Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 31
Auður segir að sem betur fer séu Íslendingar alltaf að verða betur meðvitaðir um náttúruvernd og umhverfismál. „Það er alltaf að aukast til hins betra,“ segir hún. „Sögulega höfum við yrkt landið og borið virðingu fyrir því og verið í ákveðnum tengslum við það. Margir íslenskir bændur hafa verið í fararbroddi í náttúruverndarmálum. Þar má til dæmis nefna Þjórsárver sem væru líklega komin undir uppistöðulón ef sveitarstjórnarfólk á svæðinu hefði ekki staðið á móti þeim fram- kvæmdum. Við erum hins vegar miklir umhverfissóðar og hræði- lega neyslufrek.“ Þegar Auður er spurð hvort áherslur stjórnmálamanna séu nógu miklar, svarar hún. „Langt frá því. Stjórnmálafólk virðist gleyma því fyrir hverja það vinnur. Það vinnur nefnilega ekki fyrir hags- munaaðila sem borga í kosninga- sjóði. Það vinnur fyrir fólkið í landinu og á að þjóna því að sjá til þess að ógnir eins og loftslags- breytingar dragi ekki úr lífsgæðum okkar til framtíðar.“ Auður segir að fjölgun ferða- manna til landsins sé vissulega líka áhyggjuefni. „Við sjáum alvarlegan átroðning ferðamanna á mörgum stöðum og höfum ekki gripið til nægjanlegra aðgerða til að draga úr honum. Þá eru friðlýsingar mjög gott tæki til þess að vernda athygli- verðar náttúruperlur en á Íslandi hefur gengið allt of hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur ákveðið að eigi að friðlýsa. Úr þessu þarf að bæta. Einnig er losun gróður- húsalofttegunda vegna aukinnar flugumferðar áhyggjuefni. Það er mikilvægt að reyna að fá þá ferða- menn sem hingað koma til þess að stoppa lengur. Hvaða áskoranir sérðu varðandi virkjanir á Íslandi? „Ég vil að við spyrjum okkur hvers vegna en það virðist oft gleymast. Til hvers erum við að virkja þegar stórnotendur, fyrir- tæki að miklu leyti í eigu alþjóð- legra risafyrirtækja, fá nú þegar 80% af raforkunni sem framleidd er á Íslandi? Hvers vegna ættum við að auðvelda þessum fyrirtækj- um sína mengandi starfsemi þegar ekki kemur á móti niðurskurður á notkun jarðefnaeldsneytis? Þegar þau þar að auki skilja ekkert af hagnaði sínum eftir hér og greiða ekki þau gjöld sem þeim ber. Auk þess höfum við miklar áhyggjur af hugmyndum um sæstreng yfir hafið. Með honum myndi þrýst- ingur á að virkja allt sem hægt er að virkja á Íslandi aukast til muna. Á meðan stjórnsýslan á Íslandi er eins veik og hún er varðandi veitingar framkvæmdaleyfa og mat á umhverfisáhrifum er þetta þrýstingur sem við ráðum ekki við. Margir vinnustaðir eru að vakna til meðvitundar um umhverfisáhrif sín og standa sig vel. Mikilvægt er að veita fyrirtækjum tæki til þess að meta áhrif sín með umhverfisstjórnunarhugbúnaði því þá er mun auðveldara að grípa til aðgerða ef hægt er að mæla árangur. Landvernd er með verk- efni í gangi í samstarfi við Klappir – grænar lausnir þar sem við aðstoðum sveitarfélög við að meta og draga úr loftslagsáhrifum sínum. Við myndum mjög gjarnan vilja víkka það verkefni út og ná til fleiri sveitarfélaga og jafnvel fyrirtækja. Heimilin standa sig sæmilega í flokkun en við þurfum að færa fókusinn af flokkun yfir á það að draga úr neyslunni, draga úr myndun sorps. Þannig þurfum við að vera meðvituð um að allt sem við kaupum endar sem úrgangur á einn eða annan hátt. Með því að kaupa minna, kaupa notað og kaupa sjaldan drögum við verulega úr sorpi og þar með mengun,“ segir Anna. Hvernig sérðu umhverfismál og náttúruvernd þróast á næstu árum? „Okkur stendur ekki annað til boða en að gera miklu betur en við höfum gert. Ósjálfbæra samfélagið sem við höfum skapað og neitum að breyta ógnar ekki bara lífsaf- komu okkar