Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 22
hafa. Stærsti hluthafi Cori pharma með 38 prósenta hlut hlut er TF II í stýringu Íslenskra verðbréfa, Bjarni á 19 prósenta hlut og VÍS á 18,9 prósenta hlut. Á meðal annarra hluthafa er Hof í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona og níu manna hópur frumkvöðla sem kom viðskiptunum í kring sem eru flestir fyrrverandi starfsmenn Actavis. Víða skortur á framleiðslugetu Er ekki erfitt að sækja aftur í gamla samninga því fyrirtækin hafa eflaust hafið framleiðslu hjá öðrum verk- smiðjum? „Það þarf að hafa fyrir því að sækja þau viðskipti. Víða í heim­ inum er skortur á framleiðslugetu fyrir ákveðin lyf og því er okkur tekið fagnandi. Okkar sérhæfing er að framleiða lyf sem eru flókin í framleiðslu að því leyti að við erum mögulega að framleiða sama lyfið fyrir fimm markaði í Evrópu sem allir hafa sitt eigið tungumál. Því þurfa pakkningarnar og fylgiseðlar að vera á ólíkum tungumálum. Margar stórar verksmiðjur á Ind­ landi og Kína búa ekki yfir ferl­ unum sem þarf til að sinna slíkum verkefnum.“ Hvað þýðir Coripharma? „Cori er japanskt orð og þýðir ís. Það er skemmtilegt og þjált. Stefán Jökull Sveinsson, einn frumkvöðl­ anna sem stofnuðu Cori pharma, lagði til þetta nafn og okkur líkaði vel við hrynjandina og möguleikann á að starfa undir því nafni.“ Hvernig kom það til að þið ákváð- uð að kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði? „Actavis var gríðarlega öflugt fyrirtæki sem hafði stækkað með sívaxandi eigin framleiðslu og fyrir­ tækjakaupum. Það hafði keypt fyrir­ tæki í Evrópu og Bandaríkjunum og var orðið ansi umsvifamikið. Actavis varð að lokum sjálft skotmark og var yfirtekið. Bandaríska lyfjafyrirtækið Wat­ son reið á vaðið og keypti það, það var síðan yfirtekið af Allergan á Írlandi og loks keypti ísraelska fyrirtækið Teva það. Þau kaup gengu í gegn árið 2016. Teva tilkynnti að til að hámarka samlegð í rekstri fjölda fyrirtækja sem höfðu verið keypt í gegnum árin yrði að fækka framleiðslustöðum úr 80 í tólf. Verk­ smiðjan á Íslandi var á meðal þeirra sem var lokað um mitt ár 2017. Starfsmenn, stjórnendur og fyrr­ verandi stjórnendur Actavis sáu sér leik á borði. Þeim þótti of mikil verðmæti fólgin í fasteignum, tækj­ um, þekkingu starfsfólks og þeim kerfum sem hafði verið komið á fót til að reka ekki lyfjaverksmiðju hérna. Þessi hópur tók sig saman og fékk fjárfesta að borðinu til þess að fjármagna kaup á verksmiðjunni og opna hana aftur.“ Lyf sem flókið er að pakka Hvers vegna að reka verksmiðjuna á Íslandi, þar sem kostnaður er hærri en hjá keppinautum frá Asíu? „Það er ekki hagkvæmt að fram­ leiða öll lyf hér á landi. Kostnaður verksmiðja á Indlandi er mun lægri. Þær framleiða hundruð millj­ óna taflna fyrir einn markað. Við reynum ekki að keppa við þær. Við munum framleiða nokkra tugi millj­ óna í einu en getum framleitt einn og hálfan milljarð taflna á ári. Okkar sérstaða er að framleiða lyf sem flók­ ið er að pakka og afhenda, eins og ég kom inn á áðan, því pakkningar og fylgiseðlar eru á ólíkum tungu­ málum. Lyfin sem slík geta verið hin sömu. Það þarf nefnilega að sigta inn á ákveðinn hluta markaðarins og vera bestur þar. Actavis tókst það. Það er mikil samkeppni og hún fer vaxandi. Þess vegna þarf að finna sína hillu og halda sig á henni.