Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 18
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma og á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans, hefur samið við fjárfesta um fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka eða sem jafngildir tæplega 1,9 milljörðum króna. Fjármögnunin var leidd af fjárfest- ingafélaginu Tekla Capital Manage- ment í Boston en auk félagsins lögðu félagið Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Félögin Tekla Capital Manage- ment og Nan Fung Life Sciences koma ný inn í hluthafahóp Oculis og tekur Henry Skinner, framkvæmda- stjóri hjá fyrrnefnda félaginu, sæti í stjórn fyrirtækisins í stað Stefáns Jökuls Sveinssonar. Fram kom í Markaðinum í janúar í fyrra að Oculis hefði samið við leið- andi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hluta- fjáraukningu. Oculis hefur þannig aflað sér samanlagt liðlega fjögurra milljarða króna í nýtt hlutafé á um það bil einu ári. Samhliða hlutafjáraukningunni í byrjun síðasta árs var ákveðið að Oculis opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Starfsemi félagsins byggir á einkaleyfavarinni tækni sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augn dropum. – kij Leggja Oculis til 1,9 milljarða króna Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis hefur þróað augndropa sem koma í stað augnástungu við meðferð sjúkdóma í augunum. LJÓSMYND/OCULIS 4,7 milljarðar króna var heildar- virði Oculis í bókum Brunns vaxtarsjóðs í lok árs 2017. Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corpora-tion, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilm-arssyni árið 2006 og var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast, var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir dala í byrjun síðasta árs. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. Fram kemur í uppgjöri svissneska mjólkurframleiðandans Emmi Group fyrir fyrri helming síðasta árs, sem birt var síðastliðið haust, að framleiðandinn hafi bókfært hjá sér hagnað upp á 80,9 milljónir dala við sölu á öllum 22 prósenta hlut sínum í skyrfyrirtækinu. Eftir skatta nam söluhagnaðurinn 58,9 milljónum dala. Ekki liggur fyrir hvert virði eignarhlutarins var í bókum Emmi Group fyrir söluna til Lactalis en ljóst er að sú fjárhæð var óveruleg. Mjólkurframleiðandinn kom fyrst inn í hluthafahóp The Icelandic Milk and Skyr Corporation árið 2012 með kaupum á 11 prósenta hlut en ári síðar fór hlutur framleiðandans í 24 prósent. Framleiðandinn sá jafn- framt um framleiðslu á skyrinu, sem er selt undir vörumerkinu Siggi’s, í verksmiðju sinni í uppsveitum New York ríkis í Bandaríkjunum. Emmi Group fór með 22 pró- senta hlut í skyrfyrir- tækinu fyrir söluna til Lactalis í janúar í fyrra og var þá eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum. Margfölduðu fjár­ festinguna Ljóst er að þeir sem lögðu fyrirtæki Sigurðar til fé, líkt og Emmi, margfölduðu fjárfestingu sína, jafnvel þannig að þeir fengu hana meira en hundraðfalt til baka. Ingimundur Sveinsson arkitekt og fjölskylda voru á meðal stærstu hlut- hafa The Icelandic Milk and Skyr Corporation með um fimmtungs- hlut, samkvæmt heimildum Mark- aðarins, og fengu þau því um það bil átta milljarða króna í sinn hlut við söluna. Félag í eigu fjölskyldunnar, Eldhrímnir, setti fjármuni í skyr- fyrirtækið á árunum 2006, 2008 og 2013 og var hlutur félagsins metinn á kostnaðarverði, 51 milljón króna, í bókum þess í lok árs 2017. Að því gefnu að umrædd fjárhæð, 51 milljón króna, hafi verið eina hlutafjárframlag fjölskyldunnar til skyrfyrirtækisins nam innri ávöxtun fjárfestingar hennar hátt í 80 prósentum á ári á árunum 2006 til 2017, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Mætti þá með öðrum orðum segja að fjölskylda Ingimund- ar hafi 157-faldað fjárfestingu sína. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sig- urðar Kjartans þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York árið 2006 og hannaði meðal annars umbúð- irnar um skyrið. Sveinn var á meðal stærstu hluthafa fyrirtækisins en eignarhlutur Sigurðar Kjartans nam, eftir því sem Markaðurinn kemst næst, um 25 prósentum. Ingimundur, sem rekur arkitekta- stofu í Reykjavík, var einn nokk- urra íslenskra fjárfesta sem keyptu lyfjaverksmiðjur á Spáni árið 2005 í gegnum félagið Invest Farma. Flestir hlut- hafanna seldu sumarið 2013 samtals 61 pró- sents hlut í lyfjafyrir- tækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags, sem var þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestinga- banka, fyrir