Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 63
TÍMAVÉLIN 6315. júní 2018 Gylfaflöt 6 - 8 LOKUM 20. JÚLÍ HLÖKKUM TIL AÐ TAKA Á MÓTI YKKUR 14. ÁGÚST AÐ GYLFAFLÖT 6-8 VEGNA FLUTNINGA Á botninum Sveitin Botnleðja breytti íslensku tónlistarlífi þegar hún sigr- aði í Músíktilraunum árið 1995 með sínu ofur hressa og næfa pönki. Fyrir hýruna tóku þeir upp frumburðinn Drullumall á aðeins 24 stúdíótímum en síðan tók alvaran við. Ári síðar þegar þeir voru að taka upp sína aðra plötu römbuðu meðlimir bresku rokkhljómsveitarinnar Blur inn á tónleika hjá þeim og hrifust af. Í kjölfarið buðu Damon Albarn og félagar Botnleðju að hita upp fyrir þá í Laugardalshöllinni og gekk það svo vel að Hafnfirðingunum þremur var boðið á túr um Bretland. Þetta var slegið, heimsfrægðin var handan við hornið. Botnleðja tók beinþýðinguna á þetta og tók upp nafnið Silt á Blur-túrnum og Harald- ur sagði að eftir á hafi það verið mistök. Þeir fengu góðar viðtökur og vilyrði fyrir plötu- samning við Island Records en hann kom aldrei. Urðu þeir að láta sér duga samning við norskt fyrirtæki og túr um hina köldu firði þar í landi. „Við byrjuðum í þessu á algjörlega vitlausum enda. Við höfðum aldrei spilað utan Ís- lands áður en þarna fórum við í túr með einu stærsta bandi Bretlands og það var upp- selt á öll gigg. Þetta var absúrd,“ sagði Haraldur Gíslason trymbill í viðtali við DV í nóv- ember síðastliðnum. Önnur atlagan að „meiki“ kom í gegnum Eurovison árið 2003 en Botnleðja hafnaði þá í öðru sæti íslensku sjónvarpskeppninnar. Haraldur og félagi hans, Heiðar Örn Krist- jánsson, náðu hins vegar til umheimsins í annarri tilraun, en þá með leikskólabandinu Pollapönki sem vakti mikla athygli í Eurovision árið 2014 og var síðasta íslenska fram- lagið til að komast upp úr undanriðli. Næfurþunnt Úr hugarheimi Einars Bárðarsonar spratt stúlknasveitin Nylon árið 2004 og nafnið eitt og sér gaf til kynna að landhelgi Íslands átti ekki að verða endimörk frægðar- innar. Ekki reyndist erfitt að tryggja sér vinsældir innanlands og fljótlega vildu allar ungar stúlkur verða Klara, Alma, Camilla eða Emilía. Fyrstu tvö árin fóru í að leggja grunninn hér heima, með hverju topplistalaginu á fætur öðru, bók og DVD-safni. Þegar lagið Losing a Friend birtist á breska vinsældalistanum í júlí árið 2006 kom það fæstum á óvart. Hinar íslensku Spice Girls voru fæddar. En síðan hófst biðin langa því önnur lög sem sveitin gaf út náðu ekki í gegn. Árið 2007 kvarnaðist úr Nylon þegar Emilía kvaddi sveitina fyrir hið rólega líf en mögulega hefur hún séð að „meikið“ var ekki að ganga upp. Engar frekari plötur komu út og árið 2008 lagðist hljóm- sveitin í dvala. Eftir þriggja ára svefn kom sveitin endurnærð til baka en þá undir nýju nafni, The Charlies, og með nýja töffaraímynd. Eins og rjúpa við staur rembdist The Charlies í fjögur ár en gaf ekki út neina breiðskífu og árið 2015 var dauði hljómsveitarinnar staðfestur. Óheppnir Sumarið 1997 kom fram sjóðheitt band frá Hvols- velli sem bar heitið Land og synir með vísun í þekkta skáldsögu Indriða G. Þor- steinssonar. Lag þeirra Vöðvastæltur sat á toppi ís- lenska listans í margar vik- ur um sumarið og haustið og hljómsveitin fylgdi vel- gengninni eftir. Samkvæmt heimildum DV heyrðu ball- gestir í Miðgarði í Skagafirði hljómsveitina spila Vöðva- stæltur samanlagt sjö sinn- um sama kvöldið. Árið eftir fylgdu þeir vin- sældunum eftir og gáfu út plötuna Alveg eins og þú við miklar vinsældir en svo ákváðu Hreimur Heimis- son og félagar að láta taka sig alvarlega. Platan Herbergi 313 var að hluta tekin upp í Dan- mörku og horfið var frá hinu glaða og ungæðislega íslenska sveita- ballapoppi. Nú skyldi herja í vík- ing og hljóðritaðar voru enskar útgáfur af lögunum. Sunnlendingarnir komust í kynni við Jive Jones, bandarísk- an framleiðanda sem staðsettur var hér á landi. Hann hreifst af og haustið 2000 var Hreimur send- ur til Bandaríkjanna á fundi við stórbokka úr upptökubransan- um. Árið 2001 fór hljómsveitin til New York eftir að hafa spilað á þorrablóti í Miami og skrifað var undir sex plötu samning. Fyrsta platan var tekin upp en aldrei gef- in út og skömmu eftir það logn- aðist sveitin út af. Land og synir hefur starfað með hléum síðan og meðal annars spilað í Fær eyjum árið 2006. „Við vorum eigin- lega bara mjög óheppnir,“ sagði Hreimur um „meikið“ í viðtali við Vísi árið 2010. Barðir niður Árið 1988 kom hljómsveit með því undarlega nafni Sálin hans Jóns míns fram á sjónarsviðið og átti eftir að verða óumdeildir konungar hins íslenska sveitaballapopps, krúna sem þeir halda enn nítján plötum seinna. Á einhvern hátt náðu þeir að klastra saman enn furðulegra nafni þegar þeir ætluðu sér að „meika“ það árið 1991, Beaten Bishops sem sumir töldu vísun í sjálfsfróun. Þetta ár áttu Biskuparnir börðu tvö lög á kynningarsafnplötunni Icebreakers, sem innihélt íslenska úrvalstónlist með enskum textum. Þetta voru Follow My Footsteps (Eltu mig uppi) og Where’s My Destiny (Hvar er draumurinn). Eftir það var haldið í víking til Skandinavíu og tróð sveitin upp í Danmörku, Noregi og Svíþjóð árin 1991 og 1992. En ljóst var að ekki einu sinni náfrændur okkar kunnu að meta Sálina jafn vel og Íslendingar og var því ákveðið að halda sig við að troðfylla Ýdali og Njálsbúð hvert sumar í staðinn. En „meikdraumurinn“ dó aldrei og árið 2012 voru Biskuparnir særðir upp fyrir tón- leika á Spot í Kópavogi, sömu helgi og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var haldin. Var það gert í þeirri von að erlendir uppþefarar myndu ramba inn og uppgötva snilldina en svo varð auðvitað ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.