Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 47
SPORT 4715. júní 2018
Betri
Svefn
JÁ, VIÐ GETUM UNNIÐ ARGENTÍNU!
n Spekingarnir spá í spilin n Hvað þarf íslenska landsliðið að gera til að vinna? n Hversu langt fer liðið í keppninni? n Hver verður markahæstur?
Eyjólfur Héðinsson
Leikmaður Stjörnunnar og fyrrv. landsliðsmaður
1. Ef þú mundir velja byrjunarliðið
gegn Argentínu, hvernig yrði það?
Að því gefnu að allir séu heilir, þá myndi ég
spila 4-4-1-1. Varnarlínan er nokkuð gefin,
en þó læt ég Ara byrja á kostnað Harðar
Björgvins. Ari hefur yfirleitt alltaf staðið sig
vel í landsleikjum, auk þess sem hann hefur
reynslu af því að spila á stórmóti og mér
finnst það vega þungt. Þegar landsliðið
hefur verið að spila hvað best, hafa Gylfi
og Aron verið að spila saman á miðjunni.
Sökum meiðsla þessara leikmanna, eru
þeir ekki í sínu besta standi og því mundi
mér finnast glapræði að stilla eingöngu
þeim tveimur saman á miðjunni. Ég myndi
því setja Birki Bjarnason á miðjuna með
Aroni og hafa Gylfa fyrir framan þá. Jóhann
Berg er svo að sjálfsögðu á hægri kantinum
og ég set Rúrik á þann vinstri. Þeir sinna
báðir varnarskyldunum mjög vel og þá eru
þeir öflugir í að bera boltann upp völlinn,
þegar við þurfum að létta á pressunni. Jón
Daði mun svo hlaupa úr sér lifur og lungu
á toppnum og þegar hann er búinn á því,
mun Alfreð leysa hann af. Hannes – Birkir
– Kári – Ragnar – Ari Jóhann – Aron – Birkir
– Rúrik – Gylfi – Jón Daði.
2. Getur Ísland unnið Argentínu og ef
svo er hvað þarf Ísland að gera til að
vinna? Já, Ísland getur að sjálfsögðu
unnið Argentínu. Til þess að það gerist er
mikilvægt að íslensku leikmennirnir komi
sem allra mest í veg fyrir að Lionel Messi
fái boltann. Hann skapar allt í þessu
argentínska liði. Svo fáum við alltaf
okkar tækifæri. Við munum fá innköst,
aukaspyrnur og hornspyrnur og þar ætt-
um við að hafa ákveðna yfirburði, þegar
kemur að hæð og styrk.
3. Hvernig fer leikurinn gegn Argent-
ínu? 1-1. Lionel Messi mun annaðhvort
skora eða leggja upp mark Argentínu-
manna, en Ísland skorar sitt mark eftir
fast leikatriði.
4. Hver skorar fyrsta mark Íslands í
keppninni? Birkir Bjarnason.
5. Hver verður fyrstur til að fá gult
spjald hjá Íslandi? Kári Árnason.
6. Hver verður fyrsti Íslendingurinn til
að snerta boltann á mótinu? Jón Daði
Böðvarsson.
7. Hvað skorar Ísland mörg mörk í
riðlakeppninni og hver verður marka-
hæstur? Þrjú mörk. Birkir Bjarnason, Gylfi
og Alfreð munu sjá um markaskorun.
8. Hversu langt fer Ísland í keppninni?
16-liða úrslit.
Ingólfur Sigurðsson
Knattspyrnuþjálfari og fyrrv. atvinnumaður í knattspyrnu
1. Ef þú mundir velja byrjunarliðið gegn Argentínu, hvernig
yrði það? Hannes Þór yrði í marki og fjögurra manna varnarlína
yrði skipuð Birki Má, Kára, Ragnari og Herði Björgvini. Jóhann Berg
á hægri kanti og Birkir á þeim vinstri. Aron og Emil á miðjunni,
Gylfi Þór fyrir framan þá og Björn Bergmann uppi á topp.