ríflega tíu milljarða. Ingimundur á jafnframt lítinn hlut í Hval sem og í fjárfestingafélaginu Alfa en síðarnefnda félagið, sem er að mestu í eigu Benedikts og Einars Sveinssona, bræðra Ingimundar, fer með um 65 prósenta hlut í Kynnis- ferðum og 95 prósenta hlut í Tékk- landi bifreiðaskoðun. Tók við sér á árinu 2013 Eins og kunnugt er var tilkynnt um kaup Lactalis, stærsta mjólkurfyrir- tækis heims með árlega veltu upp á jafnvirði 2.100 milljarða króna, á öllu hlutafé í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í janúar- byrjun í fyrra. Fjárfestingabankinn JP Morgan leiddi söluferlið. Vöxtur skyrfyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og eru vörur þess nú fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Fram kom í Frétta- blaðinu undir lok árs 2017 að talið væri að velta fyrirtækisins ykist um liðlega 50 prósent á árinu 2018 og yrði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna. Frá árinu 2013 hefur skyrið verið sú jógúrttegund sem hefur vaxið hvað hraðast á Bandaríkjamarkaði og er talið að fyrirtækið sé með um það bil tveggja prósenta markaðs- hlutdeild í jógúrtsölu þar í landi. Sigurður Kjartan hefur lýst því í samtali við fjölmiðla hvernig hann hóf tilraunir með skyrgerð í eldhús- inu hjá sér í New York eftir gamalli uppskrift frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. Í kjölfarið kom hann framleiðslunni af stað á mjólkurbúi í uppsveitum New York og vörurnar enduðu í hillum stórverslana á borð við Whole Foods og Target. „Auðvitað efast maður stundum en fyrir mér var það í raun aldrei í boði að gefast upp,“ sagði Sigurður Kjartan í samtali við mbl.is á síðasta ári. Hluthafarnir hefðu sýnt honum þolinmæði og skilning á meðan hann byggði fyrirtækið upp og jafn- framt hefði hann ávallt fengið góð viðbrögð við skyrinu. „Þannig að það var margt sem gerði það að verkum að maður hélt í vonina. Síðan hafa síðustu þrjú ár verið mjög góð. Þá fór að vera gangur í þessu.“ Siggi’s skyr selt fyrir minnst 40 milljarða Sala svissneska mjólkur- framleiðandans Emmi á 22 prósenta hlut sínum í The Icelandic Milk and Skyr Corporation skilaði félaginu 81 milljónar dala hagnaði. Miðað við það var söluverð skyrfyr- irtækisins í það minnsta 40 milljarðar króna. Ís- lenskir fjárfestar marg- földuðu fjárfestingu sína. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York árið 2006. Markaðsvirði keppinauta Marels, sem skráðir eru í kauphallir erlendis, lækk- aði um 20-30 prósent á liðnu ári. Ef markaðsaðstæður verða með sama hætti kann að vera að tvískráning Marels muni ekki vera hluthöfum jafn happadrjúg og vonir stóðu til. Að sama skapi hækkaði gengi Mar- els um 15 prósent í krónum talið en fjögur prósent mælt í evrum. Verð- kennitölur Marels eru um 15-20 prósent lægri en stórra keppinauta. Þetta kemur fram í nýju verðmati frá Hagdeild Landsbankans, sem ritað er á ensku. Að því sögðu, starfi Marel á mark- aði þar sem mikið sé um minni fyrirtæki en þau hafi verið að sam- einast. Tvíhliðaskráning gæti liðkað fyrir sameiningum fyrir Marel og mögulega vakið frekari athygli á fyrirtækinu hjá stærri keppinautum sem hafi hug á að sameinast eða taka yfir reksturinn. Auk þess yrði það líklegra að fjárfestar, sem taki félög yfir, myndu beina sjónum sínum að því. Loks, segir í verðmatinu, ættu fjárfestar sem reiknað hafa með að gengi hlutabréfa Marels yrði stöðugra í erlendri kauphöll en í þeirri íslensku að endurskoða þá afstöðu af því að að jafnaði hafi gengi helstu keppinauta sveiflast mun meira á markaði á undan- förnum fimm árum. Forsvarsmenn Marels hafa sagt að stefnt sé að því að skrá félag- ið tvíhliða í erlenda kauphöll. Til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Lík- legt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í ár ásamt ósk um að auka hlutaféð um 15 prósent til að styðja við skráninguna. Landsbankinn telur líklegast að félagið verði skráð á markaði í Amsterdam eða Kaup- mannahöfn. Landsbankinn mælir með kaup- um í Marel. Verðmatið hækkaði úr 456 krónum á hlut í 466 en í evrum talið lækkaði það um 4 prósent. Mat Landsbankans var 27 prósent hærra en gengi á markaði við birtingu matsins á mánudag. – hvj Krefjandi aðstæður fyrir tvíhliðaskráningu Marels Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. 200 milljónir dala var áætlað að velta skyrfyrirtækisins yrði á árinu 2018, eða jafnvirði tæplega 24 milljarða ís- lenskra króna 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -6 4 0 8 2 1 F 7 -6 2 C C 2 1 F 7 -6 1 9 0 2 1 F 7 -6 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.