Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 49
MENNING 4915. júní 2018 (þremur árum eftir að Skólarapp var komið í koll landans) og fór 14 ára gamall Þorvaldur Davíð Krist- jánsson á kostum í titilhlutverki söngglaða glæponsins sem flækist í kostulegt klíkustríð „gangstera“. Sýningin er byggð á samnefndum söngleik frá Alan Parker og hélt Baltasar að sjálfsögðu í þá hefð að hafa einungis börn og unglinga í hlutverkunum. Líflegir textar, grípandi lög, skemmtilegar sögu- breytingar og hresst samspil leik- aranna einkenndi þetta fína sviðs- verk. Svo má auðvitað ekki gleyma rjómabyssunum. Skuld Þjóðleikhússins Söngleikurinn Rent eftir Jonathan Larson var næst fyrir valinu, rétt fyrir aldamótin. Söngleikurinn er upp- haflega byggður á óp- erunni La Boheme eft- ir Puccini og fjallar um daglegt líf nokkurra vina í New York-borg, en vinirnir berjast í sameiningu við að eiga fyrir húsaleig- unni. Persónur verks- ins eru listamenn sem sækjast eftir frægð og frama, en þurfa á sama tíma að takast á við fátækt, sorgir og alnæmi, svo fátt eitt sé nefnt. Með helstu hlutverkin í sýningunni Skuld fóru Atli Rafn Sig- urðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ing- ólfsson, Björn Jörundur og Brynhildur Guðjónsdóttir. Kóngur í Kaupmannahöfn Baltas ar setti Hamlet upp á sviði í Þjóðleik hús inu haustið 1997 og varð sú sýn ing mjög um töluð og ekki síður umfangsmikil. Í kjöl farið fékk hann til boð frá Borg ar leik hús- inu í Óðinsvé um og Kon ung lega leik hús inu í Kaup manna höfn um að setja sýn ing una einnig upp þar. Að sýn ing unni í Óðinsvé um störf- uðu, auk Baltas ars, lit háíski leik- mynda- og bún inga hönnuður inn Vytautas Nar butas og Fil ipp ía Elís- dótt ir bún inga hönnuður, en þau sáu einnig um leik mynd og bún- inga í upp færsl unni í Þjóðleik- hús inu. Uppfærslan hlaut frábæra dóma og var danska pressan yfir sig hrifin. Það kom allt Leikgerð Baltasars Kormáks á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 26. febrúar 2004. Sýningin hlaut Grímuna, ís- lensku leiklistarverðlaunin, sem sýning ársins. Þeir Baltasar og Hallgrímur höfðu áður unnið saman að fyrstu kvikmynd Baltasars, 101 Reykjavík, fjórum árum áður en sú mynd er unn- in upp úr sam- nefndri skáld- sögu höf- undar- ins. Ibsen á yngri árum Pétur Gautur eða Peer Gynt, eins og verkið heitir á ensku, var Baltasar vel kunnugt. Sýning hans frá árinu 2007 var ekki í fyrsta sinn sem leikstjórinn spreytti sig á þessu öndvegisverki leik- húsbókmenntanna eftir frumkvöðulinn Henrik Ibsen. Baltasar tók einnig þátt í uppfær- slu Þjóðleikhússins á leikritinu árið 1991. Það var þá fyrsta verkefni hans með Þjóðleikhúsinu. Ætli það sé þá ekki bara beint á hvíta tjaldið með þetta næst? Bæði á sviði og í bíói Ívanov var fyrsta leikrit Tsjekhovs og var fyrst sett á svið árið 1887. Hilmir Snær Guðna- son fór með titilhlutverkið, hlut- verk hins lífsþreytta, hálffertuga Ívanovs og vandamál hans, sam- skipti við hitt kynið og komplexa. Konurnar í lífi hans léku Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Laufey Elíasdóttir. Aðrir leikarar í sýn- ingunni voru Ilmur Kristjáns- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Þess má einnig geta að sýningin í Þjóð- leikhúsinu var frumsýnd 2007 og var eins konar systurverkefni kvikmyndarinnar Brúðgumans sem byggir á sama verki og var kvikmynduð í Flatey á Breiðafirði, með sama leikhópi og listrænu stjórnendum, sumarið á undan. Sú mynd kom út snemma 2008 og var ein tekjuhæsta mynd Íslands þess árs. Sturluð fóstbræðrasaga Um miðja síðustu öld skrifaði Hall- dór Laxness Gerplu og sagði þar sögu þeirra fóstbræðra Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kol- brúnarskálds á nýjan hátt. Höf- undurinn lagðist í að afhelga hug- myndir okkar um söguöldina og hetjur hennar, en um leið blés hann nýju lífi í samband þjóðar- innar við bókmenntaarfinn. Þessi skáldsaga Halldórs hafði aldrei áður ratað á svið fyrr en árið 2010 þegar Baltasar tók að sér verkið fyr- ir Þjóðleikhúsið. Leikgerðina gerðu þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson leikari í samvinnu við leikhópinn. Með hlutverk fóst- bræðranna fóru Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. n ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja Baltasar Kormákur á sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.