Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@ frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri Freyr Jóns- son, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Ég var orðinn þreyttur á garð-húsgögnum sem urðu ónýt og ljót eftir veturinn en svo bað konan mig um að smíða handa sér útihúsgögn og ég kemst sjaldnast upp með að fresta því sem hún biður mig um,“ segir Jón Axel og skellir upp úr. Úr varð að eiginkonan, María B. Johnson, teiknaði upp útlit á draumaborðinu og Jón Axel smíðaði fyrir hana veglegt borð og bekki í garðinn. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og orðið að skemmtilegu hobbíi en ég smíða bara fyrir þá sem ég þekki. Þetta er eins og í frímúrara- reglunni, þangað fer enginn inn nema að þekkja frímúrara og fá meðmæli, og því þarf að tala við mann sem þekkir mig til að komast í borðin,“ segir Jón Axel og hlær dátt. Það var í ágúst 2017 sem Jón Axel rak smiðshöggið á fyrsta borðið. „Ég er nú ekkert að hamast en hef smíðað fyrir vini mína og fjölskyldu og engin tvö borð er eins. Þau eru einstakt handverk sem ég nostra við af alúð og umhyggju fyrir þá sem ég smíða fyrir,“ útskýrir Jón Axel sem stefnir ekki á fjöldafram- leiðslu húsgagnanna. „Ég smíða bara þegar ég er í stuði og aldrei af kvöð, og mikilvægt að leyfa því að vera þannig. Því miður geta ekki allir fengið borð því ég smíða ekki fyrir hvern sem er og bara þeir sem ég treysti til að hugsa vel um þau fá sett í garðinn eða sumarbústaðinn,“ útskýrir Jón Axel. „Að smíða er mitt jóga. Ég er heppinn af hafa aðstöðu þar sem ég get smíðað og fínt að geta skotist frá Excel-vinnunni, farið úr jakka- fötunum yfir í vinnugallann og sett músíkina í botn sem ég fæ ekki að spila heima, en ég fæ til dæmis aldr- ei að spila gott kántrí heima í stofu,“ segir Jón Axel kíminn. Með smiði í blóðinu Jón Axel ber nöfn afa sinna, Jóns Hannessonar húsasmíðameistara og Axels Helgasonar módelsmiðs. „Það er kannski þess vegna sem ég er nú óvænt dottinn í smíðina,“ veltir afastrákurinn Jón Axel fyrir Húsgögnin eru gerð til að þola allar íslenskar árstíðir. Borð Jóns Axels eru af öllum stærðum og lengdum. Engin tvö borð eða bekkir eru alveg eins. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is sér, en á uppvaxtarárunum dundaði hann mikið með Jóni afa sínum við smíðavinnuna. „Ég er þó alls ekki handlaginn en bý að því að báðir afar mínir voru smiðir, og svo auðvitað pabbi líka. Í gegnum þá hef ég lært sitt lítið af hverju og er því sæmilega liðtækur í pallasmíði og alls kyns tréverk í sumarbústaðnum, en ég smíða alls ekki hús!“ upplýsir Jón Axel. Besti vinur Jóns Axels er fjöl- miðlamaðurinn og húsasmiðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir eða Gulli Helga, en snemma á tíunda ára- tugnum slógu þeir í gegn í einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, Tveir með öllu. „Gulli smitaði mig reyndar ekki af smíðabakteríunni en hann lærði húsasmíðina hjá afa og því erum við kannski að taka blöð af sömu greininni. Gulli er virkilega vandaður og góður smiður, en ég er hvorki lærður né sérlega lunkinn við smíðarnar og því má alls ekki bera okkur félagana saman þegar kemur að smíðum,“ segir Jón Axel hógvær. Garðsettin smíðar hann úr gegn- heilum furuborðum. „Markmiðið er að búa til húsgögn sem duga næstu hundrað árin, fjúka ekki og er ekki hægt að stela. Þau þola allar íslenskar árstíðir, níðsterk og traust. Ég skila þeim af mér ófúa- vörðum og hver og einn litar þau að eigin smekk,“ segir Jón Axel sem nú undirbýr smíðina úr íslenskri furu. „Ég er líka að dunda mér við að smíða borðstofuborð til innanhúss- brúks en smíða auðvitað ekkert nema með samþykki konunnar. Við hjónin erum því saman í þessu skemmtilega áhugamáli. Ég er svo heppinn og vel giftur að smekkleg- heitin koma aðallega frá Maríu en fyrir mér liggur það sem er utan- dyra og ég kaupi fagmenn í það sem þarf að standsetja innanhúss.“ Galdurinn að eiga góða konu Komið er ár síðan Jón Axel settist aftur við hljóðnemann í útvarpi. Þá var aldarfjórðungur síðan hann gladdi útvarpshlustendur með rödd sinni og persónuleika. „Ég tók sæti Loga Bergmanns í morgunþætti K100 þegar hann var í lögbanninu í fyrra en svo þótti honum betra að vera vakandi í útvarpinu og fór yfir í síðdegisút- varpið þar sem hann er virkilega að glansa með Huldu Bjarna. Ég hef gaman af því að vera í útvarpi. Þar er líf, fjör og frelsi sem passar mér vel í stað niðurnjörvaðrar rútínu,“ segir Jón Axel sem rífur sig á lappir klukkan hálffimm á hverjum morgni til að mæta í morgunþátt- inn sem stendur frá 6 til 9. „Maður þarf að taka bakaravakt- ina á þetta og ég reyni að vakna á undan Gulla sem er í morgunþætti Bylgjunnar. Galdurinn við að vakna hress og kátur er að eiga góða konu. Hún vekur mig alltaf með kossi og því hlakka ég alltaf svo til að fara að sofa,“ segir Jón Axel kátur. „Víst væri gaman að fara einhvern tímann aftur í útvarpið með Gulla og ætli við tökum ekki lokasprett- inn saman þegar við verðum báðir komnir með frítt í strætó,“ segir Jón Axel sem átti útvarpsstöðina Stjörnuna með Gulla og fleirum á árunum 1987 til 1989. „Ég skrásetti vörumerkið Stjarnan FM í sumar að gamni mínu. Það er gott að eiga það til ef vantar hobbí í ellinni. Þá gerir maður kannski eitt- hvað skemmtilegt; þegar við Gulli fáum ekkert annað að gera,“ segir hann og hlær. Lengri útgáfa af viðtalinu við Jón Axel er á frettabladid.is. Jón Axel ber nafn tveggja afa sinna sem báðir voru afburða smiðir. MYND/SIGTRYGGUR ARI Víst væri gaman að fara aftur í útvarpið með Gulla Helga og ætli við tökum ekki loka- sprettinn saman þegar við verðum báðir komnir með frítt í strætó. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -8 6 9 8 2 1 F 7 -8 5 5 C 2 1 F 7 -8 4 2 0 2 1 F 7 -8 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.