Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 30
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Frá menntun til aðgerða Verkefni Landverndar eru fjölbreytt og ná meðal annars utan um náttúruvernd, umhverfismennt og umhverfisstjórnun. Hér segja þrír starfsmenn Landverndar frá nokkrum ólíkum verkefnum. Miklar áskoranir felast í þróun á nýju náms-efni í umhverfismálum í dag. Viðfangsefnin eru mjög flókin og tilfinningalega erfið, því umhverfishnignun og aðgerða- leysi okkar ógna framtíð okkar og jarðarinnar segir Caitlin Wilson, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein. „Þá er engin ein rétt lausn í þessum málum heldur, það eru margir hagsmunaaðilar og margt sem þarf að huga að þegar við förum í aðgerðir. Þess vegna vantar námsefni sem hjálpar okkur bæði að skilja flókin fyrirbæri bak við umhverfismál en styðja líka skapandi, valdeflandi vinnu í lausnum og öðrum möguleikum fyrir plánetuna.“ Hvað eigið þið við með „fræða en ekki hræða“? „Þessi orð eru orðin einhvers konar slagorð fyrir okkur hjá Grænfána- verkefninu. Þau voru upphaflega sögð af Sögu Rut Sunnevudóttur og Bríeti Felixdóttur, þegar þær héldu ræðu á Umhverfisþingi 2017. Þær voru einmitt þátttakendur í Erasmus+ verkefninu I SEE um loftslagsmál og framtíðarsýn, og voru beðnar um að halda ræðu um viðhorf ungs fólks til lofts- lagsmála í kjölfarið af þátttök- unni í sumarskóla I SEE á Ítalíu. Þær sögðu frá því hvernig ungt fólk upplifir loftslagsbreytingar með samviskubiti og kvíða, eins og það sé allt að fara versnandi og lítið hægt að gera. Þær töluðu um að það vanti kennslu um umhverfismál almennt og þá sér- staklega kennslu um loftslagsmál sem er skapandi, vinnur í lausnum og gefur von. Það þarf að fræða en ekki hræða. Getur þú sagt mér frá Eras- mus+ og I SEE verkefninu? „I SEE er verkefni styrkt af Eras- mus+ áætluninni og unnið í samstarfi við Menntaskólann við Hamrahlíð, með kennarana Auði Ingimarsdóttur og Sigur- karl Stefánsson, og ýmsa háskóla og menntaskóla í Evrópu. Saman höfum við hannað kennslu um loftslagsmál og kolefnisbindingu sem hefur að markmiði að opna fyrir nemendum fleiri fram- tíðarmöguleika en bara eina svarta framtíð. Við höfum líka fengið Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur til að kynna rannsóknina CarbFix fyrir nem- endum en í þessari merkilegu rann- sókn var þróuð leið til að binda kolefni varanlega í grjóti. Í sumar- skólanum I SEE 2017, sem m.a. nemendur frá MH sóttu, vorum við líka með pallborðsumræðu með fólki sem vinnur í lausnum við loftslagsvandann og þótti þeim sú umræða virkilega áhugaverð. Flókin og tilfinningalega erfið viðfangsefni Nemar við MH komu að I SEE verk- efninu sem er styrkt af Erasmus+. Caitlin Wilson, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein. Verkefnið Skólar á grænni grein (e. Eco-Schools) er alþjóðlegt verkefni fyrir nemendur á öllum skólastigum sem stuðlar að aukinni umhverfis- vitund og sjálfbærni. Skólar stýra vinnunni í kringum verkefnið sjálfir, setja sér markmið og fylgja þeim eftir og er mikil áhersla lögð á þátttöku nemenda og að þeir séu sem virkastir í allri vinnu við verk- efnið segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein. „Auk þess er mikilvægt að virkja skólasamfélagið til þátt- töku og ýta þannig undir sjálf- bærni í nærsamfélaginu. Skólar í verkefninu stíga sjö skref í átt að grænfána og ýtir aðferðafræði skrefanna undir sjálfstæði, lýðræði og valdeflingu nemenda. Þegar markmiðum hefur verið náð sækja skólar um grænfánann sem þeir fá að flagga komist þeir í gegnum úttekt Landverndar.“ Verkefnið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að það hóf göngu sína hér á landi árið 2000, en tæpur helmingur leik-, grunn- og framhaldsskóla um allt land er nú þátttakandi. Nemendur greina vandann Menntun til sjálfbærni er stefnan sem unnið er eftir í Skólum á grænni grein segir Katrín. „Í stefn- unni felst að skapa ábyrga sam- félagsþegna sem búa yfir þekk- ingu, færni og getu til að takast á við þær áskoranir í umhverfis- og samfélagsmálum sem heimurinn stendur frammi fyrir.