Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 62
62 15. júní 2018 Tímavélin Gamla auglýsingin Sótölvaðir embættis- menn á Berg- staðastræti Laugardagskvöldið 23. febrúar árið 1924 fór samkvæmi emb- ættismanna og bankamanna úr böndunum svo kalla þurfti til lögreglu. Samkvæmið var haldið í einkahúsi við Bergstaðastræti og á tólfta tímanum var hávað- inn og ópin orðin svo mikil að nágrannarnir þoldu ekki við. Kona ein hringdi á lögregluna sem braust inn bakdyramegin í húsið. Dró þá úr hávaðanum en út ultu tuttugu sótölvaðir menn, sumir óðir og ataðir í blóði eins og sagði í Alþýðublaðinu 26. febrúar. Mest voru þetta ungir menn og sumir þeirra einkenn- isklæddir. Einn af þeim, starfsmaður Íslandsbanka, var svo hart leik- inn að tvo menn þurfti til að leiða hann út. Sjaldgæft var að kalla þyrfti lögreglu til að reka fólk út úr einkahúsum „en ein- hvers staðar verða vondar kind- ur að vera.“ Mjólkandi geithafur í Grafningi Í ágúst árið 1985 fannst óvenju- leg skepna á bænum Stóra Hálsi í Grafningi, geithafur sem mjólkaði líkt og huðna. Það var heimasætan Dóra Ársælsdóttir sem áttaði sig á þessu þegar hún leit undir kvið tveggja vetra hafurs og sá að hann var með lítil júgur. Við nánari athugun sá hún að úr tveimur spenunum kom mjólk. Samkvæmt frétt DV frá 8. ágúst var heimilisfólkið á Stóra Hálsi furðu lostið. Huðna og tveir kiðlingar voru á bænum en þeir höfðu ekki sogið hafur- inn. Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur tjáði DV að mjólkandi geithafrar hefðu fundist á Íslandi áður en engin líffræðileg skýring væri til stað- ar, önnur en sú að ef júgur væru til staðar gætu þau mynd- að mjólk. MISHEPPNAÐAR „meik“-tilraunir A ð „meika“ það á erlendri grundu er orðið Íslending- um eðlislægt. Það mætti segja að Ísland sé „in“ eða „hipp og kúl“ úti í hinum stóra heimi þar sem frægðin og pen- ingarnir eru. Björk, Sigur Rós, Of Monsters and Men, Kaleo og Jó- hann Jóhannsson heitinn eru dæmi um íslenska sigurgöngu er- lendis. En þetta var ekki alltaf svo því að flestar „meik“-tilraunir fyrri áratuga enduðu í vonbrigðum og niðurlægingu, bæði fyrir tónlistar- mennina sjálfa og íslenska aðdá- endur sem voru þess fullvissir að „meikið“ myndi heppnast. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Bítlaöpun Hljómar voru ein goðsagna- kenndasta hljómsveit Íslands, hinir svokölluðu „íslensku Bítlar“ og samkvæmt því áttu þeir tilkall til að verða stór- stjörnur á alþjóðavettvangi líkt og hinir raunverulegu Bítlar. Hljómsveitin var stofn- uð árið 1963 í Keflavík, á hápunkti Bítlaæðisins, af meðlimum úr hljómsveit Guðmundar Ingólfsson- ar og meðal liðsmanna voru Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson. Eftir tónleika í Há- skólabíói þann 4. mars árið 1964 slógu þeir í gegn. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Þegar hávær strengjasláttur hljómsveitanna og skerandi óp söngvaranna, dundu við sem hæst, missti mikill hluti áheyrendanna stjórn á sér og klappaði af sefjun, æpti og stappaði niður fótunum, sum- ir í gólfið, en aðrir dönsuðu á stólsetum eða jafnvel stólbök- um. Sumir drengjanna drógu af sér jakkana og hentu þeim í loft upp í hita leiksins.“ Hljóm- ar voru orðnir stórstjörnur á einni nóttu og spiluðu um allt land í kjölfarið. En það dugði ekki og því var haldið út til Liverpool og spilað á sjálfum Caven-klúbbnum þar sem fyrirmyndirnar urðu til. Stefn- an var sett á heimsyfirráð. Enn var leitað í viskubrunn Bítlanna og ákveðið að fram- leiða kvikmynd. Kom hún út árið 1966 og hét á íslensku Sveitaball en á ensku Um- barumbama. Hljómsveitin gekk þá undir nafninu Thor’s Hammer, sterk vísun í sögu- lega arfleið, og spilaði nokkur af sínum helstu lögum á ensku í myndinni enda var hún hugs- uð fyrir breskan markað. Upp- tökurnar haustið 1965 voru teknar upp í hljóðveri EMI á vegum Parlophone, sem einnig gaf út Bítlaplöturnar. En Umb- arumbama floppaði allharka- lega og Íslendingar höfðu ekki einu sinni áhuga á að sjá hana í kvikmyndahúsi. Við hljómsveitina bættist söngkonan Shady Owens sem gaf henni alþjóðlegan blæ og tilboð bárust frá hermönnum frá Keflavíkurstöðinni um að fljúga vestur um haf til að spila víðs vegar í sjálfri Ameríku en einhvern veginn raungerðist það aldrei. Fyrsta hljómplat- an kom svo út árið 1967 en þá höfðu Hljómamenn misst trúna á „meikinu“ og ákváðu að einbeita sér að Íslandsmarkaði. Hljómar, sem hættu árið 1969, náðu þó vissri erlendri frægð löngu síðar því á tíunda áratug síðustu aldar upp- götvuðu plötusafnarar Thor’s Hammer og rauk Umb- arumbama-platan upp í verði. Aldrei Partísveitin og flippgeltirnir í Stuðmönnum eru á sama tíma jafn íslenskir og lambakjöt en einnig með útlandaþrá sem varað hefur frá því að sveitin var stofnuð á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrsta plata þeirra ber þess greinilega merki en hún innihélt tvö lög, Honey Will You Marry Me? og Whoops-Scoobie-Doobie frá árinu 1974. Árið 1982 komu Stuðmenn og Grýlurnar fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu sem var þýdd sem On Top fyrir erlendan markað. Útlendingum þótti hins vegar ekki mikið til hennar koma og í L.A. Times stóð að myndin fjallaði um „íslenska furðufugla í skrýtnum fötum.“ Verslunarfulltrúi kínverska alþýðulýðveldisins sá myndina og bauð Stuðmönnum og Ragnhildi Gísladóttur út en þau komu þá fram undir heitinu Strax og sungu á ensku. Strax fór til Kína vorið 1986 og hélt fjórtán tónleika og var gerð heimildamynd um þá ferð, Strax í Kína. Hljómsveitin var þá meðal allra fyrstu vestrænu sveitunum sem komu fram í kommúnistaríkinu. Síðan þá hafa Stuðmenn margsinnis leitað út fyrir landsteinana, til dæmis með tónleikum í Royal Albert Hall í London árið 2005 og Djass fílharmóníusalnum í Sankti Pétursborg ári síðar, en þá passað sig á því að ofmetnast ekki og sungið á hinu ylhýra móðurmáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.