Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 4
SELTJARNARNESBÆR Íbúaþróun á Sel- tjarnarnesi á þessari öld er frábrugð- in þróun nágrannasveitarfélaganna. Á meðan fjölgar í öllum sveitarfélög- unum á svæðinu stendur Seltjarnar- nes í stað hvað varðar íbúaþróun á tímabilinu. Frá aldamótum fækkaði íbúum á Seltjarnarnesi til ársins 2013 þegar fjöldi íbúa náði lágmarki en hefur nú risið aftur og náð fyrra horfi. Hins vegar, þegar skoðaðar eru breytingar á samsetningu íbúanna á Seltjarnarnesi kemur í ljós á þessu tímabili að börnum fækkar nokkuð sem og íbúum á svokölluðum barn- eignaraldri eða á aldrinum 25 til 45 ára. Að sama skapi fjölgar ellilífeyris- þegum nokkuð á tímabilinu. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, segir skýringu þess að ekki hafi fjölgað í sveitar- félaginu á tímabilinu einfaldlega vera að land til nýbygginga í sveitarfélag- inu sé að mestu upp urið á meðan önnur sveitarfélög eigi enn land til uppbyggingar. Af þeim sökum hafi hin sveitarfélögin stækkað en Sel- tjarnarnes ekki. „Það hefur ekki verið mikið byggt á Seltjarnarnesi því við erum að miklu leyti búin með það land sem við getum byggt upp á,“ segir Ásgerður. „Hins vegar erum við nú að sjá fram á að geta byggt upp á nýjum reit sem hefur verið skilgreint iðnaðar- svæði. Þar mun byggjast upp á næstu árum. Við munum því sjá Seltjarnar- nes stækka upp í um 5.000 manns.“ Ásgerður segir að íbúar sveitar- félagsins séu ólíklegir til að flytjast burtu úr sveitarfélaginu sem sýni að þeir séu sáttir við þá þjónustu sem er veitt og að almenn sátt með búsetu skipti miklu máli. – sa Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Strefen-sprey-Lyfja-5x10.indd 1 03/10/2018 14:54 Börn 25 - 45 ára ✿ Aldurshópar á Nesinu Eldri en 67 ára 1400 1200 1000 800 600 400 200 12 65 10 08 13 45 11 79 39 8 67 6 n 2000 n 2018 Færri börn en fleiri eldri borgarar á Seltjarnarnesi frá aldamótum Við munum því sjá Seltjarnarnes stækka upp í um 5.000 manns. Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi VESTURBYGGРÍbúum í Vesturbyggð fækkaði um 26 á síðasta ári og eru í fyrsta skipti frá 2014 komnir undir eitt þúsund íbúa. Íbúar voru í upp- hafi þessa árs 998 talsins samkvæmt þjóðskrá. Í byrjun 2017 voru íbúar í Vestur- byggð, þar sem Bíldudalur og Pat- reksfjörður eru stærstu byggða- kjarnarnir, 1.030 og höfðu aldrei verið fleiri. Mikil uppgangur hefur verið í Vesturbyggð síðasta áratuginn. að mestu vegna uppgangs fiskeldis. Á meðan  minni sveitarfélög á Vest- fjörðum hafa mátt búa við fólks- fækkun á tímabilinu hefur staða Vesturbyggðar verið önnur. – sa  Íbúum fækkar í Vesturbyggð ÁRBORG  Fjölgun íbúa í Árborg á síðustu árum hefur verið afar mikil en á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað um 21 prósent. Á síðasta ári einu fjölgaði íbúum um nærri fimm hundruð og eru nú 9.486 talsins. Sveitarfélög í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins hafa stækkað mun hraðar á síðustu árum en sveitarfélögin innan þess og  er Árborg greinilega innan þess áhrifa- svæðis miðað við fjölgun íbúa á svæðinu. Margir hafa leitað í ódýrara húsnæði og flutt úr borginni í nær- liggjandi sveitarfélög. Haldi fram sem horfir mun Árborg rjúfa tíu þúsund íbúa múrinn í lok árs eða á fyrri helmingi 2020. – sa  Árborg að ná 10.000 íbúum 21% fólksfjölgun hefur orðið í Árborg á síðustu fimm árum. BYGGÐAÞRÓUN Fjölgun íbúa í Hafnar firði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafn- firðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarð- ar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, held- ur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Íbúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,6 prósent á síðasta ári. Mosfellsbær stækkar þrisvar sinnum hraðar en önnur sveitar- félög. Hafnfirðingum fjölgaði einungis um 1,3 prósent á sama tíma. Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ágúst Bjarni Garðarsson stjórn- málafræðingur . rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnar- fjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkr- ar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitar- félaganna sé of miklum takmörk- unum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stór- ar raflínur fari af mögulegum bygg- ingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðal- skipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjör- tímabilinu en jafnframt skynsam- lega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mos- fellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. sveinn@frettabladid.is 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -5 A 2 8 2 1 F 7 -5 8 E C 2 1 F 7 -5 7 B 0 2 1 F 7 -5 6 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.