Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 23
FÓLK - VIÐTAL 2315. júní 2018 að búa til skili sér til neytenda en verði ekki eftir í fyrirtækjunum og renni í vasa eigendanna.“ Tökum tryggingamarkaðinn sem dæmi. Þar erum við að sjá hækkun á iðgjöldum langt um- fram verðbólgu og fyrirtækin skila methagnaði til hluthafa. Er þetta heilbrigður markaður í saman- burði við nágrannalönd okkar? „Á meðan markaðir eru lokaðir og erfitt að komast inn á þá þá get­ ur það orðið staðan. Ég ætla ekki sérstaklega að beina augunum að tryggingamarkaðinum en hann er klárlega dæmi um markað þar sem á sumum sviðum er ekki mikil samkeppni á milli fárra stórra inn­ lendra aðila. Það á við marga aðra markaði. Til lengri tíma er stóra verkefnið að opna þessa markaði og það er ýmislegt jákvætt að gerast í því,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tækniþróun sé að verða til þess markaðir opnist smám saman og auðveldara verði að komast inn á þá. „Netverslun skiptir máli og svo má nefna fjártæknifyrirtækin sem menn eru að tala um að geti haft í för með sér breytingar á ís­ lenskum fjármálamarkaði. Það er ýmislegt jákvætt sem við vonandi náum að nýta okkur, einmitt til að opna markaði hér og fjölga val­ kostunum. Það minnkar hættuna á að fáir stórir aðilar sitji einir að kökunni og það verði til það sem heitir í samkeppnisrétti þegjandi samhæfing á milli þeirra. Að þeir þurfi ekki að standa í samráði því samkeppnin sé of þægileg. Verk­ efnin til lengri tíma eru að opna markaði en til skemmri tíma að fást við þau vandamál sem koma upp í þessu litla umhverfi,“ segir Páll. Stjórnvöld eru alls ekki saklaus af því að búa til hindranir Mundirðu horfa til löggjafans varðandi það að opna landið bet- ur fyrir erlenda samkeppni, og fyrir erlenda markaði? „Það er einfaldlega stórt verk­ efni fyrir íslensk stjórnvöld að búa svo um hnútana að þetta geti orðið. Stjórnvöld eru alls ekki sak­ laus af því að búa til hindranir. Reglur búa oft til hindranir þó að ásetningurinn sé góður, það er verið að tryggja öryggi og alls kon­ ar aðra almannahagsmuni en í leiðinni er verið að gera erfiðara fyrir fyrirtæki að komast inn á markaðinn. Það þarf að passa upp á að stjórnvöld vinni með okkur í fækka slíkum hindrunum, reglu­ byrði og öðru slíku og svo líka beinum hindrunum eins og toll­ um og girðingum sem eru reistar til að vernda innlendar atvinnu­ greinar. Venjulega er það þannig að enginn græðir á því,“ segir Páll. Hann er meðvitaður um að slíkar aðgerðir geti verið sársauka­ fullar til skemmri tíma en til lengri tíma segir forstjórinn að slíkar að­ gerðir verði til þess að innlenda starfsemin styrkist. Hann bendir á grænmetismarkaðinn sem dæmi. „Þar voru miklar aðgangshindr­ anir en í kjölfar samráðsmáls sem var leyst úr af hendi samkeppn­ isyfirvalda þá ákváðu stjórnvöld að opna þennan markað fyrir er­ lendri samkeppni. Yfirvöld fóru í ákveðnar stuðningsaðgerðir við innlendu framleiðsluna, sem voru ekki aðgangshindrandi. Þetta var ábyggilega erfitt til að byrja með en það græddu allir á þessu á end­ anum. Framleiðendur þurftu að finna nýjar og betri aðferðir og þeir þurftu að standa sig betur. Neytendurnir fengu betri og ódýr­ ari vöru. Allir græddu, þar á meðal innlenda framleiðslan, innlendu atvinnurekendurnir,“ segir Páll. Bændur njóta góðs af samkeppni Talandi um matvæli. Nú er einn stærsti matvælaframleiðandi landsins undanþeginn samkeppn- islögum. Þekkist þetta erlendis eða erum við að finna upp hjólið? „Löggjafinn getur ákveðið að fara aðra leið en leið samkeppn­ innar. Það var gert í mjólkuriðnaði, þar sem sá markaður var undan­ þegin ákvæðum