“ Nemendur eru þjálfaðir í að greina vandann í nærumhverfi sínu og koma með tillögur að lausnum sem þeir geta sjálfir unnið að í samvinnu við starfsmenn skólans og helst nærsamfélagið líka. „Verkefnið er því valdeflandi fyrir nemendur og gerir þá betur í stakk búna til að takast á við áskoranir fram- tíðarinnar. Verkefnið er nátengt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en þar segir meðal annars að fyrir árið 2030 skuli nemendur öðlast þekkingu og færni til að ýta undir sjálfbæra þróun.“ Nýverið kom út handbókin Á grænni grein, sem er leiðar- vísir um framkvæmd verkefnis- ins Skólar á grænni grein, en hún varpar einnig ljósi á tengsl þess við menntun til sjálfbærni og aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Bókin er aðgengileg á vef Skóla á grænni grein (www.graenfaninn.land- vernd.is) og á skrifstofu Land- verndar. Stuðlað að umhverfisvitund og sjálfbærni Áhersla er lögð á þátttöku nemenda. Mikilvægt er að virkja skólasam- félagið og ýta undir sjálfbærni. Katrín Magnús- dóttir, verk- efnisstjóri Skóla á grænni grein. MYND/ANTON BRINK Börn og ungmenni á Íslandi hafa almennt miklar áhyggjur af loftslagsmálum og Land- vernd hyggst setja aukinn kraft í þessi mál með valdeflandi skóla- verkefnum sem auka getu þeirra til aðgerða segir Rannveig Magnús- dóttir, doktor í spendýravistfræði, sem stýrir verkefnunum Vistheimt með skólum og Öndum léttar hjá Landvernd. Hún segir bæði verk- efnin dýpka skilning barna og ung- menna á stórum umhverfismálum og kenna hvað þau geta sjálf gert til að sporna við loftslagsbreytingum og tapi á lífbreytileika. „Verkefnið Vistheimt með skólum er unnið í samstarfi við Landgræðsluna og í dag taka grænfánaskólar þátt sem hafa valið sér vistheimt sem þema. Vistheimt (endurheimt vistkerfa) er afar mikilvæg aðgerð til að endurheimta illa farin vistkerfi og í verkefninu læra nemendur, og kennarar, hvernig vistheimt tengist lífbreytileika, vistkerfa- þjónustu og loftslagsmálum.“ Setja upp tilraunareiti Nemendur setja sig í spor vísinda- fólks og setja m.a. upp tilraunareiti á örfoka landi, mæla framvindu gróður- og dýrasamfélaga, vinna úr gögnum sínum og kynna niður- stöðurnar. „Tveir skólar vinna verkefni í tengslum við endur- heimt votlendis og einn skipulegg- ur vistheimt á gömlu námusvæði í nágrenni skólans. Nemendur hafa m.a. kynnt niðurstöður sínar á Umhverfisþingi og fyrir Dr. Jane Goodall, sem er verndari verk- efnisins.“ Valdeflandi viðburður Í verkefninu Öndum léttar, er sveitarfélögum veitt aðstoð við kolefnisbókhald og aðgerðaáætl- anir í loftslagsmálum. „Frá og með árinu 2019 verður einnig farið í skólaverkefni, m.a. í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir – Grænar lausnir hf., þar sem nem- endur fá fræðslu um loftslagsmál ásamt því að fá tæki og tól í hend- urnar sem þau geta nýtt til aðgerða í skólanum og nærumhverfi sínu.“ Dýradagurinn (e. Animal Parade) verður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi vorið 2019 og verður tileinkaður 50 ára afmæli Landverndar. „Þessi viðburður kemur úr hugmyndasmiðju Roots & Shoots samtaka Jane Goodall. Þar verður nemendum á leik- og grunnskólaaldri boðið að taka þátt í skrúðgöngu til að vekja athygli á málefnum hafsins sem tengjast loftslagsbreytingum og neyslu út frá sjónarmiðum dýra. Þarna má nefna vanda eins og plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Dýradagurinn er valdeflandi viðburður fyrir börn og ungmenni sem gefur þeim rödd til að tjá sig um m.a. alvarleg áhrif loftslags- breytinga og koma skilaboðum sínum til stjórnvalda.“ Börn sem vísindafólk og aðgerðasinnar Rannveig Magnúsdóttir, doktor í spendýravistfræði, stýrir verkefnunum Vist- heimt með skólum og Öndum léttar hjá Landvernd. MYND/ANTON BRINK 6 LANDVERND 50 ÁRA 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -6 4 0 8 2 1 F 7 -6 2 C C 2 1 F 7 -6 1 9 0 2 1 F 7 -6 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.