Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 18-25 m/s á norðan- verðu landinu, hvassast á Ströndum og Tröllaskaga, en mun hægari syðra. Rigning á vestan- verðu landinu, en þurrt að kalla eystra. Styttir upp og kólnar á Vestfjörðum seint í kvöld. SJÁ SÍÐU 18 Myndataka í Gróttu Þessir ferðamenn voru hinir kátustu þegar ljósmyndari Fréttablaðsins rakst á þá á göngu við Gróttu. Börnunum var stillt upp til myndatöku en var greinilega nokkuð kalt. Á síðasta ári voru brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli um 2,3 milljónir talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FISKELDI Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkj­ unni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknar­ prests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvía­ eldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breið­ dæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða. Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Sam­ kvæmt fasteignaskrá er hlutur Hey­ dala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna mats­ verð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvars­ maður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækis­ ins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjár­ málahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmda­ stjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjöl­ miðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldis­ deilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breið­ dæla, sem Gunnlaugur veitir for­ mennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem lax­ eldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldis­ iðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. mikael@frettabladid.is Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða kvörtuðu í fyrra til þjóðkirkjunnar undan framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests í Heydölum. Hefur barist gegn sjókvíaeldi en á sjálfur hagsmuna að gæta í laxveiðihlunnindum í Breiðdalsá. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, sem kvartaði undan sóknarprestinum til þjóðkirkjunnar vildi ekki tjá sig um málið. Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum. SANDBLÁSTURSFILMUR Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning SVÍÞJÓÐ Í sveitarfélaginu Eda í Sví­ þjóð er jólatrjám sem íbúarnir hafa flutt á endurvinnslustöðvar að loknu hátíðahaldi komið fyrir í veiðivötnum í sveitarfélaginu. Á vef sænska ríkissjónvarpsins tekur Daniel Nilsson verkefnisstjóri fram að á jólatrjánum sé mikið barr og litlar greinar sem hrogn og  svil festist vel á. Þar með fjölgi fiskum í vötnunum. Söfnun grenitrjánna er liður í verkefni sem styrkt er af Evrópu­ sambandinu. Markmiðið er að auka ferðamennsku tengda veiðum. – ibs Jólatrjám hent í sænsk veiðivötn Nýtt líf jólatrjáa. NORDICPHOTOS/GETTY SKIPULAGSMÁL Minjastofnun hefur ákveðið að skyndifriða þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingar­ reits Lindarvatns á Landssímareit. Áður hafði stofnunin lagt til við Lilju Alfreðsdóttur mennta­ og menn­ ingarmálaráðherra að garðurinn eins og hann er skilgreindur í lóðaupp­ drætti og í daglegu tali er kallaður Fógetagarður yrði friðlýstur. Féllst ráðherrann á það. Sú friðlýsing nær ekki til fram­ kvæmdasvæðis fyrirhugaðs hótels. Minjastofnun telur hins vegar nauð­ synlegt að stækka friðlýsingarsvæðið þar sem ekki hafi fengist ásættanleg niðurstaða í viðræðum við fram­ kvæmdaraðila um inngang hótels­ ins. Leggst stofnunin alfarið gegn því að Víkurgarður verði notaður sem aðkomusvæði hótelsins. Skyndifriðunin tók gildi í gær og getur varað í allt að sex vikur. Á meðan hún varir eru allar fram­ kvæmdir á svæðinu óheimilar. Það kemur í hlut ráðherra að ákveða hvort friðlýsa skuli þennan hluta Víkurgarðs að fenginni tillögu Minja­ stofnunar. Miklar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu en aðila greinir á um hvort framkvæmdir nái inn í sjálfan kirkjugarðinn. Andstæðingar hótelbyggingarinn­ ar benda á að í austurhluta garðsins hafi verið grafin upp bein árið 2016 og 20 kistur með heillegum beina­ grindum fluttar á brott. – sar Skyndifriða Víkurgarð Frá mótmælafundi gegn fram- kvæmdunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -4 6 6 8 2 1 F 7 -4 5 2 C 2 1 F 7 -4 3 F 0 2 1 F 7 -4 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.