Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 49
MENNING 4915. júní 2018 (þremur árum eftir að Skólarapp var komið í koll landans) og fór 14 ára gamall Þorvaldur Davíð Krist- jánsson á kostum í titilhlutverki söngglaða glæponsins sem flækist í kostulegt klíkustríð „gangstera“. Sýningin er byggð á samnefndum söngleik frá Alan Parker og hélt Baltasar að sjálfsögðu í þá hefð að hafa einungis börn og unglinga í hlutverkunum. Líflegir textar, grípandi lög, skemmtilegar sögu- breytingar og hresst samspil leik- aranna einkenndi þetta fína sviðs- verk. Svo má auðvitað ekki gleyma rjómabyssunum. Skuld Þjóðleikhússins Söngleikurinn Rent eftir Jonathan Larson var næst fyrir valinu, rétt fyrir aldamótin. Söngleikurinn er upp- haflega byggður á óp- erunni La Boheme eft- ir Puccini og fjallar um daglegt líf nokkurra vina í New York-borg, en vinirnir berjast í sameiningu við að eiga fyrir húsaleig- unni. Persónur verks- ins eru listamenn sem sækjast eftir frægð og frama, en þurfa á sama tíma að takast á við fátækt, sorgir og alnæmi, svo fátt eitt sé nefnt. Með helstu hlutverkin í sýningunni Skuld fóru Atli Rafn Sig- urðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ing- ólfsson, Björn Jörundur og Brynhildur Guðjónsdóttir. Kóngur í Kaupmannahöfn Baltas ar setti Hamlet upp á sviði í Þjóðleik hús inu haustið 1997 og varð sú sýn ing mjög um töluð og ekki síður umfangsmikil. Í kjöl farið fékk hann til boð frá Borg ar leik hús- inu í Óðinsvé um og Kon ung lega leik hús inu í Kaup manna höfn um að setja sýn ing una einnig upp þar. Að sýn ing unni í Óðinsvé um störf- uðu, auk Baltas ars, lit háíski leik- mynda- og bún inga hönnuður inn Vytautas Nar butas og Fil ipp ía Elís- dótt ir bún inga hönnuður, en þau sáu einnig um leik mynd og bún- inga í upp færsl unni í Þjóðleik- hús inu. Uppfærslan hlaut frábæra dóma og var danska pressan yfir sig hrifin. Það kom allt Leikgerð Baltasars Kormáks á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 26. febrúar 2004. Sýningin hlaut Grímuna, ís- lensku leiklistarverðlaunin, sem sýning ársins. Þeir Baltasar og Hallgrímur höfðu áður unnið saman að fyrstu kvikmynd Baltasars, 101 Reykjavík, fjórum árum áður en sú mynd er unn- in upp úr sam- nefndri skáld- sögu höf- undar- ins. Ibsen á yngri árum Pétur Gautur eða Peer Gynt, eins og verkið heitir á ensku, var Baltasar vel kunnugt. Sýning hans frá árinu 2007 var ekki í fyrsta sinn sem leikstjórinn spreytti sig á þessu öndvegisverki leik- húsbókmenntanna eftir frumkvöðulinn Henrik Ibsen. Baltasar tók einnig þátt í uppfær- slu Þjóðleikhússins á leikritinu árið 1991. Það var þá fyrsta verkefni hans með Þjóðleikhúsinu. Ætli það sé þá ekki bara beint á hvíta tjaldið með þetta næst? Bæði á sviði og í bíói Ívanov var fyrsta leikrit Tsjekhovs og var fyrst sett á svið árið 1887. Hilmir Snær Guðna- son fór með titilhlutverkið, hlut- verk hins lífsþreytta, hálffertuga Ívanovs og vandamál hans, sam- skipti við hitt kynið og komplexa. Konurnar í lífi hans léku Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Laufey Elíasdóttir. Aðrir leikarar í sýn- ingunni voru Ilmur Kristjáns- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólaf- ía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Þess má einnig geta að sýningin í Þjóð- leikhúsinu var frumsýnd 2007 og var eins konar systurverkefni kvikmyndarinnar Brúðgumans sem byggir á sama verki og var kvikmynduð í Flatey á Breiðafirði, með sama leikhópi og listrænu stjórnendum, sumarið á undan. Sú mynd kom út snemma 2008 og var ein tekjuhæsta mynd Íslands þess árs. Sturluð fóstbræðrasaga Um miðja síðustu öld skrifaði Hall- dór Laxness Gerplu og sagði þar sögu þeirra fóstbræðra Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kol- brúnarskálds á nýjan hátt. Höf- undurinn lagðist í að afhelga hug- myndir okkar um söguöldina og hetjur hennar, en um leið blés hann nýju lífi í samband þjóðar- innar við bókmenntaarfinn. Þessi skáldsaga Halldórs hafði aldrei áður ratað á svið fyrr en árið 2010 þegar Baltasar tók að sér verkið fyr- ir Þjóðleikhúsið. Leikgerðina gerðu þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson leikari í samvinnu við leikhópinn. Með hlutverk fóst- bræðranna fóru Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. n ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja Baltasar Kormákur á sviði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.