Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 18
18 15. júní 2018MENNING Þ egar talað er um bestu og farsælustu hljómsveitir landsins er hljómsveitin GusGus ofarlega í huga. GusGus hef­ ur verið starfrækt í yfir tvo áratugi og sent frá sér fjölda platna og smáskífna. Hljóðheimur hljómsveitarinnar eru mik­ ilfenglegur og hefur hún stimplað sig inn í hjörtu margra tónlistarunnenda úti um allan heim. Fram undan eru tvennir tón­ leikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem aðdá­ endur geta átt von á þverskurði frá bandinu eins og það hefur þróast frá og með plött­ unni Attention. Af því tilefni munu Urð­ ur Hákonardóttir og Högni Egilsson vera á meðal þeirra sem stíga á svið með sveitinni. Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, hefur verið meðlimur bandsins frá upphafi og hjarta hljómsveitarinnar. Guðni Einarsson settist niður með Bigga og ræddi við hann um tónlistina og hljómsveitarlífið. „Fyrsta spurning, hver voru þín fyrstu kynni af elektrónískri tónlist? „Vorið 1982, 13 ára og nýfermdur með fyrstu hljómtækin á heimilinu, byrjaði ég að kaupa plötur og fá lánaðar. Ég hafði náttúr­ lega heyrt útundan mér ýmislegt í útvarpinu og kveikt á, eins og til dæmis Souvenir með OMD og annað draumkennt frá þessum tíma, en ein fyrsta platan sem ég fékk lán­ aða frá eldri bróður vinar mins var Oxygen með Jean Michael Jarre. Síðan fannst mér Body Language með Queen það töff að ég keypti plötuna. Það hafði engin tónlist ver­ ið á mínu heimili fram að þessu þannig að þetta voru fyrstu lögin sem mótuðu á mér heilabörkinn. Það má kanski heyra þessi áhrif í flestu sem ég hef gert hingað til.“ Hvenær og hvernig varð GusGus til? Hver var undanfarinn? „Siggi Kinski og Stefán Árni voru að skrifa og framleiða stuttmyndina Nautn árið 1995, og höfðu ráðið ýmislegt tónlistar­ fólk til að leika í myndinni. Þar á meðal var Daníel Ágúst og varð það hugmynd milli hans og Sigga að gera plötu með öllu þessu tónlistarfólki, samhliða myndinni. Dan­ íel Ágúst hafði þá nýskilið við NýDönsk og hafði unnið með Bubbleflies á annarri plötu þeirra og vildi þaðan kanna betur raftónlist. Því þyrfti að fá einhvern inn til að hjálpa við það. Stefán Árni vissi af mér í hljómsveitinni T­World og stakk upp á því að þeir skoðuðu það. Það varð úr að ég og Maggi, sem vorum þá búnir að vinna í þrjú ár saman við rannsókn á lausklúbbatengdri raftónlist, enduðum í þessu samstarfi og má segja að við tveir og Daníel höfum fram­ leiðslustýrt fyrstu GusGus­plötunni, sem árið 1997 var síðan endurunnin í erlendu útgáfuna Polydistortion.“ Nú hefur GusGus verið lengi að. Hvernig hefur samstarfið verið milli hljómsveitar- meðlima allan þennan tíma? „Það hefur nú verið upp og ofan eins og alltaf þegar metnaðarfullt fólk mæt­ ist með ólíkar skoðanir og langanir. Þegar þetta byrjaði til dæmis árið 1995 þá var þetta varla hljómsveit heldur hópur af fólki sem gerði þessa stuttmynd og fyrstu plötuna sem aukaafurð með mismikilli metnaðar aðkomu. Enda kölluðum við okk­ ur fjöllistahóp á þessum tíma. Það var svo þegar 4AD sendi okkur fax í upphafi 1996 um að gefa þessa plötu út á heimsvísu og skrifa undir samning varðandi fleiri útgáf­ ur, sem níu manns úr hópnum ákváðu að verða hljómsveitin GusGus. Það kom þó í ljós við vinnslu á seinni plötunni að fólkið sem þarna var samankomið var með mjög ólíkar hugmyndir um hvers konar hljóm­ sveit og hvers konar tónlist þessi hópur stæði fyrir, enda kvarnaðist úr hóppnum á þessum tíma. Þegar svo Daníel ákvað að hætta líka árið 2000, var lítið eftir nema ég og Maggi Legó ásamt Stebba. Söngvara­ lausir framleiðendur. Urður kom þá inn sem aðalsöngvari og má þá segja að við yrð­ um alvöru hljómsveit, þar sem tónlistin var númer 1, 2 og 3. Þegar Urður hætti og Dan­ íel kom inn aftur 2008 héldum við áfram í svipaðri hugmyndafræði, en í teknógír sem hentaði nýjum tíma með Daníel.