Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 55
BLEIKT 5515. júní 2018 sem hún Bryndís Rut, vinkona mín, er fastagestur. Fyrir bestu kjúklinga- vængina er Wingstop númer 1, 2 og 3! En það er klárlega uppáhalds- skyndibitinn í Bandaríkjunum. Ef ég er að reyna að borða í holl- ari kantinum þá elska ég Tender Greens eða „poke bowl“, sem er klárlega einn af mínum uppá- haldsréttum, en það er sem sagt sushi í salatformi. Mæli klárlega með því! Síðan er líka „möst“ þegar þú kemur til Los Angeles að koma við á „taco truck“ og fá þér „al pastor tacos“ (svíns- rass). Mexíkóskur matur er klárlega vinsælastur hér enda mikið um mexíkóskan kúltúr í þessari borg. Korean BBQ er líka skemmtilegt, hlaðborðs- stemning og maður má borða eins mikið og maður vill, og maður eldar matinn sjálfur á borðinu sínu! Ég elska líka að elda heima og ég er með algjöra dellu fyrir einni matvöruverslun sem heitir Trader Joe’s. Sú búð sel- ur einungis sína eigin vöru- línu, hágæðavörur, lífrænar, GMO-lausar. Ég fer voða lítið „fancy“ út að borða sjálf en ef ég fer þá mæli ég með Catch LA, þú munt alltaf sjá einhvern frægan þar inni. BOA Steak- house í Beverly Hills er geggjað steikhús með besta sesarsalatið í bænum. Katana í Beverly Hills tek- ur besta sushiið og síðan elska ég TAO í Hollywood. Uppáhaldskaffihúsið mitt er Urth Café, það er mjög rólegur og „fancy“ kaffistaður. 85 Degrees Bakery er líka geggjað, það er asískt bakarí og kaffihús með endalaust úrval af girnilegum kökum og brauðum. Það minnir mig svolítið á íslensk bakarí en það er ekki mik- ið um bakarí eins og við þekkjum þau hér úti.“ Næturklúbbarnir eru sérhæfing Magneu Magnea vinnur á mörgum nætur- klúbbum við að fá fólk til að koma inn á staðina, svokallaður „host“ og á hún því auðvelt með að segja hvaða klúbbar eru vinsælastir: „Næturklúbbarnir eru svo örugg- lega mín aðalsérhæfing – ég er „host“ á mörgum klúbbum, sem felst í því að ég fæ fólk til að koma á klúbbinn og útvega því þá þjón- ustu sem það vill fyrir kvöldið og þess háttar, sel svo sem flöskuborð og tek prósentur af minni sölu, og þekki margt fólk í þeim bransa. Í Los Angeles eru allir vikudagar djamm- dagar, og á flestum skemmtistöð- unum er aðallega spilað hip-hop. 1OAK er bestur á fimmtudögum og laugardögum. Á mánudögum er gaman að fara á Ace of Diamond sem er klúbbur og strippklúbbur. Á sunnudögum á sumrin eru dag- partí mjög vinsæl, til dæmis á The Penthouse. Aðrir staðir sem vert er að nefna eru Hyde, Poppy og Warwick. Ég elska líka að kíkja á bari, ef maður er í stuði fyrir góða margarítu mæli ég með Cabo Cantina sem er mexíkóskur, svo má ég til með að nefna Taco Madera sem er vinsæll bar/ veitingastaður í West Hollywood. Svo er æði að kíkja á þakbarinn á W Hotel í drykk!“ Uber er klárlega málið þegar hún keyrir ekki um á lúxusbifreið Í stórborg eins og Los Angeles eru margs konar samgöngumátar í boði og Magnea er búin að prófa þá flesta og segir Uber vera þann besta. „Þegar ég var nýflutt til Los Angel- es þá ferðaðist ég með strætó. Al- menningssamgöngurnar hérna eru ekki upp á marga fiska en það hef- ur breyst aðeins til hins betra, fínt lestarkerfi til dæmis. Ef ég er ekki á bíl þá er Uber klárlega málið. Okkur vantar klárlega Uber á Íslandi. Í dag felst mín vinna í því að reka lúxusbílaleigu í Beverly Hills sem heitir Royal Exotic Car Rental. Ég vinn alla daga vikunnar, 24/7, þannig að ég keyri yfirleitt um á einum af vinnubílunum, en úrvalið hjá okkur hefur að geyma bíla eins og Lamborghini, Rolls Royce, Ferr- ari, Maybach, G Wagons, Bentley og fleiri sem ég hef til afnota, sem er náttúrlega bara skemmtilegt,“ segir Magnea og er líklegt að margir öf- undi hana af þeim farkostum. Magnea elskar að taka að sér hlutverk leiðsögumanns Það er ljóst að af nægu er að taka í Los Angeles fyrir ferðamann í borginni, en hvenær mælir Magnea með að borgin sé heim- sótt og hverju mælir hún með