barnahúsi og samkvæmt gögnum málsins, sem DV hefur undir höndum, þá nýtti hún þau mjög vel. Niðurstaðan varð þó sú að rannsóknin var látin niður falla. Tveimur árum síðar, árið 2011, lagði Helga Elín fram kæru vegna meints kynferðisbrots Aðalbergs. Liður í þeirri rannsókn var að Ki- ana var aftur kölluð í skýrslu töku í Barnahúsi vegna hina meintu brota sem hún varð fyrir. Þar sagði Kiana þegar hún var spurð hvort hún hefði verið beitt kyn- ferðislegu ofbeldi: „Það byrjaði í svona fimmta bekk. Á milli fimmta bekkjar og sjöunda bekkj- ar. Þetta gerðist nokkrum sinn- um og þetta gerðist yfirleitt þegar mamma var sofnuð eða mamma var ekki heima. Hann kom alltaf inn í herbergið og var alltaf svona að kíkja hvort ég væri sofnuð eða ekki. Ég man rosalega vel eftir því, alltaf með annaðhvort bjór eða eitthvað í hendinni þótt hann væri að fara vinna daginn eftir. Annaðhvort léttvín eða eitthvað. Fyrir framan krakkana nærri því á hverju kvöldi. Ég þorði ekkert að fara á móti honum. Þannig þegar hann kláraði þetta fór hann bara fram og ég var bara hrædd, ég þorði ekkert að kalla á mömmu eða neitt. Ég þorði ekki að segja henni það út af því að hún geng- ur svo blind á eftir honum,“ sagði Kiana orðrétt, þá 14 ára göm- ul. Þegar hún var spurð hversu oft þessi meintu kynferðisbrot hefðu átt sér stað sagði Kiana að alls hefðu þetta verið fimm til sex skipti. „Hann sagði við mig að ég mætti ekki segja frá þessu og að þetta væri allt í lagi, þetta væri bara eðlilegt. „ERUM STERKARI SAMAN“ Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um að hafa brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.