Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 43
Skagafjörður 15. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ HÓTEL TINDASTÓLL: Elsta hótel landsins er í stöðugri endurnýjun Hótel Tindastóll á sér stórmerka sögu en þetta elsta hótel landsins tók fyrst til starfa árið 1884. Upprunalega húsið var flutt til Íslands frá Noregi árið 1920 og er í dag eitt af 20 elstu timburhúsum landsins. Hótelrekstrinum var hætt árið 1970 en þá var húsið illa farið. Það var síðan endurgert á tíunda áratugnum og hótelreksturinn hófst að nýju árið 2000. Nú ver andi eig end ur Hót els Tinda­ stóls eru hjón in Selma Hjörv ars dótt ir og Tóm as H. Árdal en hótelið er nú rekið undir merkjum fyrirtækis þeirra, Arctic Hotels. Þau hjónin reka einnig sumarhótelið Miklagarð í húsnæði heimavistar Fjölbrautaskóla Norður­ lands vestra. Einnig reka þau gisti­ heimili undir nafninu Gistiheimilið Mikligarður. Þau hjónin hafa unnið að því undanfarin ár að koma gististöðunum sínum undir merki Vakans gæða­ stýringar og hafa nú fengið fyrst allra á Norðurlandi vestra þriggja stjörnu vottun fyrir Hótel Tindastól og tveggja stjörnu superior­vottun fyrir hótel Miklagarð. Stutt er í vottun fyrir gistiheimilið. Selma og Tómas tóku við rekstri Hótels Tindastóls árið 2012 og hafa síðan þá hægt og bítandi sett sinn svip á staðinn. „Við höfum gert ýmsar endur­ bætur, bjuggum til nýtt eldhús og færðum til og stækkuðum móttökuna. Við höfum líka endurnýjað rúm og innbú,“ segir Selma, en breytingarn­ ar og endurbæturnar hafa komið í áföngum. „Við reynum alltaf að gera eitthvað fyrir staðinn á hverju ári. Eitt árið skiptum við til dæmis um alla glugga í húsinu og þeir eru ekki fáir, alls 172. Það var einfalt rúðugler og þetta hélt hvorki vatni né vindum. Núna er tvöfalt gler í öllum gluggum en útliti er haldið upprunalegu þannig að gluggarnir virðast hafa einfalt gler þar sem lítið bil er á milli glerjanna.“ Hótel Tindastóll samanstendur af gamla húsinu og nýbyggingu sem bætt var við fyrir nokkrum árum. Gamla húsið tekur rúmlega 20 manns í gistingu og nýbyggingin annað eins. Heildar gistipláss er fyrir rúmlega 40 manns. Að sögn Selmu eru Íslendingar meirihluti gesta yfir vetrarmánuðina, gjarnan þá fólk í einhvers konar vinnuferðum. Erlendum ferðamönn­ um hefur samt fjölgað yfir veturinn og á sumrin eru þeir í yfirgnæfandi meirihluta. Nánari upplýsingar eru á vefsíð­ unni arctichotels.is. RÚNALIST Á STÓRHÓLI: Handverk, húsdýr, matvörur og fróðleikur Stórhóll í Lýtingsstaðahreppi, í um 20 kílómetra fjarlægð frá Varmahlíð, er staður sem verðugt er að skoða fyrir þá sem eiga leið um Skagafjörð í sumar. Þar bíður ferðalanga margvísleg upplifun, meðal annars galleríið Rúnalist, þar sem er til sýnis og sölu margvíslegt handverk úr náttúruefnum. Handverkskonan og bóndinn Sigríður H. Indriða­ dóttir ræður þar húsum, hún hefur fengist við handverk nánast alla ævi en sú starfsemi sem er undir nafni Rúnalistar hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Rúnalist framleiðir vörur úr nátt­ úrulegum hráefnum, leðurtöskur, selskapsveski, kortaveski, myntbuddur og leðurpunga úr hlýraroði, laxaroði, þorskroði, nílarkarfa og sauðskinni. Þá má nefna ungbarnaskó úr smá­ lambaskinni beint frá býli, hárskraut og barmnælur úr íslenskri ull og sauðaleðri, að ógleymdum mynd­ um úr hlýraroði, laxaroði, þorskroði, íslenskri ull og endurunnum, heima­ gerðum pappír. Matvörur beint frá býli Á Stórhóli er auk þess rekin merkileg sælkeraverslun með vörur beint frá býli og getur fólk jafnframt fengið að smakka afurðir hússins. Má þar nefna geitakjöt, lambakjöt og ærkjöt frá Stórhóli og nálægum bæjum. Einnig eru til sölu afurðir frá Holti og heið­ um sem framleiðir sveppi og sultur úr hráefnum úr Hallormsstaðaskógi, sveppir, sultur og fleira. Enn fremur er í boði ís frá býlinu Holtsel og margt fleira. Húsdýr og leiðsögn Húsadýraskoðun á staðnum gerir Stórhól að mjög fjölskylduvænum áningarstað. Hægt er að panta heimsókn á vefsíðunni runalist.is eða með því að hringja í 823­2441. Gegn vægu verði er þá veittur aðgangur að dýrunum og skemmtileg leiðsögn um galleríið þar sem meðal annars er sýnt hvernig íslenska ullin var unnin í gamla daga. Sjá nánar á heimasíðunni runalist. is og Facebook­síðunni Rúnalist Gall­ erí Stórhól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.