2. Getur Ísland unnið Argentínu og ef svo er hvað þarf
Ísland að gera til að vinna? Ísland hefur auðvitað sýnt að liðið
getur unnið stórar þjóðir. Það verður mikil pressa á argentínska
liðinu. Ég held að lykilatriði á móti Argentínu sé að verjast í
lágpressu, með tvær þéttar línur, vegna þess að þeirra menn
og þá sérstaklega Messi, eiga erfiðara með að finna sér svæði á
milli varnar og miðju. Megináherslan hjá Íslandi verður eflaust
að þétta miðjuna, sem er hjarta liðsins, og beina þeim frekar út
á vængina. Við eigum að geta varist fyrirgjöfum á móti þessu
liði. Ef við getum staðist áhlaup þeirra og notað boltann skyn-
samlega þegar við fáum hann getum við vonandi unnið leikinn.
Ef Argentína situr til baka í þeirri von að fá okkur hærra upp
á völlinn, eins og Frakkar spiluðu gegn okkur í 8-liða úrslitum
EM, þá gæti endað illa. Það síðasta sem maður vill sjá er Messi í
skyndisókn á móti Íslandi.
3. Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu? Ég er hræddur um að
við töpum leiknum, 2-1.
4. Hver skorar fyrsta mark Íslands í keppninni? Jóhann Berg.
Hann kemur okkur yfir snemma leiks.
5. Hver verður fyrstur til að fá gult spjald hjá Íslandi? Birkir
Bjarnason.
6. Hver verður fyrsti Íslendingurinn til að snerta boltann á
mótinu? Gylfi Þór. Við munum vinna hlutkestið og Gylfi tekur miðjuna.
7. Hvað skorar Ísland mörg mörk í riðlakeppninni og hver
verður markahæstur? Ég spái því að við skorum tvö mörk og
það verði sitthvor markaskorarinn. Jóhann Berg í fyrsta leik og
síðan einhver annar gegn Nígeríu.
8. Hversu langt fer Ísland í keppninni? Við komumst ekki
upp úr riðlinum. Mér finnst betra að vera með vaðið fyrir neðan
mig þegar kemur að íslenska liðinu og tempra því niður allar
væntingar. Það hefur gefist vel hingað til og vonandi heldur það
áfram. Áfram Ísland!
Hallbera Guðný Gísladóttir
Leikmaður Vals og kvennalandsliðsins
1. Ef þú mundir velja byrjunarliðið gegn
Argentínu, hvernig yrði það? Hannes, Birkir
Már, Ragnar, Kári, Hörður, Gylfi, Birkir Bjarna, Jói
Berg á hægri og Rúrik á vinstri, Jón Daði í holunni
og Alfreð upp á topp.
2. Getur Ísland unnið Argentínu og ef svo
er hvað þarf Ísland að gera til að vinna? Já,
tæknilega séð geta þeir unnið en þá þurfa allir
íslensku leikmennirnir að eiga sinn allra besta leik
bæði varnar- og sóknarlega. Halda markinu hreinu
og reyna að pota inn einu marki úr föstu leikatriði eða
skyndisókn.
3. Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu?
Leikurinn fer 2-0 fyrir Argentínu, þori ekki
að vera of bjartsýn en vonast innst inni
eftir jafntefli.
4. Hver skorar fyrsta mark Ís-
lands í keppninni?Gylfi Sig skorar
fyrsta mark Íslands á HM!
5. Hver verður fyrstur til að fá gult spjald
hjá Íslandi?Birkir Már fær fyrsta gula spjaldið.
6. Hver verður fyrsti Íslendingurinn til að
snerta boltann á mótinu? Alfreð Finnboga mun
eiga fyrstu snertinguna.
7. Hvað skorar Ísland mörg mörk í riðlakeppn-
inni og hver verður markahæstur? Ísland skorar
tvö mörk í riðlakeppninni, Gylfi með eitt og Raggi
Sig með eitt.
8. Hversu langt fer Ísland í keppninni? Við
endum í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig,
sigur á Nígeríu og jafntefli við Króatíu. Því
miður nær Króatía í fimm stig og Argentína
í sjö.