Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Útgefandi: Landvernd Veffang: www.landvernd.isÁbyrgðarmaður: Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir 1. Ungir umhverfissinnar www.ungirumhverfissinnar.is umhverfissinnar@gmail.com 1. Náttúruverndarsamtök Íslands www.natturuvernd.is natturuvernd@natturuvernd.is 1. Landvernd www.landvernd.is landvernd@landvernd.is 1. Fuglavernd www.fuglavernd.is fuglavernd@fuglavernd.is 1. Plastlaus september www.plastlausseptember.is info@plastlausseptember.is 2. Blái herinn www.blaiherinn.is tomas@blaiherinn.is 3 4 6 5 7 8 9 2 1 10 Vigdís segir að landvernd sé meðal þess mikilvægasta í hverju samfélagi, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heiminum. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að vernda náttúruna. Í forsetatíð minni vildi ég sér- staklega auka skilning á náttúru- vernd meðal barna. Þá fæddist sú hugmynd að kenna börnum að græða landið. Sjálf fékk ég alls kyns gjafir, handprjónaða peysu og fleira fallegt þegar ég heimsótti byggðir landsins. Ég kom því alltaf færandi hendi með þrjú tré sem ég gróðursetti með börnum. Eitt fyrir strákana, eitt fyrir stelpurnar og eitt fyrir ófæddu börnin. Dreng- irnir áttu að passa sína hríslu og stúlkurnar sína og saman áttu þau að passa hrísluna fyrir ófæddu börnin. Það höfðu allir gaman af þessu framtaki. Upp úr þessu spratt sjóður sem nefndur er Yrkjusjóður æskunnar. Skólar geta sótt um styrk í þennan sjóð fyrir nemendur til gróðursetningar. Með þessu verkefni finna börn verndartilfinn- ingu gagnvart landinu sínu,“ segir Vigdís. Skógarlundir Vigdísar eru um allt land. Stærstur er Vinaskógur í landi Kárastaða á Þingvöllum. „Hulda Valtýsdóttir, þáverandi for- maður Skógræktarfélags Íslands, valdi þennan stað. Markmiðið var að þjóðhöfðingar sem kæmu hingað í opinbera heimsókn gróðursettu í Vinaskógi. Elísabet Englandsdrottning var sú fyrsta. Hún spurði mig reyndar hvar skógurinn væri enda var enginn gróður þarna á þeim tíma. Núna er Vinaskógur fallegur skógarlundur. Meðal annars sextíu aspir sem stjórnmálaflokkur gaf mér þegar ég varð sextug,“ rifjar Vigdís upp og bætir við: „Ég hef bent ungu fólki á að kjörið sé að trúlofa sig í þessum skógi.“ Vigdís hefur lagt áherslu á náttúrvernd frá barnsaldri, lærði það af móður sinni. „Þegar við ferðuðumst um landið var ég upp- tekin af náttúrunni og vildi njóta hennar. Við systkinin vorum í sveit í Hreppunum á sumrin og mér eru minnisstæðir sandarnir í Rangár- þingi handan Þjórsár. Í góðum norðanþurrki var iðulega sandrok sem skyggði á Eyjafjallajökul. Í dag er búið að rækta þetta svæði upp og binda landið.“ Þegar Vigdís er spurð hvernig framtíð hún sjái varðandi nátt- úruvernd, svarar hún: „Ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni. Áhyggjur og kvíði draga úr orku og kjarki. Ég hef mikla trú á landinu, því það gefur mér og öðrum landsmönn- um orku til að vernda það. Fólk er meðvitaðra í dag um umhverfis- vernd en áður. Það er afar þakkar- vert að hafist sé handa við að moka ofan í skurði sem hafa verið þvers og kruss um landið. Mýrar jarðar- innar eru lungu heimsins. Ég tók þátt í að moka ofan í mikinn skurð í Skálholti og þar spratt upp yndis- fagurt mýrlendi með fuglasöng og villtum gróðri.“ Getum við gert eitthvað betur? „Við getum alltaf gert betur þegar kemur að náttúruvernd,“ svarar Vigdís. „Það þarf til dæmis að vanda valið hvar trjágróður er settur niður. Hann má ekki skyggja á þann fjársjóð sem íslensk náttúra er. Víðsýni er aðal Íslands,“ segir Vigdís og hvetur fólk til að fara vel með landið sitt til framtíðar. „Það er svo mikil gleði sem felst í því að eiga ósnortið land. Land sem hefur verið hlúð að með þeirri þekkingu, sem við höfum aflað okkur um hvernig það verður best varðveitt. Land sem við öll eigum og njótum. Ég er hreykin af því að fjölskylda mín hugar vel að umhverfi sínu, jafnt ungir sem eldri og allir eru á kafi í því að flokka og plokka. Við Íslendingar getum aldrei orðið ósammála um að hafa verður nátt- úruvernd í heiðri allar stundir.“ Aðal Íslands er víðsýni Vigdís Finnbogadóttir hefur alla tíð verið umhugað um náttúruvernd og sýnt það í verki. Hún er baráttukona þegar kemur að umhverfis- og landverndarmálum. Náttúran er mikilvæg fyrir alla. Vigdís hefur alltaf haft mikinn metnað fyrir landvernd. Um allt land eru skógar- lundir sem urðu til í forsetatíð hennar. MYND/ERNIR 3. Rjúkandi www.rjukandi.org rjukandi@rjukandi.is 4. Fjöregg www.fjoregg.is fjoregg@gmail.com 5. Náttúruverndarsamtök Austurlands www.nattaust.is nattaust@gmail.com 6. Umhverfissamtök Austur- Skaftafellssýslu Á Facebook umhverfisaskaft@gmail.com 7. Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Á Facebook eldvotn@gmail.com 8. Vinir Þjórsárvera www.thjorsarverfridland.is gibba@pax.is 9. Náttúruverndarsamtök Suðurlands Á Facebook natturuvernd@nss.is 10. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands www.nsve.is nsve@nsve.is Náttúruverndarsamtök á Íslandi Landvernd og önnur nátt-úruverndarsamtök starfa saman og styðja hvert annað í málefnum náttúrunnar. Um allt land er að finna umhverfis- og náttúruverndarsamtök sem láta sig umhverfismál varða á fjölbreyttan hátt og getur almenningur leitað liðsinnis þeirra ef upp koma mál í heimabyggð sem viðkomandi vill vita meira um og fá að koma að athugasemdum við ferlið. Árósa- samningurinn tryggir þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál og veitir honum kærurétt ef lög er þau varða eru brotin og þar veita náttúru- verndarsamtök eins og Landvernd og önnur samtök á landsvísu stuðning og leiðsögn. Vanti nátt- úruverndarsamtök stuðning geta þau leitað til Landverndar eftir samstarfi og liðsinni. Kynntu þér endilega starfsemi náttúruverndar- samtaka í þinni heimabyggð og hvaða málum þau hafa unnið að, stuðningur almennings við slík samtök skiptir lykilmáli. Ef ekki eru samtök til staðar, þá er bara að stofna slík! Stuðningur almennings við náttúruverndarsamtök lykilatriði 2 LANDVERND 50 ÁRA 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -7 2 D 8 2 1 F 7 -7 1 9 C 2 1 F 7 -7 0 6 0 2 1 F 7 -6 F 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.