Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 68
68 FÓLK 15. júní 2018 Fræga fólkið og ástamálin Sumarið er tíminn segir í texta Bubba og á meðan sumrið tendrar ástina í hjörtun sumra para, þá ákveða önnur að láta gott heita og halda hvort sína leið. „Við teljum áfram árin á aðeins öðrum forsendum en áður“ Gunnar Bragi Sveinsson, for- maður þingflokks Miðflokks- ins og fyrrverandi ráðherra, átti stórafmæli nýlega, en hann varð fimmtugur 9. júní síð- astliðinn. Getgátur hafa ver- ið um að hann og fyrrverandi aðstoðarkona hans, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, væru par, en hvorugt hefur viljað gefa það upp opinberlega. Ljóst er af afmæliskveðju Sunnu til Gunnars að þau eru í sambandi: „Þessi allra besti félagi á afmæli í dag og er kominn á sextugsaldurinn! […] Kærast- inn mun byrja afmælisdaginn í brönsh á vel völdum stað […] Ég er svo frábærlega þakklát fyrir að hafa átt svona traust- an vin í mínu lífi í næstum ára- tug og við teljum áfram árin á aðeins öðrum forsendum en áður sem eru alls ekki síðri,“ skrifar Sunna meðal annars og skellir hjarta á kveðjuna. Ljóst er að óska má turtildúfunum opinberlega til hamingju með hvort annað og ástina. Sportleg og sæt saman Kristjana Arnars- dóttir, íþróttafrétta- kona á RÚV, og Haraldur Frank- lín Magnús, einn af okkar bestu kylfingu, eru eitt af nýjustu pörum landsins. Ný- lega voru þau saman í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu Kristjönu, þar sem haldið var upp á stórafmæli föður hennar, Arnars Björnssonar íþrótta- fréttamanns, en hann varð sextugur 22. maí síðastliðinn. Kristjana og Harald- ur eru sumarleg og sæt saman og deila saman áhuganum á íþróttum. Sigurvegari fann ástina að nýju Hanna Kristín Skaftadóttir, frumkvöðull og athafnakona, vakti athygli þjóðarinnar fyrir ári þegar hún sagði opinberlega frá heimilis- ofbeldi sem fyrrverandi maki hennar, Magnús Jónsson, hafði beitt hana, bæði hér heima og í Texas. Sagði Hanna Kristín að með því að stíga fram væri hún að hugsa um hag þeirra sem hafa verið eða kynu að verða beittir ofbeldi og að koma í veg fyrir ofbeldi. Hún vildi jafnframt vera fyrirmynd fyrir drengi sína og móðirin og kon- an sem léti svona ekki viðgangast. Málinu lauk með dómsátt þar sem ekki var hægt að kæra hér á landi fyrir ofbeldið erlendis. Hanna valdi að láta gjörðir Magnúsar ekki aftra henni frá að leyfa ástinni að banka upp á að nýju. Hún og Sindri Aron Viktorsson giftu sig í lok apríl síðastliðinn. Sindri, sem er sjö árum yngri en Hanna, er að ljúka doktorsverkefni í læknisfræði og er kominn með stöðu á skurð- læknasviði Dartmouth-Hitchcock-háskóla- sjúkrahúss í New Hampshire í Bandaríkjunum. Fjármálaráðherra stýrir brúðkaupi Það eru ekki allir sem fá sjálfan fjármálaráðherra landsins, Bjarna Bendiktsson, til að troða upp sem veislustjóri í brúðkaupi, en þegar maður er bróðir hans þá er bónin líklega sjálfsögð. Eldri bróðir Bjarna, Sveinn Benediktsson tölvunar- fræðingur, og doktor Helga Kristjánsdóttir hagfræðingur voru gefin saman í heilagt hjónaband þann 2. júní síðastliðinn af séra Sveini Valgeirssyni í Dómkirkjunni. Brúðkaupsveislan var haldin á Grand Hótel þar sem Ólafur Teitur Guðnason, að- stoðarmaður ferðamálaráðherra, sló í gegn sem plötusnúður með tónlist úr eigin safni. Að eigin sögn reyndi hann að finna „dágóðan skammt af rómantík í upplífgandi kantinum, alla vega ekki niðurdrepandi og svæfandi ballöður sem drægju allan þrótt úr partýinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.