Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 14
Valur - ÍBV 23-16 Valur: Sandra Erlingsdóttir 6/5, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 4, Írís Ásta Pétursdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 3. Varin skot: Írís Ásta Símonardóttir 15. ÍBV: Arna Sif Pálsdóttir 5/3, Sunna Jónsdóttir 4, Karolína B. Lárudóttir 2, Ásta Björt Júlíus- dóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 2. Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 8. Haukar - Fram 30-31 Haukar: Berta R. Harðardóttir 8/4, Karen H. Díönudóttir 7, Hekla R. Ámundadóttir 4, Maria Ines Pereira 3, Ramune Perkarskyte 3. Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 10/1 Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 10, Ragn- heiður Júlíusdóttir 9/3, Steinunn Björns- dóttir 4, Sigurbjörg Jóhannesdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3. Varin skot: Heiðrún Dís Magnúsdóttir 14 KA/Þór - Selfoss 33-21 KA/Þór: Hulda Bryndís Tryggvadóttir 8, Martha Hermannsdótir 6, Rakel Sara Elvars- dóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 4. Varin skot: Olgica Andri- jasevic 20. Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hulda Dís Þrastardóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3. Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10. Staðan í deildinni: Valur 17 ÍBV 15 Fram 15 Haukar 12 KA/Þór 10 HK 7 Stjarnan 6 Selfoss 4 Nýjast Olís-deild kvenna Enski deildabikarinn Tottenham - Chelsea 1-0 1-0 Harry Kane (27.) (vítaspyrna). HANDBOLTI Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem er á leiðinni á heimsmeistaramótið í dag hefur litast af meiðslum og veik- indum hjá lykilleikmönnum liðsins. Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari liðsins, tilkynnti í gær hvaða 17 leikmenn hann tekur með sér á mótið að þessu sinni. Hann þurfti að hefja fundinn á því að tilkynna að Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði liðsins myndi ekki vera með í fyrri hluta mótsins hið minnsta vegna meiðsla á hné. Þá er Aron Rafn Eðvarðsson ekki í hópnum vegna meiðsla í nára og Rúnar Kárason er ekki orðinn nægi- lega góður af þeim kálfameiðslum sem hafa verið að plaga hann. Þeir verða því ekki í leikmannahópnum á þessu móti. Þarna fara tæplega 600 landsleikir úr leikmannahópnum og í þeirra stað koma Bjarki Már Elís- son sem hefur reyndar umtalsverða reynslu af stóra sviðinu með lands- liðinu  og svo Ágúst Elí Björgvins- son og Teitur Örn Einarsson sem eru nokkuð blautir bak við eyrun á stærsta sviðinu. Þá er miðjumannasveit íslenska liðsins einkar ung, en Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson sem fer út til München sem 17. leikmaður liðsins eru allir tæplega tvítugir. Það er því ljóst að íslenskt handboltaáhugafólk ætti að fara inn á þetta mót með hóf- stilltar væntingar. Þetta er hins vegar afar spennandi leikmannahópur sem getur klárlega staðið bestu leikmönnum heims á sporði ef allt gengur upp í leik þeirra og ætti að stefna að því að komast í milliriðil sem fyrsta markmið. Ef það markmið næðist væri það sem eftir á kæmi verkefni sem væru verulega dýrmæt inn í reynslubankann fyrir komandi ár.    „Þessi undirbúningur hefur verið alger rússíbanareið vegna þeirra meiðsla og veikinda sem hafa dunið á liðinu. Ég hef lítið sofið undan- farna sólarhringa. Það er alltaf erfitt að velja landsliðshóp fyrir stórmót, en nú hefur það verið sérstaklega erfitt vegna fyrrgreindra skakka- falla og þess að mér finnst nokkrir leikmenn í mörgum stöðum einkar jafnir og það er erfitt að gera upp á milli  þeirra,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson um valið að þessu sinni. „Það er auðvitað mikill skellur fyrir okkur að missa Guðjón Val svona skömmu fyrir mót. Sérstak- lega af því að hann kom jákvæður út úr skoðuninni sem hann fór í mánu- daginn. Því var það óvænt að heyra hversu alvarleg meiðslin væru orðin. Við þessu er hins vegar ekkert að gera og við verðum bara að tækla stöðuna eins og hún er.“ Guðjón mun vera í endurhæfingu næstu daga og það er ekki loku fyrir það skotið að hann verði með á seinni stigum mótsins. „Það er hins vegar í fyrsta lagi ekki fyrr en eftir viku sem við getum farið að íhuga það að hann komi inn í hópinn og spili. Þetta eru þess háttar meiðsli að það er nokkur óvissa um það hvenær hann jafnar sig alfarið og nú er það bara í höndum hans sjálfs og sjúkra- teymisins að koma aftur inn á hand- boltavöllinn,“ segir Guðmundur um stöðu mála hjá Guðjóni. „Mér er það til efs að íslenska liðið hafi áður mætt til leiks á stórmót með jafn ungt lið og raun ber vitni á komandi móti. Við tökum bara einn leik fyrir í einu á þessu móti og höfum einblínt á leik króatíska liðs- ins á síðustu tveimur æfingum liðs- ins. Það verður áfram einbeitingin á þá á næstu sólarhringum fyrir þann leik. Ég er í raun ekki búinn að melta það hvort fjarvera  þeirra lykilleik- manna sem verða ekki með breyti þeim væntingum sem við gerum um árangur á mótinu. Nú er ég bara að hugsa um að undirbúa þá leikmenn sem skipa þennan hóp eins vel og ég get fyrir hvern og einn leik. Þetta er ungt og afar spennandi lið sem getur náð mjög langt á næstu þremur árum. Það má segja  að þetta stórmót sé fyrsti fasi í því að koma liðinu  nær því að komast í fremstu röð á nýjan leik. Við erum í raun neyddir til þess að flýta fasanum örlítið sem getur verið gott til fram- tíðar litið. Við förum jákvæðir inn í mótið og ætlum okkur að gera góða hluti,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni, en liðið heldur til München í dag og fyrsti leikur Íslands á mót- inu  verður síðan gegn Króatíu í München á föstudaginn kemur. – hó  Ungt lið heldur til München í dag Forráðamenn HSÍ tilkynna hér hóp íslenska liðsins á blaðamannafundinum sem haldinn var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Markmenn: Björgvin Páll Gústafsson Ágúst Elí Björgvinsson Vinstra horn: Stefán Rafn Sigurmannsson Bjarki Már Elísson Vinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Guðmundsson Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Teitur Örn Einarsson Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi Guðjónsson Lí numenn: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gí slason Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur Gústafsson Olísdeild kvenna fór af stað að nýju eftir jólafrí Olísdeild kvenna í handbolta hófst aftur í gærkvöldi eftir tæplega tveggja mánaða jólafrí. Valur fékk ÍBV í heimsókn í 11. umferð deildarinnar. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum á toppnum með 15 stig hvort. Lovísa Thompson skoraði eitt marka Vals í öruggum sigri liðsins, FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tveir dagar eru í það að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefji leik á HM sem haldið verður í Þýskalandi annars vegar og Danmörku hins vegar að þessu sinni. Íslenska liðið fékk slæmar fregnir í aðdraganda mótsins. ✿ Leikmannahópur 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -5 5 3 8 2 1 F 7 -5 3 F C 2 1 F 7 -5 2 C 0 2 1 F 7 -5 1 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.