Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 15. júní 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Við erum líklega að taka HM aðeins of langt Þ á er heimsmeistaramótið í knattspyrnu loksins skollið á. Ég og eflaust meirihluti þjóðarinnar eigum það sameiginlegt að geta vart á heil- um okkur tekið af eftirvæntingu fyrir fyrsta leik Íslands. Það gildir þó ekki um alla því ég á nokkra ættingja og vini sem hafa engan áhuga á fótbolta eða þátttöku Ís- lands á HM. Hugur minn er hjá þessum ástvinum mínum því ljóst er að síðustu vikur hafa verið óbærilegar og næstu vikur verða miklu verri. Íslenskir fjölmiðlar eru að ganga ansi langt í umfjöllun sinni um HM. Það er skiljanlegt í ljósi þess að þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt og alls óvíst að íslenska liðið taki aftur þátt á þessu stærsta sviði íþróttanna. Við hljótum því að mega fara yfir um svona einu sinni og líklega taka fæstir eftir því enda virðist meirihluti þjóðarinnar við það að sturlast. Vandinn við að flytja fréttir af HM-ævintýri Íslands er að finna eitthvað nýtt. Allar fréttir af erlend- um miðlum þar sem einhver hrósar Íslandi eru étnar upp umsvifalaust á öllum miðlum. Her fréttamanna fylgir íslenska liðinu við hvert fót- mál og hefur flutt áhugaverðar fréttir af baráttu landsliðsmanna í borðtennis, skákáhuga aðstoðar- manns landsliðsins, hörmulegs kvikmyndasmekks aðalmark- varðarins og svo mætti lengi telja. Ákveðinn hápunktur átti sér stað þegar vinur minn, Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, birti frétt þar sem hann tók saman hæð og þyngd allra íslensku landsliðs- mannanna. Sú frétt fékk að sjálf- sögðu metlestur og varð til þess að við erum alvarlega að íhuga að birta þessar upplýsingar fyrir allar þátttökuþjóðir og reikna út BMI- -stuðla landanna. Það var því hægara sagt en gert að finna eitthvað nýtt og ferskt efni í helgarblað vikunnar. Lendingin varð því sú að taka saman spá- dóma nokkurra knattspyrnuspek- inga, athuga hvort brúðkaupum væri frestað í hrönnum vegna keppninnar auk þess sem ykkar einlægur tók viðtal við ítalskan háskólakennara sem fullyrðir að hann hafi séð velgengni íslenska liðsins fyrir árið 2013. Já, líklega erum við að taka þetta of langt. En hvað um það. Fram undan er þjóðhátíð og hennar skulum við njóta, sama hvernig fer á vellinum. Þar býst ég við hinu besta en er andlega tilbúinn undir hið versta. Áfram Ísland! n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sjálfstætt sveitarfélag? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er frægur fyrir að mynda sér skoðanir á fólki með því að kanna hvað því líkar við á samfélagsmiðlum. Vill hann til dæmis aldrei ræða við Sigurjón M. Egilsson vegna þess að honum líkaði færsla sem Bjarna líkaði ekki. Ef forsendur Bjarna eru notaðar þá má sjá að einn ráðherra í ríkis stjórninni er fylgj- andi því að Grafarvogur segi sig úr Reykjavík og verði sjálf- stætt sveitar félag. Það er Guð- laugur Þór Þórðarson, utanríkis- ráðherra og íbúi í Grafarvogi. Grafarvogur yrði 18 þúsund manna sveitarfélag, hið fimmta stærsta á landinu, og yrði án efa í höndum Sjálfstæðismanna um ókomna framtíð. Hættan yrði hins vegar sú að Reykjavík yrði í höndum vinstrimanna um ókomna framtíð ef sjálfstæðis- vígið klýfur sig