“ Hvaða hlutir/þættir heldurðu að séu á bak við velgengni GusGus? „Ég hef ekki hugmynd um það, en ég held að ég viti hvað hef­ ur haldið okkur svona langlífum. Það er metnaðurinn og þörfin á að gera eitthvað nýtt og spennandi í tónlist. Þá hefur þessi síbreytileiki hljómsveitameðlima þröngvað upp á okkur að endurskilgreina bandið með hverri nýrri plötu, og þannig, haldið viðfangsefninu fersku.“ Þegar þið semjið nýtt efni, hvern- ig er ferlið? „Það er nú upp og ofan, en oft­ ast er einhver leit að „sándi“ og nýjum hljómhrifum sem skilar af sér frekar einföldum skissum sem þó hafa eitthvað seiðandi, annaðhvort við tilfinninguna eða hrynjandann. Ef Daníel tengir við það, lendir kannski drögum af söng, þá rannsökum við það áfram saman og klárum.“ Hvað veitir þér helst innblástur þegar kemur að því að semja? „„Knobs baby“… Nei í alvöru, fyr­ ir mér er raftónlist fyrst og fremst leit að „sándi“, með hljóðgervlum, og hughrifum þeim tengdum. Þannig að ef ekkert sérstakt er í gangi, byrjar maður að tengja snúrur í „modular­ syntunum“, snúandi tökkum í leit að einhverju „sándi“ sem kallar tilbaka á þig, heimtar að fá fyrir sig meló­ díu. Þannig verða oftast til fyrstu skissurnar sem seinna fullklárast sem GusGus­lög. Margir tala um GusGus- -„sándið“. Hver er galdurinn á bak við það? „Ekki hugmynd. En það sem sameinar kannski flest lögin er leit að ákveðnum hughrifum í gegnum sambland af óreiðuflökti og taktfestni og hvernig misstór og seiðandi hljómastökk hræra upp í tilfinningum. Þannig að kannski er það meira hvernig lögin kveikja sambærileg hug­ rif frekar en að það sé eitthvert „sánd“ sem sameinar flest lög­ in okkar.“ Nú hafið þið spilað og túrað mikið í gegnum árin. Hvernig er lífið á túrum, tekur þetta á? Hvað er erfiðast og hvað er skemmtilegast? „Það tekur alltaf á að túra. Þótt það reyni ekki mikið á líkamlega, þá er þetta ótta­ legur óþæginda flækingur sem hentar illa heimakæru fólki. En það sem gerir þetta þó allt þess virði er að standa á sviðinu með Daníel og galdra saman þennan graut sem tónleik­ arnir okkar eru. Án þess að ég fari út í það tækni­ lega þá er uppsetningin á tónleikum þannig að hún endurskapar alltaf þessa leit og sköpun á þann hátt að við erum alltaf að gera lögin upp á nýtt og hvert skipti er ólíkt öllum öðrum.“ Þið eigið stóran aðdáendahóp úti um allan heim. Hvar er sá stærsti? Sá villtasti? „Það má segja að miðað við höfðatölu þá erum við stærstir í Póllandi en stærstu tónleikarnir eru í Rússlandi. En Þýskaland og Austur­Evrópulönd eru okkar helsta markaðssvæði ásamt Mexíkó. En sá villt­ asti er Bretinn. Það hafa einhver sérkenni­ leg partígen valist þar inn.“ Hvar finnst ykkur skemmtilegast að spila? Áttu þér uppáhaldstónleikastað? „Það er alltaf spennandi að spila eig­ in tónleika í höfuðborgunum. Berlín, Moskva, Varsjá og Reykjavík eru þar í efstu sætum. En varðandi stað þá fer ég nú yfirleitt að hálfgráta þegar ég er á þessum geggjuðu „live/dj“­klúbbum sem finnast í flestum alvöru borgum, því við höfum enga slíka hérna í Reykja­ vík. Sá nýjasti sem ég grét yfir var 900 manna staður í Lviv í Úkraínu sem var með vel staðsetta bari í tónleikasalnum og bæði stand­ og setusvæði á tveim­ ur hæðum. Það er nú orðið alveg ljóst að svona staður verður ekki til í Reykjavík nema með opinberum stuðningi. Verst að sá stuðningur er eyrnamerktur öðru.“ Hver er upp- áhaldsGusGus- -platan þín? „Það hefur alltaf verið sú nýjasta, þannig að Lies are more flexible er á toppnum sem stendur. Síðan finnst mér alltaf voða vænt um For­ ever.“ Hvað finnst þér um íslensku raftónlistarsen- una í dag? Eitthvað sem mætti betur fara? „Mér finnst hún frekar töff. Heilmikið í gangi og margt áhuga­ vert. Það mætti þó vera meira um „punk“­ og „new­wave“­áhrif finnst mér, en hversu sterkt senan er smituð af „92–94 in­ tellegent brakes“­ ­áhrifum er mér að skapi.“ n „Einhver sérkennileg partígen valist þar inn“ „Það tekur alltaf á að túra. Þótt það reyni ekki mikið á líkamlega, þá er þetta óttalegur óþæginda flækingur sem hentar illa heimakæru fólki. M Y N D H A N N A n Biggi veira fer yfir tónlistina og hljómsveitarlífið n Tvennir tónleikar fram undan hjá GusGus Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.