Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 32
Snemma á síðasta ári hófust framkvæmdir við væntan-legar rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Dróna- myndir sem Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari tók af nýju, gríðarstóru borstæðinu vöktu mikla athygli, ekki síst vegna þess að þá var eins og fólk áttaði sig betur á því umfangi sem þetta rask hafði í för með sér að hans sögn. „Þarna var einungis eitt borstæði af fimm sem deiliskipulagið gerir ráð fyrir, örskammt frá sjálfri gígaröð- inni sem er um 10 km löng. Þarna var verið að slétta út nútímahraun á náttúruminjaskrá, þrátt fyrir umsögn Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð umhverfisáhrif.“ Ef horft er til Rammaáætlunar eru öll jarðhitasvæði Reykja- nesskagans annaðhvort komin í orkunýtingu eða á leiðinni þangað bætir hann við. „Aðeins þrjú svæði af nítján hafa verið sett í verndar- flokk sem er algjörlega óskiljan- legt. Ef villtustu draumar orku- fyrirtækjanna rætast þá verður Reykjanesskaginn eitt samfellt orkuvinnslusvæði frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Við getum bara gert okkur í hugarlund hvaða umhverfisáhrif það mun hafa.“ Gríðarlegt náttúrurask Afleiðingarnar eru vitaskuld margvíslegar segir Ellert. „Gerðu þér í hugarlund ef þú marg- faldaðir Reykjanesvirkjun upp í nítján og raðaðir henni eftir endi- löngum skaganum ásamt með- fylgjandi mannvirkjum, stöðvar- húsum, gufulögnum, borteigum, háspennulínum og línuvegum. Tökum Krýsuvík og Reykjanes- fólkvang sem dæmi. Innan fólk- Minnir á þriðja heims ríki Ellert Grétarsson. 6000 5000 4000 3000 2000 1000 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 des. 500 550 750 2500 3800 4700 4950 5327 Fjölgun félagsmannaLandvernd er frjáls félagasam-tök og stuðningur félags-manna er okkur ómetanlegur. Til að tryggja sjálfstæði samtak- anna og fjárhagslegan grunn skiptir fjöldi félagsmanna miklu máli en að öðru leyti reiða sam- tökin sig á styrki sem sótt er um árlega. Árið 2011 voru eingöngu 500 félagsmenn í samtökunum og starfsmenn þrír. Í dag starfa sjö manns hjá Landvernd og má meðal annars þakka fjölgun félagsmanna þennan vöxt. Verkefnafjöldi, slag- kraftur og sýnileiki samtakanna hefur að sama skapi aukist en félagar eru rúmlega 5.300. Stuðn- ingur félagsmanna hefur gefið samtökunum styrk til að vaxa og við viljum halda því áfram til þess að sinna mikilvægum verkefnum í þágu umhverfisins. Til að ganga í Landvernd, heim- sæktu heimasíðuna okkar www.landvernd.is eða hringdu í s. 552-5242 Félagsmenn mynda grunn að góðu starfi Rannsókn Hagfræðistofnunar sem gerð var í sumar sýnir að í grennd við ellefu friðuð svæði hér á landi eru hátt í tvö þúsund störf, sem tengjast svæðun- um,“ segir Sigurður en rannsóknin var gerð að beiðni Umhverfis- ráðuneytisins. „Þjónusta við gesti þjóðgarða getur til dæmis hentað bændum, sem eru með kindur,“ heldur Sigurður áfram og bendir á að sauðfjárbúskapur sé óvíða full vinna. „En fjöldi starfa er almennt ekki góður mælikvarði á verðmæti. Bein not af friðuðum svæðum má til dæmis mæla með því að skoða hvernig sókn í þau fjarar út eftir því sem lengra dregur frá þeim. Friðlýst svæði geta líka verið mikils virði í huga þeirra sem vita af þeim en fara ekki þangað. Slík verðmæti verða ekki metin nema með því að spyrja fólk.“ Hann segir að það liggi beint við að valkostum geti fækkað þegar tiltekinn nýtingarkostur sé valinn. „Sem dæmi má nefna að til ársins 1844 mátti velja milli heims Í valkostum felast verðmæti Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir gildi þjóðgarða mikið í krónum talið. MYND/KRISTINN INGVARSSON Sigurður Jóhann- esson, forstöðu- maður Hagfræði- stofnunar, segir frá rannsókn Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða. með geirfuglum og án þeirra. Við getum valið milli þess að eiga kjarr, mela og móa á hálendinu og víðar, sérstaka stofna af laxi og silungi í hverri á – og við getum líka valið kosti sem svipta okkur þessu öllu. Í valkostunum felast verðmæti.“ Sigurður bendir á að friðun skipti í raun aðeins máli þegar hún rekst á aðrar nýtingarhugmyndir. „Stundum virðist ekki vera mikil fyrirstaða í friðunum. Sá hluti Kringilsárrana sem stendur upp úr Hálslóni er friðaður, en ekki reyndist mikið hald í friðun þess hluta ranans sem stóð lægra. Fáir mánuðir eru síðan úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vildi bíða með að veita leyfi til fiskeldis á Vestfjörðum meðan skoðaðar yrðu leiðir sem ekki ógnuðu innlendum laxastofnum. Sem kunnugt er greip Alþingi einum rómi inn í það ferli.“ Ert þú búin/n að taka plastáskorun Landverndar? plastaskorun.landvernd.is  vangsins eru þrjú svæði af fjórum komin í orkunýtingarflokk sem er algjörlega galið. Fari fram sem horfir mun þetta hafa gríðarlegt náttúrurask í för með sér.“ Ellert segist engan veginn geta skilið hvers vegna þurfi að virkja allt sem hægt er að virkja í landi sem á heimsmet í orkuframleiðslu miðað við höfðatölu. „Noregur, sem er í öðru sæti, framleiðir innan við helming þess sem Ísland fram- leiðir. Í landi, sem á heimsmet í raforkuframleiðslu, tala orkumála- stjóri og forsvarsmenn orkufyrir- tækja um að virkja þurfi meira. Að öðrum kosti muni það hamla uppbyggingu atvinnulífs í landinu. Á sama tíma og menn tala um yfirvofandi orkuskort ætla þeir að flytja orkuna til annarra landa með sæstreng. Þetta minnir á þriðja heims ríki þar sem almenningur þarf að þola matarskort vegna þess að stærsti hluti matvælauppsker- unnar er fluttur úr landi. Hún er mjög einkennileg, þessi umræða.“ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 1. Reykjanesvirkjun 2. Stóra-Sandvík 3. Eldvörp 4. Svartsengi 5. Sandfell 6. Trölladyngja 7. Sveifluháls 8. Austurengjahver 9. Brennisteinsfjöll 10. Meitillinn 11. Gáruhnúkar 12. Hverahlíð 13. Hellisheiðarvirkjun 14. Innstidalur 15. Bitra 16. Grændalur 17. Ölfusdalur 18. Þverárdalur 19. Nesjavallavirkjun n Núverandi virkjanir n Orkunýtingarflokkur n Biðflokkur n Verndarflokkur 8 LANDVERND 50 ÁRA 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -7 7 C 8 2 1 F 7 -7 6 8 C 2 1 F 7 -7 5 5 0 2 1 F 7 -7 4 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.