Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 38
Árið 2018 reyndist umtalsvert frábrugðið því sem margir spáðu – hagvöxtur var ívið meiri með heilbrigðari samsetn- ingu og viðskiptaafgangur hélst verulega jákværður. En þegar líða tók á á árið seig á ógæfuhliðina á öðrum vígstöðvum og hefur til að mynda ekki verið um fleiri hóp- uppsagnir að ræða síðan 2009. Að sama skapi vakti athygli að upp- sagnir voru dreifðar á flutninga, fiskvinnslu og iðnaðarframleiðslu og einskorðast því ekki við flug- geirann eins og fréttaflutningur virðist helst bera með sér. Það gefur til kynna ákveðin varúðarmerki en vinnumarkaður var þó farinn að markast af ákveðinni spennu þar sem atvinnuleysi var orðið sögulega mjög lágt og líklega undir náttúru- legu atvinnuleysi. Heilt yfir er staða Íslands góð og þó svo að blikur séu enn á lofti þá er staða hagkerfis, heimila og fyrir- tækja sterk í grunninn. En þrátt fyrir ágæta stöðu þá var árið 2018 ekki gjöfult á eignamörkuðum. Veiking krónunnar á haustmánuðum smit- aði hratt yfir í verðlag og endaði verðbólgan í 3,7% sem er mesta árlega hækkun verðlags frá árinu 2013 en þá var verðbólgan 4,2%. Krónan hefur tekið að styrkjast aftur á seinustu vikum ársins, enda má rekja hraða veikingu hennar á haustmánuðum til hræðslu- ástands vegna reksturs flugfélag- anna og aukins hita í kjarabaráttu, og nær verðlag mögulega jafnvægi í kjölfarið á styrkingunni. En þessi aukning í verðbólgu varð til þess að raunávöxtun á innlánsreikningum og óverðtryggðum skuldabréfum varð slöpp og sigurvegarar ársins urðu verðtryggð ríkisskuldabréf (annað árið í röð!). Litið á dreifð eignasöfn þá var heildarávöxtun verðbréfa á fjármálamarkaði mæld með Markaðsvísitölu GAMMA 3,8% að nafnvirði sem er 0% raun- ávöxtun. Hlutabréfamarkaður veldur vonbrigðum þriðja árið í röð en skuldabréf, sérstaklega þau verð- tryggðu, halda ávöxtun uppi ásamt vel völdum erlendum fjárfestingum. Sterkari undirstöður Heillavænlegt reyndist fyrir íslenska fjárfesta að kaupa gjaldeyri í byrjun árs og fjárfesta erlendis en síðan sneru markaðir erlendis við og skiluðu flestallir neikvæðri ávöxtun þegar upp var staðið, til dæmis var ávöxtun bandarísku vísitölunnar S&P500 -7% og þýsku vísitölunnar DAX -18%, japönsku vísitölunnar Nikkei -12% og heildarvísitölu skuldabréfa -1,4% (heimsvísitala skuldabréfa samsett úr 24 löndum). Það skiptir því höfuðmáli að skoða vel í hverju er fjárfest erlendis og fara yfir eignadreifingu og val á gjald- miðlum þegar fjárfestingarákvarð- anir eru teknar. Erlendir markaðir bjóða upp á úrval fjárfestingarkosta og enn meiri tækifæri til áhættu- dreifingar en sá innlendi og því er mikilvægt að skoða vel skuldabréf, sérhæfðar fjárfestingar og lánasjóði. Ljóst er að mikil breyting hefur orðið á íslensku hagkerfi með til- komu ferðaþjónustunnar og eru undirstöður íslensks efnahagslífs mun breiðari, og um leið sterkari, en áður hefur verið. Með tilkomu svo stórrar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar hefur nú íslenskt hagkerfi snúið í það að vera með jákvæða erlenda stöðu, þ.e. meiri eignir erlendis en skuldir. Þetta tvennt – stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar og jákvæð erlend staða – hefur breytt jafnvægisraun- gengi landsins og gert það sterkara en