samkeppnislaga að hluta til, það er banni við ólög­ mætu samráði og síðan sam­ runareglunum. Lögin voru sett árið 2004 og upp úr því var heil­ mikil samþjöppun á markaðin­ um. Það varð til mjög stór aðili og við höfum alveg frá því að þetta var gert varað við þessu. Við höf­ um ekki getað séð að það yrði ein­ hver ávinningur af þessu, á meðan þeir sem tóku þessar ákvarðan­ ir, ábyggilega með góðum vilja, töldu að þetta væri spurning um almannahagsmuni. Frá sjónarhóli samkeppninnar þá var þetta ekki góð leið, einfaldlega vegna þess að þarna var kröftum samkeppn­ innar ýtt til hliðar.“ Páll bendir enn fremur á að þegar nýir aðilar hafa, oft með mikilli fyrirhöfn, komið inn á mjólkurmarkaðinn þá hafi það verið til hagsbóta fyrir neyt­ endur sem og bændur. „Samkeppni í mjólkuriðnaði vinnur ekki bara með neytendum heldur með bændunum líka. Þótt bændurnir eigi, í orði kveðnu að minnsta kosti, Mjólkursamsölurn­ ar, þá njóta þeir samkeppninnar þegar hún verður til,“ segir Páll. Hann segir það beinlínis hlut­ verk Samkeppniseftirlitsins að gagnrýna og beita sér kröftuglega gegn pólitískum ákvörðunum sem hamli samkeppni. „Við teljum að þarna hafi ekki verið farin rétt leið. Einföldu rökin fyrir þessari ákvörðun voru þau að það þyrfti að búa íslenskan markað undir er­ lenda samkeppni. Í okkar huga, ef við notum handboltalíkingu, þá er ekki skynsamlegt ef þú ætlar að standa þig vel á erlendum stór­ mótum að sameina allar hand­ boltadeildir íslenskra íþróttafélaga og búa til eitt öflug lið. Þá hættirðu að kunna að keppa og þá ertu síð­ ur líklegur til að standa þig vel í er­ lendri samkeppni,“ segir Páll. Stjórnvaldssektir skipta miklu máli Á dögunum lauk máli þar sem MS var dæmt til að greiða 440 milljóna króna sekt. Hverju skilar svona stjórnvaldssekt á fyrirtæki í einok- unarstöðu? „Dómurinn sem þú vísar til er héraðsdómur þannig að það mál á eflaust eftir að fara lengra og við sjáum hvernig því vindur fram. Héraðsdómur staðfesti þessa niðurstöðu okkar og þú spyrð hvort eitthvert gagn sé af þessu? Svarið er já. Einfaldlega vegna þess að hér eins og víðast hvar annars staðar þá hefur það orðið niðurstaðan að þó að sú leið sé kannski ekki fullkomin þá er það skilvirkasta leiðin sem menn þekkja, að beita fyrirtæki í svona málum stjórnvaldssektum. Það er vegna þess að þessar sektir skapa varnaðaráhrif, að minnsta kosti ef sektirnar eru nægilega háar, og í svona málum þá auðvitað skýrist staðan. Fyrirtæki vita að þarna er kominn þröskuldur sem þau mega ekki stíga yfir hafi þau ekki vitað það áður og það skýrist líka ýmislegt fyrir keppinautunum og þeim sem vilja koma inn á mark­ aðinn. Þeir sjá að þarna sé einhver á verðinum og það er einhver að passa upp á að reglurnar séu ekki brotnar og þar með er líklegra að þeir vilji koma inn á markaðinn. Svarið er því ótvírætt já, auðvitað skiptir það máli.“ Óheppilegt sjónarhorn forstjóra MS Forstjóri fyrirtækisins, Ari Edwald, hefur látið hafa eftir sér að þessi sekt myndi lenda á neytendum. Hvað finnst þér um það? „Þetta er mjög óheppi­ legt sjónar horn. Það er vont ef menn líta svo á að menn geti bara velt þessu yfir í verðlagið. Ef samkeppnin er mjög lítil, jafnvel einokunarstaða, þá getur þetta orðið staðan. Aðgerðir samkeppn­ isyfirvalda miða að því að búa til umhverfi þar sem aðrir koma inn á markaðinn og búa til samkeppni þannig að fyrirtæki geta ekki gert þetta síðar. Búa til umhverfi þar sem heilbrigð samkeppni ríkir og þegar fyrirtæki í slíku umhverfi verða fyrir samkeppnislagabrotum og stjórnvaldsbrotum þá munu þau ekki geta velt sektum út í verð­ lagið því það ríkir samkeppni. Það er auðvitað