Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 8
Ykkar skál á nýju ári ! FLUGSAMGÖNGUR „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags. Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvass- viðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Ice- landair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan. Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Frétta- blaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá trygginga- félögum.“ mikael@frettabladid.is Tjón að missa út nýju þotuna Viðgerðin er nokk- uð flókin en ein- angruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Ein af nýjustu vélum Icelandair skemmdist í furðulegu óhappi að kvöldi jóladags. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið. Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breyt- ingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmd- ist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerð- in er flókin. Upplýsinga- fulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. BANDARÍKIN Fréttaskýrendur bjugg- ust við því að Donald Trump Banda- ríkjaforseti myndi lýsa því yfir í sjónvarpsávarpi að neyðarástand við mexíkósku landamærin kall- aði á það að ráðist yrði í byggingu landamæraveggjarins sem hann hefur lengi barist fyrir. Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma. Mike Pence varaforseti sagði í samtali við NBC að Trump myndi skýra fyrir bandarísku þjóðinni að um væri að ræða neyðarástand bæði af mannúðarástæðum og öryggisástæðum. Til stendur að Trump heimsæki landamærin á fimmtudag. Sú ákvörðun bandarískra sjón- varpsstöðva að sýna beint frá ávarpi forsetans hefur verið gagn- rýnd. Andstæðingar Trumps telja að miðað við málflutning hans hingað til verði ávarpið fullt af röngum eða misvísandi upplýsingum. Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar Demókrata, hafa farið fram á að fá að bregðast við ávarp- inu. Stóð til að sýna viðbrögð þeirra í beinni útsendingu hjá öllum helstu sjónvarpsstöðvunum. Trump hefur farið fram á 5 millj- arða dollara fjárveitingu vegna byggingar veggjarins en þá fjármuni er ekki að finna í þeim fjárlögum sem nýlega voru samþykkt af full- trúadeild þingsins. Af þeim sökum hefur Trump neit- að að staðfesta lögin og fjölmargar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar síðan fyrir jól. – sar Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn FERÐAÞJÓNUSTA Fjaðrár gljúfri verð- ur lokað frá og með deginum í dag. „Veður far undan farnar vikur, hlýindi og mikil rigningar tíð, hefur orðið þess valdandi að göngu stígur með fram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er ill fær vegna aur- bleytu og leðju,“ segir um lokunina á vef Umhverfisstofnunar. „Gróður er í dvala á þessum árs tíma og svæðið sér stak lega við kvæmt fyrir á troðningi. Það skemmist hratt með á gangi utan göngu stígs auk þess sem nýir villu stígar verða til.“ Um hverfis stofnun biður ferða- þjónustu aðila að upp lýsa við- skipta vini um lokunina. Bíla stæði sé einnig lokað. „Stefnt er að því að endur skoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef á stand breytist fyrir þann tíma.“ – gar Fjaðrárgljúfur í svaði og lokað VIÐSKIPTI Ekkert fékkst upp í 137 milljóna króna kröfur í þrotabú BOS ehf., rekstrarfélags Argentínu steikhúss. Félagið var í eigu Björns Inga Hrafnssonar. Hann eignaðist Argentínu steikhús í byrjun október 2017, eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá á þeim tíma, en aðeins sjö mánuðum síðar, 2. maí 2018, hafði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað félagið gjaldþrota eftir stormasamt tímabil undir stjórn Björns Inga. Samkvæmt til- kynningu um skiptalok í Lög- birtingablaðinu námu lýstar kröf- ur 137.056.368 krónum. – smj Ekkert fékkst upp í kröfur Björn Ingi Hrafnsson. Donald Trump stendur í ströngu vegna landamæraveggjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VERSLUN Fiskleysi hefur víða gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu á nýju ári. Bæði er þar um að kenna neyslu- mynstri Íslendinga en einnig tíðarfari. „Þetta gerist eftir hver einustu ára- mót,“ segir heildsalinn Sigurður Örn Arnarson, eigandi Sæbjargar – Sjó- fisks. „Fólk veður úr svínakjötinu í fiskinn. Við höfum ekki undan.“ Sæbjörg – Sjófiskur sér verslunum Krónunnar fyrir fiski, ásamt tugum veitingastaða, skóla og nokkrum fisk- búðum. Sigurður segir fiskverkendur ekki hafa undan, þó unnið hafi verið alla liðna helgi. Nýja árið hafi auk þess byrjað með brælu, sem staðið hafi yfir fram yfir helgi. Fyrir vikið hafi minni bátarnir ekki komist út. Sigurður segir sjómenn almennt í landi yfir áramótin. Flestir stærri bát- arnir fari út þriðja, fjórða eða fimmta janúar. Það taki fáeina daga að veiða, koma með afla í land og verka hann. Íslendingar eru sólgnir í kjötmeti yfir hátíðarnar samkvæmt skoðana- könnunum. Eftir allt kjöt átið verður eitthvað léttara fyrir valinu, gjarnan fiskur. „Þetta er okkar jólavertíð. Þetta gerist í kring um páska, jól og verslun- armannahelgar,“ segir Sigurður. – bg Fiskskortur er nú í búðunum  Þetta gerist eftir hver einustu ára- mót. Sigurður Örn Arnarson, eigandi Sæ- bjargar – Sjófisks 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -8 1 A 8 2 1 F 7 -8 0 6 C 2 1 F 7 -7 F 3 0 2 1 F 7 -7 D F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.