áður hefur verið. Til stuðnings við gengið er líka stór gjaldeyris- varaforði ásamt áframhaldandi jákvæðum viðskiptaafgangi. Þetta leiðir jafnframt af sér að jafnvægis- raunvextir landsins eru lægri en þeir voru áður enda hafa raunvextir lækkað umtalsvert á árinu 2018 og voru í árslok í kringum 1,4% á löngum verðtryggðum ríkisskulda- bréfum. Raunvaxtastig til skemmri tíma er hins vegar komið niður í 1% og lækkar úr 2% frá árinu 2017 og vekur athygli að þessi lækkun vaxta hafi ekki skilað sér meira í eigna- verð. Sér í lagi er það athyglisvert að þetta lága grunnvaxtastig skilar sér að litlu leyti til heimila og fyrirtækja sem þurfa enn að fjármagna sig á raunvöxtum á bilinu 3-4% (horft til fastra raunvaxta en ekki breytilegra) sem þýðir þá að niðurstaðan sé sú að áhættuálag á útgefendur á Íslandi hefur verið að hækka. Stærsta óvissumálið En áhættuálagið er líklega ekki að aukast bara vegna áhættu; enn eru hér innflæðishöft og framboð láns- fjár hefur heldur dregist saman vegna ýmissa samverkandi þátta. Þó má nú loks gera ráð fyrir því að árið 2019 verði innflæðishöftum að fullu aflétt og búið að leysa úr aflands krónustafla sem var hér enn til staðar. Það eru því ástæður til bjartsýni en stærsta óvissumálið er sem fyrr úrlausn kjarasamninga og því er beðið eftir niðurstöðu í þeim málum en markaðir verðleggja inn átök og neikvæða niðurstöðu. Góð lending í kjarasamningum myndi því að öllum líkindum vera mjög jákvæð fyrir eignaverð sem og á atvinnustig og vaxtastig til heimila og fyrirtækja. Fjármálamarkaðir í þunglyndi  Valdimar Ármann forstjóri GAMMA Hjalti Halldórsson er eig-andi og framkvæmda-stjóri útflutnings-fyrirtækisins Bacco Seaproducts en fyrir- tækið sérhæfir sig í að selja og koma fiskafurðum til heildsala erlendis og kaupir flestar tegundir fisks frá fisk- vinnslum og útgerðum um land allt. Hver eru þín helstu áhugamál? Hestamennska og hrossarækt er það sem gefur mér kraft og dregur hugann frá amstri dagsins, en við konan mín og yngri sonur eigum nokkra hesta. Ég reyni að komast í eina eða tvær hestaferðir á ári í góðum félagsskap. Ég var mikið í íþróttum hér áður fyrr, en fylgist meira með þeim núorðið. Þá reyni ég að komast á einn leik á Englandi á ári og stefni nú að því að skreppa til Birmingham og sjá frænda minn spila með Aston Villa fyrir vorið. Fer svo á hverju ári í einn laxveiðitúr í Laxá í Aðaldal. Fjölskyldan hefði eflaust nefnt vinnuna sem áhuga- mál þar sem ég ver mestum tím- anum, en ég hef mætt miklum skiln- ingi heima fyrir varðandi vinnuna og ferðalög sem henni tengjast. Hvernig er morgunrútínan þín? Fer í góða sturtu, fæ mér eitthvað létt með kaffibollanum og renni yfir blöðin. Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Er að klára bókina Eftirlýstur sem er um Bandaríkjamanninn Bill Browder sem stofnar fjárfestinga- sjóð í Rússlandi og lendir í ýmsum hremmingum. Síðan eru nokkrar sem bíða á náttborðinu, m.a. síðasta bók Ólafs Jóhanns. Ef þú þyrftir velja allt annan starfsvettvang, hver yrði fyrir valinu? Ég mundi ekki velja mér annan starfsvettvang en gerði klárlega ein- hverja hluti öðruvísi ef ég lít til baka, reynslunni ríkari. Hvað er það áhugaverðasta við það að starfa í atvinnugreininni? Krafturinn og dýnamíkin er mikil í sjávarútvegi og nýjar