til af- þreyingar? „Besti tíminn til að upp- lifa borgina er á sumrin. Það getur orðið svolítið mikið heitt en ótrú- lega fallegt. Ef ég fæ gesti í heim- sókn þá er ég vanalega búin að plana vel fram í tímann það sem ég vil gera með fólki, en ég elska að bregða mér í hlut- verk leiðsögu- manns og sýna fólki um. Ég mæli með að tekinn sé heill dagur á Venice Beach og Santa Monica. Þá er hægt að byrja á að röltu um Venice og skoða, þar er Muscle Beach, hjóla- brettapallar, fjöldi búða og margt götulistafólk. Síðan að leigja hjól/ línuskauta/hlaupahjól/rafmagns- hjól og hjóla með fram ströndinni til Santa Monica. Þar er bryggjan fræga sem birtist í mörgum kvik- myndum og mjög gaman að ganga þar um. Rétt hjá er svo verslunar- gatan Third Street Promenade. Þar er aragrúi af flottum búðum, margir túristar, nóg af börum og veitinga- stöðum og heilmargt að gera fram eftir kvöldi. Svo mæli ég með heilum degi í Hollywood. Það er hægt að byrja daginn á að fara í „fjallgöngu“ eða „hike“ upp að Hollywood- -skiltinu. Fara síðan á Hollywood og Hig- hland gatnamótin þar sem stjörnugangstéttin er, vaxstyttusafnið og nóg af búðum og öðru í kring. Ef þú ert á bíl (ef ekki geturðu keypt miða í Starlines-rútu) geturðu keyrt Mulhol- land Drive og séð öll flottu húsin og útsýnið yfir alla borgina. Þaðan geturðu farið í Griffith Observatory-safnið og skoðað og lesið og lært. Síðan endað daginn á Hollywood og Highland aftur á staðnum Dave and Busters í bjór, borgara og leiktækjum. Á sunnudögum er gaman að ganga hjá Melrose og Fairfax. Ef þú ert mikið fyrir „street fashion“ og „custom made“ föt þá er það stað- urinn fyrir þig. Á sunnudögum er líka risastór markaður með heil- mikið af „vintage“-fötum. Þaðan er hægt að rölta í Bape-búðina, Round Two (sölu/skiptibúð fyrir dýrar vör- ur) Supreme-búðina, Cool Kicks (vinsælir og einstakir strigaskór) og Flight Club. Þaðan mæli ég með að farið sé á Rodeo Drive sem er vin- sæla verslunargatan með öllum dýru merkjabúðunum eins og Lou- is Vuitton, Gucci, Chanel, Versace, Saint Laurent og fleira. Ef þú ert að koma til Los Angeles til þess að versla mæli ég með Citadel Outlets. Það er risa „outlet“ með búðum eins og Armani, Nike, Adidas, Tommy Hil- figer, Coach og fleira. Stærsta versl- unarmiðstöðin í Los Angeles heit- ir síðan Westfield Topanga Mall í Calabasas (þar sem Kardashians og Drake búa). Ég elska mest að versla á fyrrnefndu Third Street Promenade ásamt Westfield-versl- unarmiðstöðvakeðjunni. Svo er gaman að fara í miðbæinn í San- tee Alley í „Fashion District“-inu. Það er stór og langur markaður með föt frá búðum eins og Fashion Nova, Pretty Little Things, Júník og Maníu. Hellingur af sólgleraugum, töskum og skóm. Skemmtilegir og áhugaverðir hlutir til að gera í Los Angeles að mínu mati eru að fara á línuskauta í World on Wheels, Pinch Bowling Alley í keilu á miðvikudögum ef þú vilt hitta rappara. Ef þig langar í kúltúrsjokk farðu á „Skid Row“ þar sem heimilislaust fólk hópast saman og býr í tjaldborgum (EKKI fara fótgangandi). Þá sérðu skýrt hvað við höfum það til dæmis gott á Íslandi, en þetta er ekki fyrir alla að sjá. Það eru asískar matvörubúð- ir úti um allt með mjög skrýtnum og skemmtilegum mat, til dæmis í Chinatown, Koreatown, Little Tokyo. Karókístaðirnir eru mjög skemmtilegir. Ef þú ert á bíl get- urðu keyrt með fram ströndinni og upp í Malibu, getur tekið „hike“ að „The Wisdom Tree,“ prófað Jewish Shabbat Meal á föstudögum og kynnst fleiri trúarbrögðum og fjöl- breyttari menningu þar í kring, þar sem það er nóg að læra og skoða.“ n geirsgötu 8 / s. 553 1500 Hamingja í hverri skeið Hádegistilboð breytilegt eftir dögum Hamborgarinn hjá In-n-Out Burger er svo sannarlega girnilegur. Á Catch LA má alltaf ganga að því vísu að sjá einhvern frægan. Útsýni yfir Los Angeles frá Mulholland Drive. Hin fræga Santa Monica-bryggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.