“ Þurftuð þið að taka verksmiðjuna í nefið og kaupa ný tæki og tól? „Alls ekki. Það var tækifærið sem við sáum. Í stuttu máli sagt, og ein­ faldað, gengum við inn, kveiktum á tækjunum og hófum framleiðslu. Það tók okkur hálft ár að koma verk­ smiðjunni aftur í gang. Það er vegna þess að henni var pakkað niður árið 2017 með það fyrir augum að hægt væri að taka hana auðveldlega upp og setja saman. Það sem við gerðum í þetta hálfa ár var að setja tækin saman aftur og dusta rykið af gæðaferlum sem voru til staðar. Það þurfti reyndar aðeins að aðlaga þá að stefnu Coripharma. Við fengum leyfi til framleiðslu frá Lyfjastofnun í desember. Munurinn á stefnu Actavis og Coripharma er að við framleiðum lyf í verktöku fyrir aðra. Við þróum ekki eigin lyf og eigum ekki mark­ aðsleyfi heldur tökum við pönt­ unum frá öðrum, sem eiga markaðs­ leyfi og þurfa að láta framleiða fyrir sig.“ Coripharma framleiddi sína fyrstu vöru í desember. Leyfið frá Lyfjastofnun var veitt á þriðju­ degi og framleiðsla á sýklalyfi fyrir þrjú fyrirtæki hófst á fimmtudegi. „Við vorum komnir með pant­ anir og framleiddum upp í þær. Við erum með röð af samningum sem við erum að ganga frá um þessar mundir.“ Fo r sva r s m e n n Co r i ­pharma, sem nýlega var stofnað til að kaupa og reka lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði, horfa fyrst og fremst til þess að framleiða lyf sem hafa áður verið framleidd í verksmiðjunni. Þetta segir Bjarni Þorvarðarson for­ stjóri í samtali við Markaðinn. Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Coripharma, stýrði áður Hibernia Networks í 13 ár. Fyrirtækið var selt fyrir 610 milljónir dollara, jafnvirði 72 milljarða króna, árið 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Coripharma sem keypti lyfjaverk- smiðju Actavis í Hafnar- firði, reiknar með að fyrir tækið verði rekið með hagnaði á seinni hluta næsta árs. Starfs- menn eru nú 37 en stefnt er á að þeir verði um 150 við lok árs 2020. Okkar sérstaða er að framleiða lyf sem flókið er að pakka og afhenda, því pakkningar og fylgiseðlar eru á ólíkum tungumálum. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Fara á fullt skrið á átján mánuðum „Fyrrverandi viðskiptavinir verk­ smiðjunnar þekkja hana afar vel. Þeir vita upp á hár hvað verksmiðj­ an getur. Þekkingin á framleiðsl­ unni er enn til staðar því við réðum fyrrverandi starfsfólk Actavis,“ segir hann. „Við viljum halda áfram að fram­ leiða samheitalyf sem fara á markað í Evrópu. Sá markaður vex um 5­7 prósent á ári enda erum við sífellt að verða eldri og það kallar á aukna lyfjatöku. Tækin og þekkingin sem þarf til að stíga inn á þennan mark­ að eru til staðar hér í Hafnarfirði.“ Af 37 starfsmönnum er Bjarni sá eini sem hafði ekki áður unnið fyrir Actavis. „Ég segi stundum til gamans að hér vinni 37 manns og 36 af þeim hafa gríðarlega reynslu og þekkingu af því að starfa í lyfja­ geiranum. Langflestir hafa unnið hjá Actavis og fyrirrennurum þess í fjöldamörg ár, jafnvel í 20 ár eða lengur,“ segir hann. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fyrrverandi forstjóri Actavis á Íslandi, er stjórnarformaður Cori­ pharma og hluthafi í fyrirtækinu. Ottó Björn Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Delta sem er forveri Actavis, er einnig í hópi hlut­ 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -8 B 8 8 2 1 F 7 -8 A 4 C 2 1 F 7 -8 9 1 0 2 1 F 7 -8 7 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.