áskor- anir koma upp reglulega sem takast þarf á við. Sjávarútvegur hefur tekið gífurlegum breytingum frá því að ég hóf störf í greininni og miklar fram- farir hafa orðið í allri virðiskeðjunni allt frá veiðum, búnaði og vinnslu- tækni til sölu- og markaðssetningar. Fiskur verði æ meira seldur á netinu Svipmynd Hjalti Halldórsson Hjalti Halldórsson, framkvæmdastjóri Bacco Seaproducts. MYND/SIGTRYGGUR ARI Helstu drættir Nám: Viðskiptafræðingur frá HÍ 1991 Störf: Hef starfað við sjávarútveg meira og minna frá 1993, fyrst í sex ár hjá Fiskiðjusamlagi Húsa­ víkur. Síðan vann ég hjá stóru sænsku fyrirtæki sem gerði út skip frá Rússlandi og Litháen auk þess að vera með starfsemi í öðrum löndum. Árið 2004 keyptum við, ég og viðskiptafélagi minn, Fish­ products Iceland út úr sænska fyrirtækinu og höfum við rekið það síðan. Fishproducts Iceland selur sjávarafurðir frá Rússlandi og fjárfesti einnig í rússneskum sjávar­ útvegsfyrirtækjum. Auk þess sit ég í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Fjölskylduhagir: Er giftur Petrínu Sigurðardóttur viðskiptafræðingi og við eigum fjögur börn og tvö barnabörn. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Að skapa traust og trúverðugleika er eitt af því mikilvægasta sem ég tekst á við en við eigum viðskipti með mikil verðmæti í sjávarútvegin- um og því er mikilvægt að birgjar og viðskiptavinir beri traust til okkar. Í starfi mínu er mikilvægt að láta fólk- ið í kring um sig njóta sín sem best og leyfa því að taka sem flestar ákvarð- anir en auðvitað geri ég miklar kröfur bæði til mín og annarra. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Mikil samþjöppun hefur orðið á smásölumörkuðum erlendis sem við þurfum að aðlaga okkar starf- semi að. Eðlilegt er að sams konar þróun verði í íslenskum sjávarút- vegi og eitthvað sem menn verða að horfast í augu við. Því tel ég mikil- vægt að til staðar séu öflug sölu- og markaðsfyrirtæki sem tryggja að þær hágæðaafurðir sem unnar eru á Íslandi skili sér í hillur verslana á okkar helstu markaðssvæðum. Einnig má nefna að útganga Breta úr Evrópusambandinu er auðvitað áhyggjuefni og mikilvægt fyrir Íslendinga að halda vel utan um hagsmuni sína enda Bretland einn af stærstu mörkuðum fyrir ferskar og frystar íslenskar þorskafurðir. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í atvinnugreininni á komandi árum og í hverju felast helstu sóknartæki- færin? Ég er bjartsýnn á framtíðina þar sem eftirspurn eftir fiski fer vaxandi í heiminum og nýir markaðir eru að opnast með nýjum tækifærum. Markaðssetning á fiski á eftir að breytast og færast nær neytendum í gegnum verslun á netinu en það kallar aftur á nýja hugsun og að yngra fólk komi inn í greinina með nýjar hugmyndir. Mikil samþjöppun hefur orðið á smásölumörkuðum erlendis sem við þurfum að aðlaga okkar starfsemi að. Eðlilegt er að sams konar þróun verði í íslenskum sjávarút- vegi og eitthvað sem menn verða að horfast í augu við. Góð lending í kjarasamningum myndi því að öllum líkind- um vera mjög jákvæð fyrir eignaverð sem og á atvinnu- stig og vaxtastig til heimila og fyrirtækja. 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -7 2 D 8 2 1 F 7 -7 1 9 C 2 1 F 7 -7 0 6 0 2 1 F 7 -6 F 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.