frá. Gremja í Grafarvoginum Það ríkir talsverð gremja hjá mörgum í Grafarvoginum vegna nýja, eða uppfærða, meirihlutans í borginni. Sam- kvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar er Sjálfstæðis- flokkurinn mun sterkari í Grafarvogi en flokkarnir sem mynda nú meirihlutann í borginni. Er því hægt að full- yrða að ef íbúar Grafarvogs hefðu fengið að ráða væri Eyþór Arnalds borgarstjóri með Vig- dísi Hauksdóttur sem forseta borgarstjórnar. Til að kóróna gremjuna ákvað meirihlutinn, þriðja skiptið í röð, að kynna samstarfið í Breiðholti. Árið 2010 var meirihluti Besta flokks og Samfylkingar kynntur í Æsufellinu, 2014 var það í El- liðaárdalnum og nú síðast við Breiðholtslaug. Ef Sjálf- stæðismenn ná borginni eftir fjögur ár þá verður þrýstingur á hann að kynna meirihlutann í Spönginni, Egilshöll eða á Geldinganesi. L úpínan er öflug land- græðsluplanta og hefur kosti sem slík. Hins vegar hef- ur ofnotkun og skefjalaus útbreiðsla í nafni skógræktar og landgræðslu víða útrýmt berja- lyngi og fínlegum blómgróðri. Líf- fræðilegur fjölbreytileiki tapast og eftir stendur einhæf lúpínubreiða. Sífellt fleiri sveitarfélög skera nú upp herör gegn lúpínu en oft með litlum árangri enda vandaverk að eyða plöntunni án þess að drepa allan annan gróður. Segja má að allt sé reynt til að hamla útbreiðslu hennar – á Dalvík, í Fjarðabyggð, Hrísey, Húsavík, Hveragerði, Ísa- fjarðarbæ, Mosfellsbæ, Reykja- vík, Skagaströnd, Stykkishólmi, Vogastapa – listinn er lengri. Vís- indamenn hafa kynnt tillögur um útrýmingu plöntunnar og jafn- vel Landgræðsla ríkisins er hætt að nota lúpínu sem landgræðslu- jurt nema á stór- um samfelldum rofsvæð- um. Það er þess vegna tímaskekkja að enn skuli menn leyfa sér að dreifa þessari ágengu plöntu á hálendinu og á friðlýstum svæðum. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hervirki gegn náttúru landsins.“ V ið hjónin höfum sinnt, síðan 1986, 15 hektara skika í Mörk á landi sem Landgræðsla ríkisins á. Þar höfum við notið útiveru og náttúrunnar í ríkum mæli langt frá ys og þys borgarinnar, en líka lagt mikla vinnu í landgræðslu, skógrækt og girðingarvinnu. Land þetta er furðu margbreyti- legt, sums staðar graslendi frá fornu fari en annars staðar eru sendin svæði frá því er allt blés upp á þessum slóðum þar til Landgræðslan fór að spyrna við fótum. Hvað sem við sáð- um ár eftir ár á þessum sandflákum þá greri aldrei. En einn góð- an veðurdag fyrir um 15 árum fengum við lúpínu hjá Landgræðslunni sem stakk upp á að við þektum þessa „auðnir“ með lúpínu innan um birkiplöntur sem við gróðursett- um um leið. Og viti menn, þá tók landið stökkbreyting- um til hins betra. Ég er því hlynntur lúpínunni EN – með stóru stóru „enni“: ÞAÐ MÁ EKKI SLAPPA AF. Það þarf að gefa sér tíma til að halda henni í skefjum á vorin, STÝRA útbreiðslunni!“ Þór Jakobsson, veðurfræðingur Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur og fyrrv. ráðherra MEÐ OG Á MÓTI LÚPÍNA MEÐ Á MÓTI Spurning vikunnar Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu? „Hann fer 0-0“ Gunnlaugur Gunnarsson „1-1 og Gylfi skorar“ Unnur Hólmfríður Sigurðardóttir „Við vinnum hann! 1-0“ Anna Karlsdóttir „1-1, Aron Einar skorar fyrir Ísland“ Halldór Emilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.