sjálfra heldur lífinu á jörðinni. Við höfum beðið allt of lengi með að grípa til aðgerða og á meðan eykst loftslagsvandinn, mengun, útdauði tegunda, eyði- merkurmyndun og eyðing villtrar náttúru. Tíminn til að bregðast við var fyrir 30 árum, nú höfum við ekki annað val en að bera virðingu fyrir jörðinni okkar og koma vel fram við hana. Það eru svo ótal margar aðgerðir sem hægt er að ráðast í til að gera betur. Stjórnvöld þurfa að taka fyrstu skrefin, svo fylgja fyrirtæki og almenningur með og hjá þeim verður stóra breytingin og mesti árangurinn. Á meðan stjórnvöld draga lappirnar verður engin hugarfarsbreyting, ekkert nýtt gildismat sem er nauðsynlegt til þess að bæta umgengni okkar við eina heimilið okkar. Við getum því þrýst á stjórnmálafólkið okkar að standa sig betur í umhverfis- málum, við getum dregið úr okkar eigin neyslu í víðasta skilningi bæði innan heimilisins en einnig á vinnustaðnum okkar, þannig að innan neyslu fellur til dæmis flug, stærð húsnæðis, raftæki, fatakaup, kjötneysla, jólaskraut, flugeldar og svo framvegis. Að við spyrjum okkur sem einstaklingar en líka sem fyrirtæki: Þarf ég á þessu að halda?“ Við getum alltaf gert betur Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum og grípa til róttækra aðgerða gegn þeim strax. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. MYND/EYÞÓR Stefán Gíslason, stofnandi UMÍS, Umhverfisráð- gjafar Íslands, telur neyslu vera umhverfismál og bendir á kvóta sem við fæð- umst með. Flest höfum við einhvern tímann keypt eitthvað sem við þurftum ekki. Sumt fyrir okkur sjálf en gefið öðrum annað sem hafa kannski enga þörf fyrir það heldur,“ segir Stefán. „En kaup á óþarfa, hvort sem hann er ætlaður okkur sjálfum eða öðrum, skaðar ekki bara fjárhaginn til skamms tíma, heldur skerðir framtíðarmöguleika barnanna okkar og barnanna þeirra.“ Hann bendir á að allt sem við kaupum hafi einhver neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag áður en við fáum það í hendur. „Við getum svo sem sagt að þessi áhrif séu að vissu marki ásættanleg ef varan var alveg bráðnauðsynleg. En það á ekki við um það sem við kaupum að óþörfu. Kannski var níðst á fólki, jafnvel börnum við framleiðsluna. Kannski drápust órangútanapar þegar heimilum þeirra var eytt til að hægt væri að vinna hráefnið. Kannski skildi framleiðslan eftir eiturefni í drykkjarvatni fólks í fjarlægu landi. Kannski liggur einhvers staðar heilt tonn af úrgangi vegna framleiðslu á pínulitlum hlut. Og alveg örugglega jók framleiðsla og flutningur þessa óþarfa á lofts- lagsvandann, sem var þó ærinn fyrir.“ Og Stefán bendir einnig á nei- kvæð áhrif óþarfans á líf okkar. „Í hvert sinn sem við kaupum óþarfa erum við að gefa frá okkur hluta af tímakvótanum sem við fengum í vöggugjöf. Samkvæmt tölum Hag- stofunnar tekur það meðal-Íslend- inginn um það bil einn vinnudag að vinna sér inn 20 þúsund kall. Þennan dag hefði verið hægt að nota í eitthvað annað. Flest höfum við kvartað einhvern tíma yfir því að hafa ekki tíma til að sinna því sem okkur langar til að sinna. Um leið og við hættum að kaupa óþarfa eigum við meiri tíma afgangs til að lifa lífinu!“ Tíminn er mikilvægari en óþarfi Stefán Gíslason, stofnandi Um- hverfisráðgjafar Íslands, segir tímanum betur varið í áhugamál en að vinna sér fyrir óþarfa. Hér er hann í fjallgöngu á Klofningsheiði. MYND/SÆVAR SKAPTASON Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is LANDVERND 50 ÁRA 7 M I ÐV I KU DAG U R 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -7 2 D 8 2 1 F 7 -7 1 9 C 2 1 F 7 -7 0 6 0 2 1 F 7 -6 F 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.