Fréttablaðið - 09.01.2019, Side 6

Fréttablaðið - 09.01.2019, Side 6
SVÍÞJÓÐ Frá og með 16. janúar næstkomandi geta enskumælandi einstaklingar gefið blóð í blóðbank­ anum í Stokkhólmi. Til að koma í veg fyrir misskilning hafa eingöngu þeir sem mæltir eru á sænska tungu fengið að gefa blóð, að því er segir á vef sænska ríkis­ útvarpsins. Nú hafa starfsmenn blóðbankans fengið kennslu í læknisfræðilegum heitum á ensku auk þess sem eyðu­ blöð hafa verið þýdd á ensku. Blóð­ gjafar verða eftir sem áður að fram­ vísa sænskum persónuskilríkjum og vera með sænska kennitölu. – ibs Enskumælandi mega nú gefa blóð SAMGÖNGUMÁL Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð með viðhöfn næstkomandi laugardag. Boðið verður upp á viðamikla dagskrá allan daginn af því tilefni. Formleg vígsla ganganna verður klukkan hálf fjögur á laugardag, Fnjóskadalsmegin. Þar mun stór­ söngvarinn Friðrik Ómar syngja Vor í Vaglaskógi og Vandræðaskáld frumflytja lag um göngin og félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar aka fyrstir í gegnum göngin. Vegna takmarkaðs fjölda bíla­ stæða við Vaðlaheiðargöng verður boðið upp á rútuferðir fram og til baka á hálftíma fresti yfir daginn. Athygli manna hefur þó vakið sú staðreynd að á sjálfri opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga, sem beðið hefur verið með óþreyju og framkvæmdin verið vægast sagt umdeild, verði göngin lokuð fyrir umferð frá klukk­ an 8 um morguninn til klukkan 18 um kvöldið. Kostnaður við göngin nemur ríf­ lega 17 milljörðum króna. – smj Göngunum lokað vegna opnunarhátíðar sp ör e hf . Fararstjóri: Guðrún Bergmann Í þessari ævintýraferð upplifum við undur Indlands, skoðum tignarlegar hallir og förum á fílsbak í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Í Delí skoðum við m.a. forsetahöllina og upplifum ævintýralegan markað í Gömlu Delí. Við skoðum Taj Mahal, eitt þekktasta grafhýsi í heimi og Varanasi eða Borgina eilífu sem er helgasti staður hindúa og ein elsta borg heims. 21. mars - 1. apríl Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 10. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Dulúð Indlands NÁTTÚRUHAMFARIR Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíða­ svæðum í    Ölpunum  eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austur­ rísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíða­ fólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Ober­ tauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjó­ flóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíða­ hóteli Íslendinga í Speirereck­fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæð­ unum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekk­ ert lát virðist ætla að verða á ofan­ komunni. „Það er spáð snjókomu hér alla­ vega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil kletta­ fjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjó­ þyngslin á svæðinu  hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verð­ ur alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíða­ iðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stund­ arsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þor­ grímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. adalheidur@frettabladid.is Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjó- þyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. Nokkrir hafa farist í Ölpunum í vikunni vegna snjóflóða. Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. MYND/ÞORGRÍMUR Snjór við Akrópólis Ferðamenn við Akrópólis í Aþenu þurftu að klæða sig vel í gær en sjaldséður snjór féll í grísku höfuðborginni og féll skólahald víða niður. Mikið frost var í norðurhluta landsins sem truflaði samgöngur. Kuldamet var slegið þegar frostið náði 23 gráðum í borginni Florina. NORDICPHOTOS/GETTY Til þessa hafa aðeins þeir sem eru mæltir á sænska tungu fengið að gefa blóð í Svíþjóð. Fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóða- hætta er ekki eins mikil. Þorgrímur Kristinsson staðarhaldari Úr göngunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -6 D E 8 2 1 F 7 -6 C A C 2 1 F 7 -6 B 7 0 2 1 F 7 -6 A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.