Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 10
10 15. júní 2018FRÉTTIR Viltu kaupa fasteign á spáni ? Hafðu samband / S. Jón Bjarni & Jónas 555 0366 Masa international býður þér í skoðunarferð til Costa blanCa í júní á 29.900 kr. þar seM drauMaeignina þína gæti Verið að finna hægt að tímasetja nákvæmlega hið meinta brot, þó svo að síma­ gögn móður þolanda hefðu leg­ ið fyrir. Einnig var ekki rannsak­ að frekar af hverju tíma skýrslur Aðalbergs vegna vinnu hans hjá lögreglu stemmdu ekki við síma­ gögnin. Fraus þegar hún hitti meintan ofbeldismann í Kringlunni Árið 2013 fékk Aðalbergur á sig þriðju kæruna vegna meints kyn­ ferðisbrots. Faðir Lovísu Sólar lagði þá fram kæru fyrir hennar hönd eftir að dóttir hans hafði greint honum frá hinum meintu brotum sem áttu að hafa átt sér stað inni á heimili Aðalbergs á árunum 2010 og 2011. Í samtali við blaðamann segir Lovísa Sól að henni hafi alltaf staðið stuggur af Aðalbergi. „Hann horfði alltaf mjög furðulega á mann sama hvort Jóhanna var heima eða ekki,“ segir Lovísa Sól. Hún segist aldrei hafa rætt hinu meintu brot við nokkurn mann, hvorki Kiönu né aðra vini eða aðstandendur, þar til hún brotnaði niður og sagði föð­ ur sínum frá. „Hann sagði við mig að ég mætti ekki segja frá þessu og að þetta væri allt í lagi, þetta væri bara eðlilegt,“ segir hún. Að hennar sögn fólust hin meintu brot í óvið­ eigandi augnagotum og snertingu auk þess sem hún fullyrðir að Að­ albergur hafi káfað á kynfærum hennar í nokkur skipti. Það tekur augljóslega á hana að ræða málið og hún er ná­ lægt því að beygja af. Hún sýn­ ir þó styrk við að halda jafnvægi sínu. „Eftir að þetta gerðist í fyrsta skiptið reyndi ég alltaf að fá Kíönu til að koma frekar heim til mín því ég vildi ekki vera á heimili þeirra. Ég fór samt alltaf aftur vegna þess að ég trúði að kannski myndi þetta ekki gerast aftur,“ segir hún. Vinátta hennar og Kiönu var sterk á þessum árum. „Við vorum bestu vinkonur, við vorum alltaf saman, við vorum hreinlega límd­ ar saman, ég vildi aldrei fara frá henni,“ segir Lovísa Sól. Hún segir að fréttaumfjöllun síð­ ustu vikna, þar sem Kiana Sif og Helga Elín hafa stigið fram og opn­ að sig um meint kynferðisbrot, hafi fengið mjög á hana. „Ég reyndi að sofa hjá kærastanum mínum eftir að þetta mál með Helgu og Kiönu kom upp í blöðunum og ég bara fór að gráta, ég gat það ekki,“ segir hún. Hún segist aðeins einu sinni hafa hitt Aðalberg eftir að kæran var lögð fram. „Ég hef einu sinni séð hann frá því að ég kærði hann, það var í Kringlunni. Ég bara fraus og gat ekki hreyft mig. Loks byrjaði ég bara að gráta og endaði á því að hlaupa út.“ Kæru Lovísu Sólar var vísað frá, rétt eins og kæru Helgu Elínar og Kiönu Sifjar. Það kom Lovísu Sól ekki á óvart. „Er það ekki bara Hélt lögreglustarfinu þrátt fyrir fangelsisdóm S taða Aðalbergs hefur verið umdeild innan lögreglunnar og hefur hann meðal annars fengið á sig dóm fyrir brot í starfi. Þann 31. mars árið 2005 var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot í starfi þegar hann stöðvaði bifhjól í Vesturbæn­ um með því að sveigja lögreglu­ bíl inn á gagnstæðan vegarhelm­ ing með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins lenti á bíln­ um og slasaðist. Hlaut hann 32 daga fangelsisdóm auk sektar­ greiðslu og greiðslu málskostnað­ ar. Hæstiréttur staðfesti sekt Að­ albergs en frestaði refsingu með skilorði til tveggja ára. Í málflutn­ ingi fyrir héraðsdómi sem og í skýrslu innra eftirlits kemur fram að Aðalbergur hafi logið við vinnslu málsins og fengið aðra lögregluþjóna til að vinna með sér í því að gefa upp rangar upplýsingar við vinnslu málsins og fyrir dómi. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu hjá lögreglunni. Ók fyrir bifhjól Samkvæmt dómnum voru málavextir þeir að lögreglan hafði, aðfaranótt 31. maí árið 2004, verið að leita að bifhjólamönnum sem ekið höfðu á miklum hraða í vesturbæ Reykja­ víkur og á Seltjarnarnesi. Aðalbergur tók þátt í leitinni á lögreglubíl en með honum í för var samstarfskona hans. Á Ægissíðu sá Aðalbergur hvar bifhjóli var ekið úr gagnstæðri átt og ákvað hann þá að sveigja lögreglubílnum yfir á þá akrein í veg fyrir hjólið með þeim afleiðingum að árekstur varð og bæði lögreglukonan og öku maður bifhjólsins, Páll Heiðar Halldórs­ son, slösuðust. Auk þess skemmdust bæði bíllinn og bifhjólið. Aðalbergur sagðist fyrir dómi hafa talið ökumann hjólsins