Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 44
Elskuleg systir okkar og mágkona, Hólmfríður Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Sunnuhvoli, Sandgerði, andaðist 23. desember á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki V-3 á Grund fyrir einstaka og hlýja umönnun. Ólafur Stefánsson Gunnhildur Alfonsdóttir Stefanía Stefánsdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Ástkær bróðir okkar, Sigurjón Guðni Ingvarsson Hulduhlíð, heimili aldraðra, Dalbraut 1, 735 Eskifirði, lést 25. desember síðastliðinn. Hann verður jarðsettur frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 12. janúar nk. kl. 14.00. Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir Eymar Yngvi Ingvarsson Eygló Halla Ingvarsdóttir Kolbrún Ásta Ingvarsdóttir Páll Geir Ingvarsson Ómar Grétar Ingvarsson Elsku faðir okkar, afi og langafi, Ölver Þorleifur Guðnason lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði 4. janúar sl. og verður jarðsunginn föstudaginn 11. jan. kl. 14. Aðstandendur. Eiginmaður minn og faðir okkar, Jón Sigurðsson svæfingalæknir, lést laugardaginn 29. desember á gjörgæsludeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. janúar kl. 15. Ásdís Magnúsdóttir Sigurður Örn Jónsson Sigríður Oddný Guðjónsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Sæþór Ólafsson Hermann Páll Jónsson Éva Tóth Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Rafn E. Sigurðsson fv. forstjóri Hrafnistu, Hólabraut 17, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 6. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.00. Rannveig Erna Þóroddsdóttir Sigþór Rafnsson Elísabet Rafnsdóttir Gerður Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Móðir mín og amma okkar, Fjóla Steinsdóttir Mileris Skálagerði 5, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 25. desember sl. Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju 11. janúar nk. kl. 13. Georg Mileris Ana Maria Mileris Georg David Mileris Vladimir Mileris Angelika Mileris Dawes Íslenska óperan tók til starfa þennan dag árið 1982 með vígslu óperu- hússins við Ingólfsstræti og frumsýningu Sígaunabarónsins eftir Johann Strauss. Sérlegur verndari óperunnar, Vigdís Finnbogadóttir forseti, ávarpaði gesti og síðan var frumflutt tónverkið Tileinkun eftir tónskáldið Jón Nordal sem var sérstaklega samið fyrir þetta tækifæri. Garðar Cortes, söngvari og stjórnarformaður óperunnar, hélt líka stutta ræðu áður en sýning hófst á Sígaunabaróninum. Leikstjórn var í höndum Þórhildar Þorleifsdóttur en hljómsveitar- stjóri var Austurríkismaðurinn Alexander Maschat. Með helstu hlutverk fóru Kristinn Sigmundsson, John Speight, Garðar Cortes, Halldór Vil- helmsson, Ásrún Davíðsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Stefán Guðmunds- son, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Sýning- unni var geysilega vel tekið og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. Þ ETTA G E R Ð I ST : 9 . JA N ÚA R 1 9 8 2 Íslenska óperan vígð með viðhöfn Íslenska óperan var lengi til húsa í Gamla bíói. 1317 Filippus hávaxni krýndur konungur Frakklands ásamt Jóhönnu, eiginkonu sinni. 1431 Réttarhöld yfir Jóhönnu af Örk hefjast í Rouen. 1522 Adriaan Florenszoon Boeyens verður Hadríanus 6. páfi. 1570 Ívan grimmi hefur slátrunina í Novgorod. 1626 Peter Minuit leggur upp frá hollensku eyjunni Texel og siglir til Nýja-Hollands með tvö skip. 1636 Síðustu sænsku hermennirnir fara frá borginni Mainz. 