Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 6
SVÍÞJÓÐ Frá og með 16. janúar næstkomandi geta enskumælandi einstaklingar gefið blóð í blóðbank­ anum í Stokkhólmi. Til að koma í veg fyrir misskilning hafa eingöngu þeir sem mæltir eru á sænska tungu fengið að gefa blóð, að því er segir á vef sænska ríkis­ útvarpsins. Nú hafa starfsmenn blóðbankans fengið kennslu í læknisfræðilegum heitum á ensku auk þess sem eyðu­ blöð hafa verið þýdd á ensku. Blóð­ gjafar verða eftir sem áður að fram­ vísa sænskum persónuskilríkjum og vera með sænska kennitölu. – ibs Enskumælandi mega nú gefa blóð SAMGÖNGUMÁL Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð með viðhöfn næstkomandi laugardag. Boðið verður upp á viðamikla dagskrá allan daginn af því tilefni. Formleg vígsla ganganna verður klukkan hálf fjögur á laugardag, Fnjóskadalsmegin. Þar mun stór­ söngvarinn Friðrik Ómar syngja Vor í Vaglaskógi og Vandræðaskáld frumflytja lag um göngin og félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar aka fyrstir í gegnum göngin. Vegna takmarkaðs fjölda bíla­ stæða við Vaðlaheiðargöng verður boðið upp á rútuferðir fram og til baka á hálftíma fresti yfir daginn. Athygli manna hefur þó vakið sú staðreynd að á sjálfri opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga, sem beðið hefur verið með óþreyju og framkvæmdin verið vægast sagt umdeild, verði göngin lokuð fyrir umferð frá klukk­ an 8 um morguninn til klukkan 18 um kvöldið. Kostnaður við göngin nemur ríf­ lega 17 milljörðum króna. – smj Göngunum lokað vegna opnunarhátíðar sp ör e hf . Fararstjóri: Guðrún Bergmann Í þessari ævintýraferð upplifum við undur Indlands, skoðum tignarlegar hallir og förum á fílsbak í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Í Delí skoðum við m.a. forsetahöllina og upplifum ævintýralegan markað í Gömlu Delí. Við skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi og Varanasi eða Borgina eilífu sem er helgasti staður hindúa og ein elsta borg heims. 21. mars - 1. apríl Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 10. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Dulúð Indlands NÁTTÚRUHAMFARIR Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíða­ svæðum í    Ölpunum  eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austur­ rísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíða­ fólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Ober­ tauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjó­ flóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíða­ hóteli Íslendinga í Speirereck­fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæð­ unum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekk­ ert lát virðist ætla að verða á ofan­ komunni. „Það er spáð snjókomu hér alla­ vega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil kletta­ fjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjó­ þyngslin á svæðinu  hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verð­ ur alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíða­ iðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stund­ arsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þor­ grímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. adalheidur@frettabladid.is Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjó- þyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. Nokkrir hafa farist í Ölpunum í vikunni vegna snjóflóða. Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. MYND/ÞORGRÍMUR Snjór við Akrópólis Ferðamenn við Akrópólis í Aþenu þurftu að klæða sig vel í gær en sjaldséður snjór féll í grísku höfuðborginni og féll skólahald víða niður. Mikið frost var í norðurhluta landsins sem truflaði samgöngur. Kuldamet var slegið þegar frostið náði 23 gráðum í borginni Florina. NORDICPHOTOS/GETTY Til þessa hafa aðeins þeir sem eru mæltir á sænska tungu fengið að gefa blóð í Svíþjóð. Fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóða- hætta er ekki eins mikil. Þorgrímur Kristinsson staðarhaldari Úr göngunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -6 D E 8 2 1 F 7 -6 C A C 2 1 F 7 -6 B 7 0 2 1 F 7 -6 A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.