vera þann sama og hann hafði séð keyra of hratt fyrr um nóttina. Hjól, galli og hjálmur ökumannsins hafi bent til þess. Til að stöðva hjólið, sem hafi verið á miklum hraða, hafi hann ákveðið að setja forgangsljósin á og sveigja inn á vegarhelminginn en hafa gætt þess að hjól­ ið kæmist fram hjá. Þegar ökumaður hjóls­ ins virtist ætla að fara fram hjá hafi hann fært bílinn enn lengra. Þegar bifhjólið var farið að riða hafi hann reynt að sveigja bílnum aftur á réttan helming. Hafi hjólið þá fallið og runnið fram hjá bílnum. Logið til um galla Samstarfskona Aðalbergs bar vitni og þar kom fram að hún hefði einnig skrifað undir skýrslu um umferðarlagabrot Páls utan vinnutíma en gat síðan ekki staðfest þau fyrir rétti þar sem hún hafði ekki séð meint um­ ferðarlagabrot. Þá kom fram að bíllinn var, samkvæmt svokölluðu tetrakerfi, ekki stað­ settur á sama stað og þau sögðust hafa verið á við hraðamælingar áður en áreksturinn varð. Hún sagði einnig að Páll hefði fallið og hjólið runnið fram hjá bílnum í kjölfarið. Annar lögreglumaður sem einnig tók þátt í aðgerðunum þessa nótt lýsti nákvæmlega tveimur hjólum, númerum, göllum og hjálm­ um ökumanna sem hann hafði séð í ofsakstri. Þegar hann var inntur eftir því hvernig hann hefði getað lagt þetta á minnið á nokkrum sekúndubrotum sagðist hann hafa séð Pál í gallanum á lögreglustöðinni eftir árekstur­ inn. Þá kom fram að gallinn hafði verið skil­ inn eftir á slysadeildinni og baðst lögreglu­ maðurinn þá afsökunar á rangri fullyrðingu. Páll sagði fyrir dómi að hann hefði séð lögreglubílinn seint á sínum vegarhelmingi, hann hefði verið á um 50 kílómetra hraða og reynt að hemla en það ekki dugað til því að lögreglubílnum hefði verið ekið framan á hjólið og síðan áfram. För eftir stuðara og dekk hafi sést á hjólinu. Kastaðist Páll yfir bíl­ inn og á götuna með þeim afleiðingum að hann tognaði á úlnlið, marðist á sköflungi og hefði haft verki og doða í handlegg, baki og höfði eftir það. Stórfellt gáleysi Komst dómari að þeirri niðurstöðu með fullri vissu að hjólið hafi komið framan á bílinn, af stöðu bílsins og hemlaförum að merkja, og að bíllinn hefði færst við áreksturinn. Þegar Aðalbergur hefði ekið í veg fyrir hjólið hefði ekki verið unnt að afstýra árekstrinum og Páll því settur í hættu. Með þessu stórfellda gá­ leysi hefði Aðalbergur ekki farið rétt að í að­ gerðum sínum í opinberu starfi og um leið brotið almenn hegningarlög og umferðarlög. Fékk hann 32 daga fangelsisdóm og var auk þess dæmdur til að greiða sekt, skaðabætur og sakarkostnað. Í frétt DV frá 1. apríl árið 2005 var sagt að bæði héraðsdómur og innra eftirlit lög­ reglunnar hefði sagt að Aðalbergur hefði log­ ið með frásögn sinni af atburðum. Honum var ekki vikið frá störfum þrátt fyrir þetta. Páll Heiðar var einnig dæmdur til sektargreiðslu fyrir ógætilegan akstur. Í dómi Hæstaréttar frá 10. nóvember sama ár var dómurinn yfir Aðalbergi skilyrtur til tveggja ára í ljósi þess að hann hafði ekki áður hlotið refsingu og að fyrir honum hafi vakað að stöðva ofsaakstur. Skaðabótakröfunni var einnig vísað frá. eðlilegt á Íslandi? Ég hafði engar væntingar af því að ég vissi svo sem að það myndi ekkert gerast þó að það yrði kært, það er bara þannig á Íslandi, það gerist ekkert í svona málum.“ Var aldrei leystur tímabundið frá störfum Þrátt fyrir að hafa verið kærður þrisvar fyrir meint kynferðisbrot gagnvart börnum var Aðalbergi aldrei vikið frá störfum hjá Lög­ reglunni á höfuðborgarsvæð­ inu meðan á rannsóknum mál­ ana stóð. Þegar kæra númer tvö lá á borði lögreglu hafði móðir Helgu Elínar samband við Ríkis­ lögreglustjóra til að fá svör við því af hverju Aðalbergi væri ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins stæði yfir svaraði ríkis­ lögreglustjóri á þann veg að hann hefði ekki nægilega góðan aðgang að gögnum málsins og gæti því ekki tekið afstöðu í málinu. Það er hlutverk ríkissaksóknara að láta ríkislögreglustjóra fá rannsóknar­ gögn um mál sem eru í vinnslu hjá þeim, en saksóknari taldi sig hafa haft samband við Lögreglu­ stjórann á höfuðborgarsvæðinu til þess að meta hvort ætti að leysa Aðalberg tímabundið frá störf­ um á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Engin niðurstaða fékkst í þetta mál og starfaði hann því áfram hjá Lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu á meðan málið var rannsakað. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.