Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 68
68 FÓLK 15. júní 2018 Fræga fólkið og ástamálin Sumarið er tíminn segir í texta Bubba og á meðan sumrið tendrar ástina í hjörtun sumra para, þá ákveða önnur að láta gott heita og halda hvort sína leið. „Við teljum áfram árin á aðeins öðrum forsendum en áður“ Gunnar Bragi Sveinsson, for- maður þingflokks Miðflokks- ins og fyrrverandi ráðherra, átti stórafmæli nýlega, en hann varð fimmtugur 9. júní síð- astliðinn. Getgátur hafa ver- ið um að hann og fyrrverandi aðstoðarkona hans, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, væru par, en hvorugt hefur viljað gefa það upp opinberlega. Ljóst er af afmæliskveðju Sunnu til Gunnars að þau eru í sambandi: „Þessi allra besti félagi á afmæli í dag og er kominn á sextugsaldurinn! […] Kærast- inn mun byrja afmælisdaginn í brönsh á vel völdum stað […] Ég er svo frábærlega þakklát fyrir að hafa átt svona traust- an vin í mínu lífi í næstum ára- tug og við teljum áfram árin á aðeins öðrum forsendum en áður sem eru alls ekki síðri,“ skrifar Sunna meðal annars og skellir hjarta á kveðjuna. Ljóst er að óska má turtildúfunum opinberlega til hamingju með hvort annað og ástina. Sportleg og sæt saman Kristjana Arnars- dóttir, íþróttafrétta- kona á RÚV, og Haraldur Frank- lín Magnús, einn af okkar bestu kylfingu, eru eitt af nýjustu pörum landsins. Ný- lega voru þau saman í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu Kristjönu, þar sem haldið var upp á stórafmæli föður hennar, Arnars Björnssonar íþrótta- fréttamanns, en hann varð sextugur 22. maí síðastliðinn. Kristjana og Harald- ur eru sumarleg og sæt saman og deila saman áhuganum á íþróttum. Sigurvegari fann ástina að nýju Hanna Kristín Skaftadóttir, frumkvöðull og athafnakona, vakti athygli þjóðarinnar fyrir ári þegar hún sagði opinberlega frá heimilis- ofbeldi sem fyrrverandi maki hennar, Magnús Jónsson, hafði beitt hana, bæði hér heima og í Texas. Sagði Hanna Kristín að með því að stíga fram væri hún að hugsa um hag þeirra sem hafa verið eða kynu að verða beittir ofbeldi og að koma í veg fyrir ofbeldi. Hún vildi jafnframt vera fyrirmynd fyrir drengi sína og móðirin og kon- an sem léti svona ekki viðgangast. Málinu lauk með dómsátt þar sem ekki var hægt að kæra hér á landi fyrir ofbeldið erlendis. Hanna valdi að láta gjörðir Magnúsar ekki aftra henni frá að leyfa ástinni að banka upp á að nýju. Hún og Sindri Aron Viktorsson giftu sig í lok apríl síðastliðinn. Sindri, sem er sjö árum yngri en Hanna, er að ljúka doktorsverkefni í læknisfræði og er kominn með stöðu á skurð- læknasviði Dartmouth-Hitchcock-háskóla- sjúkrahúss í New Hampshire í Bandaríkjunum. Fjármálaráðherra stýrir brúðkaupi Það eru ekki allir sem fá sjálfan fjármálaráðherra landsins, Bjarna Bendiktsson, til að troða upp sem veislustjóri í brúðkaupi, en þegar maður er bróðir hans þá er bónin líklega sjálfsögð. Eldri bróðir Bjarna, Sveinn Benediktsson tölvunar- fræðingur, og doktor Helga Kristjánsdóttir hagfræðingur voru gefin saman í heilagt hjónaband þann 2. júní síðastliðinn af séra Sveini Valgeirssyni í Dómkirkjunni. Brúðkaupsveislan var haldin á Grand Hótel þar sem Ólafur Teitur Guðnason, að- stoðarmaður ferðamálaráðherra, sló í gegn sem plötusnúður með tónlist úr eigin safni. Að eigin sögn reyndi hann að finna „dágóðan skammt af rómantík í upplífgandi kantinum, alla vega ekki niðurdrepandi og svæfandi ballöður sem drægju allan þrótt úr partýinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.