markmiðið með þessu öllu saman,“ segir Páll. Hann segist ekki geta fullyrt að það takist í öllum málum, að minnsta kosti ekki strax en til lengri tíma þá er hann viss um þetta valdi varnaðaráhrifum og smám saman skapist betra samkeppnis umhverfi. „Við sjá­ um það, sem betur fer, á mjög mörgum mörkuðum að það hefur orðið raunin. Við erum með frum­ kvöðla og öflugt fólk sem hefur séð tækifæri og með ærinni fyrir­ höfn þröngvað sér inn á markaði eins og lyfjamarkað, dagvöru, flug, fjarskipti, mjólk og svo gætum við haldið áfram að telja. Þetta fólk hefur rekið sig á hindranir, látið okkur vita, kvartað og þar með hafa samkeppnisyfirvöld feng­ ið tækifæri til þess að skoða mál­ ið ofan í kjölinn og það hafa orðið breytingar í framhaldinu. Smátt og smátt er þetta að færast í rétta átt,“ segir Páll. Ísland aftarlega á merinni varð- andi rétt fyrirtækja til skaðabóta Frumkvöðlar hafa kvartað yfir því að þegar þeir koma til ykkar þá sé of mikið að gera hjá ykkur, að þið séuð of lítil stofnun og að þið haf- ið ekki réttu reglugerðirnar til þess að vinna hratt í málunum. Vant- ar fjármagn inn í Samkeppnis- eftirlitið? „Þetta er langversta gagnrýnin sem við verðum fyrir vegna þess að við höfum svo mikinn skilning á henni. Það er augljóst að einstak­ lingar og lítil fyrirtæki sem hafa lagt fjármuni og skuldsett sig til þess að komast inn á markaði, verða fyrir hindrunum og vilja auðvitað fá úr­ lausn eins og skot. Því miður, og það er ekki séríslenskt, að þetta eru erfið mál í rannsókn. Gagna­ öflun getur oft verið torsótt og vinnsla málanna. Það eru eðlilega settar miklar kröfur um málsmeð­ ferð þannig að þetta einfaldlega tekur tíma,“ segir Páll. Hann segist harma að Samkeppniseftirlitið sé ekki alltaf í stöðu til þess að koma fyrirtækjum, sem verið er að brjóta á, til bjargar en stofnunin reyni að nýta málin til þess að það verði til almannaheillar til framtíðar. „Eitt af því sem skiptir heil­ miklu máli í þessu er að í Evrópu hafa menn verið að reyna að bæta möguleikann á að sækja skaða­ bætur í kjölfar samkeppnislaga­ brota. Það er eitthvað sem stjórn­ völd hér þurfa að kippa í liðinn, við höfum ekki tileinkað okkur þetta hér eins og önnur Evrópuríki. Við erum aftarlega á merinni,“ segir Páll. Hann segir að íslensk stjórn­ völd eigi eftir að innleiða nýjar reglur sem auðvelda fyrirtækjum að sækja skaðabætur. Slíkar regl­ ur voru innleiddar í Evrópusam­ bandslöndunum fyrir nokkrum árum og að við þurfum að bregð­ ast við með sama hætti. „Þetta er ekki komið í gegnum kerfið hjá okkur, því miður. Partur af þessari töf er að þessi innleiðing gengur hægt hjá okkur og svo getur verið að einhverjum tæknilegum spurn­ ingum sé ósvarað. En þetta horfir allt til betri vegar.“ Þurfa að vísa málum frá Páll ítrekar að hann hafi fullan skilning á því þegar fyrirtæki kvarta yfir Samkeppniseftirlitinu og finnst stofnunin svifasein. „Á því eru skýringar, bæði þessar að þetta eru flókin mál og svo líka hitt að við erum ekkert rosalega mörg. Sérstaklega þegar það er mikið af samrunamálum, sem við verð­ um að taka fram fyrir því þau eru rekin á lögbundnum frestum, þá erum við að ýta öðrum málum til hliðar og það hefur því miður verið þannig undanfarin misseri að við höfum þurft að forgangs­ raða og ekki tekið upp mál sem „Ef við lítum á okk- ur sem spítala at- vinnulífsins þá erum við endalaust að loka sjúkra- deildum, ekki bara á sumrin, sem er ekki gott. Það sem gerist þá er að fyrirtæki hætta að leita til okkar vegna þess að þau eru hætt að trúa að við tökum málin upp. Það er afleit staða. M Y N D IR H A N N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.