1788 Connecticut verður fimmta fylki Bandaríkjanna. 1793 Jean-Pierre Blanchard verður fyrstur til að fljúga yfir Bandaríkin í loftbelg. 1799 Básendaflóðið veldur stórtjóni um öll Suðurnes. Básenda á Miðnesi tók af. 1857 Jarðskjálfti, sem talinn er hafa verið 7,9 stig á Richter- kvarða, verður í Kaliforníu. 1863 Rekstur neðanjarðarlestakerfis Lundúna hefst. 1879 Úmbertó 1. krýndur konungur Ítalíu. 1900 Íþróttafélagið Società Sportiva Lazio stofnað. 1935 Lög um aldurshámark opinberra starfsmanna og embættismanna eru sett. 1957 Anthony Eden segir af sér sem forsætisráðherra Bret- lands. Harold Macmillan tók við daginn eftir.  Merkisatburðir Gauti Geirsson, nemi í sjávar útvegsfræðum, heldur erindi á fræðslu­f u n d i V i t a f é l a g s i n s – íslensk strandmenn­ing í kvöld klukkan 20. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann muni þar segja frá áhugamanna­ félaginu Hreinni Hornstrandir sem held­ ur utan um hreinsunina og árangri þess. Jafnframt setur hann hreinsunina í sam­ hengi við þann gríðarlega stóra vanda sem plast í hafi er og hvað við teljum að þurfi að gera til þess að laga ástandið. Gauti er nemi í sjávarútvegsfræði við Háskólann í Tromsø. Hann er frá Ísa­ firði og hefur undanfarin 5 ár staðið fyrir hreinsun á plasti og rusli á Horn­ ströndum á Vestfjörðum. Hornstrandir eru eitt einangraðasta svæði landsins en þar lagðist byggð í eyði árið 1952. Þangað liggja engir vegir en vegna strauma í kringum landið hafa þetta verið miklar rekastrendur. Framan af var það aðallega rekaviður upprunninn í Síberíu sem rak á fjörurnar. Á seinni árum hefur rekaviðurinn minnkað en nýr reki komið í staðinn en það er plast. Hrönn Ólína Jörundsdóttir um hverfis­ efnafræðingur er einnig með erindi á sama fræðslufundi um skólphreinsun og örplast í skólpi þar sem hún mun fjalla um niðurstöður norræns sam­ starfsverkefnis þar sem rannsakað var hvort skólphreinsun væri nægjanleg til að hefta för öragna og örplasts úr skólpi út í umhverfið. Verkefnið var samstarf Matís á Íslandi, sænsku Umhverfisstofn­ unarinnar, finnsku Umhverfisstofnunar­ innar og Aalto­háskóla og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslenskar skólphreinsistöðvar sem eru með 1. stigs hreinsun ná ekki að hreinsa örplast úr skólpi og þessar agnir sleppa því óhindrað út í umhverfið. Hrönn er umhverfisefnafræðingur með B.Sc. í efnafræði frá HÍ og svo M.Sc. og Ph.D. frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði þar sem hún sér­ hæfði sig í efnagreiningum á umhverfis­ mengun og áhrif á lífverur. Hún hefur starfað hjá Matís frá árinu 2009 og er í dag sviðsstjóri Mæliþjónustu og innviða. Í dag er hún helst að vinna með mat­ vælaöryggi, áhættumat, stefnumótun og áhættumiðlun ásamt rannsóknum á umhverfismálum. benediktboas@frettabladid.is Fjallað um hinn nýja reka á Hornströndum Á fræðslufundi Vitafélags- ins í kvöld verður fjallað um vágestinn plast sem nú rekur á fjörur á Horn- ströndum. Áður fyrr rak rekavið á fjörur Hornstranda en nú er þar plast sem við hendum í sjóinn. Gauti Geirsson, nemi í sjávarútvegsfræðum. Framan af var það aðal- lega rekaviður upprunn- inn Síberíu sem rak á fjörurnar. Á seinni árum hefur rekaviður- inn minnkað en nýr reki komið í staðinn en það er plast. 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -5 A 2 8 2 1 F 7 -5 8 E C 2 1 F 7 -5 7 B 0 2 1 F 7 -5 6 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.