Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 48
48 MENNING 15. júní 2018 B altasar Kormákur vakti fyrst athygli er hann hreppti hlutverk Rómeós í Shake­ speareverkinu Rómeó og Júlía. Fyrir marga upprennandi leik­ ara er það draumur mikill að spreyta sig á sviði í sígildu verki leikskálds­ ins. Svo sannarlega var slegist um hlutverkið þegar Þjóðleikhúsið setti upp Rómeó og Júlíu árið 1991. Það var Baltasar hreppti hnossið og má segja að síðan hafi leiðin legið upp á við. Nú hefur Baltasar lokið við sína tólftu kvikmynd, fimmtu svo­ nefndu Hollywood­mynd sína, og siglir næst í för með Hugh Jackman við tökur á kvikmyndinni The Good Spy. Áður en Baltasar varð fyrstur íslenskra manna til þess að kalla sig leikstjóra stórmynda á Hollywood­ ­markaðnum, hóf hann feril sinn sem leikstjóri sviðssýninga. Það sem síður er rætt í dag er innkoma Baltasars á svið sem leikstjóri og til­ heyrandi hæfileikar fyrir söngleikj­ um og jafnvel barnasöngleikjum. Því er stórt spurt hvort eða hvenær maðurinn kvikmyndi eitt stykki söngleik eða hlaði í eina fjölskyldu­ mynd á komandi árum. Hvað leikstjóraferilinn á sviði varðar fór Baltasar yfir víðan völl og setti meðal annars á svið ýmis stór­ virki klassískra leikbókmennta eft­ ir Shakespeare, John Ford, Ibsen og Tsjekhov. Skoðum nánar þær slóðir sem leikstjórinn hefur fetað. Upp á hár Söngleikurinn Hárið var frumraun Baltasars Kormáks sem leikstjóra í atvinnuleikhúsi. Þetta var árið 1994 og sá Baltasar einnig um framleiðslu og leikgerð sýningar­ innar ásamt Davíð Þór Jónssyni. Þetta var umfangsmikil uppsetning, stútfull af flottum leikurum og komu kringum áttatíu manns nálægt undirbúningnum á einhvern hátt. Sýningin hlaut góðar undirtekt­ ir áhorfenda og fengu þeir Baltasar og Davíð Þór að leika sér talsvert að hráefninu. Aukin áhersla var lögð á slæmar afleiðingar sýrunotkunar frá því sem áður var og þótti það gríðar­ lega djarft af okkar mönnum. Lifi Rocky Þessi frægi og lostafulli söngleikur hefur lengi verið vinsælt viðfangsefni hjá leikhúsum og muna sjálfsagt margir eftir sýningunni sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum árið 1995. Leikhópurinn þá var ekk­ ert slakari en sá sem hefur prýtt Borg­ arleikhúsið á þessu ári, en á þessum tíma fór Helgi Björnsson með túlk­ un Frank­N­Furters, Björn Jörundur Friðbjörnsson lék Riff Raff og Hilm­ ir Snær Guðnason og Valgerður Guðnadóttir léku Brad og Janet. Enginn latur á þessum bæ Uppsetning Baltasars á Áfram Lati­ bær frá Magnúsi Scheving trekkti að sér ófáar fjölskyldurnar og lifði lengi á myndbandi. Bækur Magnúsar voru orðnar stórvinsælar og vöru­ merkið sem stuðlar að hollari lífs­ stíl var komið á gott skrið. Uppsetn­ ingin hitti beint í mark hjá börnum með andrúmslofti, hljóðbrellum og leikmyndum í stíl við lifandi teikni­ mynd, eins og Latibær á að vera. Scheving lék sínar bestu listir sem Íþróttaálfurinn í fyrsta sinn, þótt söngröddina hafi vissulega mátt slípa, en Sigurjón Kjartansson átti sögulega túlkun sem Maggi mjói og hitti Selma Björnsdóttir í mark sem upprunalega útgáfa Sollu stirðu. Leiksýningin var frumsýnd vet­ urinn 1996 í Loftkastalanum sæll­ ar minningar. Nokkrum árum síð­ ar var frumsýnt framhaldsleikritið Glanni glæpur í Latabæ í Þjóðleik­ húsinu (og svo enn síðar sýningin Latibær, árið 2014) en Baltasar kom hvergi að þeirri sýningu. Hins vegar hafði hann ekki sagt skil­ ið við söngleikjageirann eða fjöl­ skylduhópana. Genginn í skrípó Það var ríkjandi tímabil á Íslandi þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Jónasson gekk undir nafn­ inu Skari skrípó, töframaður með þekkingu á sprelli og skrautlegri sviðsframkomu. Sýning þeirra Baltasars í Loftkastalanum var vel sótt og Skari skrípó fór að birtast víða. Þeir Óskar unnu síðar saman að spennumyndinni Reykjavík­ ­Rotterdam sem kom út 2008, en leikstjórinn lét sjálfur vaða í bandaríska, stjörnum prýdda endurgerð á þeirri mynd, aðeins fjórum árum síðar. Unglingar í glæponagír Þessi geysilega metnaðarfulla og líf­ lega sýning var afhjúpuð árið 1998 LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Baltasar Kormákur á sviði n Hóf leikstjóraferilinn með söngleik n Stökkpallur íslenska Hollywood-leikstjórans M Y N D R V K S TU D IO S Aðsókn á Hollywood- myndir Baltasars Everest (2015) Kostnaður: 55 milljónir Aðsókn á heimsvísu: $203,4 milljónir 2 Guns (2013) Kostnaður: 61 milljón Aðsókn á heimsvísu: $132 milljónir Contraband (2012) Kostnaður: 25 milljónir Aðsókn á heimsvísu: $96 milljónir Adrift (2018) Kostnaður: 35 milljónir Aðsókn á heimsvísu: 25 milljónir Inhale (2010) Kostnaður: 10 milljónir Aðsókn á heimsvísu: 56 þúsund dalir Kvikmyndir Baltasars á Íslandi eftir aðsókn Mýrin (2006) – 84.445 Hafið (2002) 57.626 Brúðguminn (2008) 55.300 Djúpið (2012) 50.280 Eiðurinn (2017) 47.492 101 Reykjavík (2000) 26.902 A Little Trip to Heaven (2005) 15.461 Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.