Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 27
Þegar Landvernd var stofnuð fyrir fimmtíu árum þótti það djarft, metnaðarfullt og fram- sækið framtak. Á þeim tíma var helst horft til þess að græða landið, sem stafaði ógn af gróðureyðingu. Það hafði vantað umfjöllun um náttúru- vernd á faglegum grunni, skilningur á umhverfismálum var takmarkaður og litlu fjármagni var veitt til þessara málaflokka. Stofnun Landverndar hvatti fólk til dáða,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, formaður Landverndar. Frá upphafi hafa samtökin haft að leiðarljósi að efla fræðslu um náttúru- og umhverfismál, sem og faglega nálgun og umfjöllun. Í dag eru félagar um 5.300 talsins og sífellt fleiri vilja leggja samtökunum lið. Landvernd sinnir margþættum verkefnum og mörg þeirra eru afar umfangsmikil. „Grænfáninn er þeirra stærst en mér finnst það stórkostlegt verkefni. Grænfáninn snýst um að fræða íslenska nemendur um mikil- vægi umhverfis og náttúruverndar og er unnið í samstarfi við skóla á öllum skólastigum. Ávinningurinn af Grænfánaverkefninu hefur þegar skilað sér til þeirrar kynslóðar sem er að slíta barnsskónum og ljúka skóla- göngunni og þessi fræðsla skilar sér líka inn á heimilin,“ segir Rósbjörg. Virkur þátttakandi í stefnumótun Meginhlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumót- un, fræðslu og upplýstri ákvarðana- töku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. „Við leitumst við að veita stjórn- völdum og framkvæmdaraðilum aðhald í þessum efnum. Okkar helsta gagnrýni er sú að ekki er haft samráð við málsvara náttúr- unnar fyrr en eftir að umdeildar framkvæmdir eru langt komnar í undirbúningi eða jafnvel hafnar. Það ætti að byrja á réttum enda og spara þannig bæði fé og fyrirhöfn. Í raun þyrfti að vera samstarf og samtal fyrr í öllum ferlum, það skiptir gríðar- lega miklu máli,“ segir Rósbjörg og bætir við að sjaldan eða aldrei hafi krafa samfélagsins um áherslu á umhverfismálin, náttúruvernd og ábyrga stjórnun náttúruauðlinda verið jafnmikil og um þessar mundir. Rósbjörg segir aðspurð að senni- lega séu samtökin orðin pólitískari nú en áður og það endurspeglist í þeim aðgerðum sem Landvernd beitir, þ.e. kæruleiðum. „Við höfum orðið að nota kæruleiðina vegna þess að við erum kölluð svo seint að borðinu, eða þegar búið er að gefa út rannsóknar- og framkvæmdaleyfi. Helst af öllu myndi ég vilja að við þyrftum ekkert að kæra en eins og staðan er í dag höfum við ekki um annað að velja.“ Árósasamningurinn og Heimsmarkmið Landvernd tekur virkan þátt í stefnu- mótun í umhverfismálum með ýmsum hætti, s.s. með gerð umsagna sem snerta fjölda þingmála, skipu- lagsmála sveitarfélaga, áætlanagerð og framkvæmdir á vegum einkaaðila jafnt sem opinberra aðila. Þá beitir Landvernd sér einnig í ákvarðana- töku um umhverfismál, m.a. með því að láta reyna á stjórnsýsluákvarðanir og reka mál fyrir dómstólum og leggja með því sitt af mörkum að farið sé eftir settum leikreglum. Landvernd byggir vinnu sína á grundvelli Árósasamningsins og inn- leiðingu hans í íslensk lög. „Árósa- samningurinn hefur þegar tekið gildi á Íslandi og veitir almenningi og félagasamtökum sem starfa að umhverfisvernd rétt til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðana- töku og aðgang að réttlátri málsmeð- ferð í umhverfismálum. Mikilvægt er að við framfylgjum honum markvisst. Við vinnum líka með Heimsmarkmiðin og þurfum öll sem einstaklingar að tileinka okkur þau. Heimsmarkmiðin styðja mörg mál sem snúa að stefnu stjórnvalda í umhverfismálum, svo sem ábyrga neyslu, líf í landi og líf í vatni, og loft- lagsmálin. Ef við sýnum ekki ábyrgð sjálf gerir það enginn fyrir okkur,“ segir Rósbjörg. Spurð hvað hver einstaklingur geti sjálfur gert í umhverfismálum segir Rósbjörg mikilvægt að fólk temji sér nýja hugsun og umhverfisvænni lífsstíl. „Sem dæmi er hægt að forðast allt sem er einnota og hugsa um hvað megi endurnýta. Það er hægt að kaupa minna af varningi, nota almenningssamgöngur, hjóla þegar tækifæri gefst, slökkva ljósin eftir sig og ekki láta vatnið renna óspart úr krönunum, svo fátt eitt sé nefnt,“ bendir hún á. Rósbjörg telur að næstu misseri muni sífellt fleiri láta sig náttúruna og umhverfismál varða, sama hvar í flokki fólk stendur. „Ég vil að starfsemi Landverndar verði enn öflugri, sýnilegri og mikilvægari og mun stuðla að því. Fræðslan verði enn meiri og ég sé fyrir mér aukið samstarf með grasrótinni og meiri aktívisma. Ég trúi því að meðvitund landans haldi áfram að aukast og við séum að vinna saman að því að framfylgja Heimsmarkmiðunum og gera samfélagið okkar betra. Þótt við séum lítil og fámenn þjóð getum við haft áhrif á alþjóðavettvangi en þá þurfum við að standa saman sem ein heild. Við eigum að sýna frumkvæði, taka djarfar ákvarðanir og vera öðrum til fyrirmyndar. Við getum alltaf gert betur.“ Í tilefni af fimmtíu ára afmælinu mun Landvernd standa fyrir mörg- um spennandi viðburðum og verk- efnum allt þetta ár. „Ég vona að allir landsmenn fagni með Landvernd með ábyrgum hætti, takist á við áskorun morgundagsins í umhverfis- málum með breyttu hegðunar- og neyslumynstri og fræðist um hvernig við getum staðið enn betri vörð um umhverfi og náttúruna og getum stuðlað að því að núverandi og komandi kynslóðir geti búið við bestu mögulegu umhverfisgæði sem völ er á. Stöndum saman um hreint land, fagurt land,“ segir Rósbjörg að lokum. Ávinningurinn af Grænfánaverkefn- inu hefur þegar skilað sér til þeirrar kynslóðar sem er slíta barnskónum og ljúka skólagöngunni. Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Eyþór Eðvarðsson, stjórnarfor-maður Votlendissjóðs, segir mikinn loftslagsávinning af því að minnka kjötneyslu. „Stærsta málið á heimsvísu þegar kemur að loftslagsmálum er að minnka brennslu á jarðefnaelds- neyti. Fljótlega þar á eftir kemur nauðsyn þess að draga úr kjöt- framleiðslu, enda skýrir hún um 15 prósent af kolefnislosun heimsins.“ Á heimsvísu er það lamba- og nautakjötsframleiðsla sem skilur eftir sig stærsta kolefnissporið. „Til að setja það í samhengi losar það að rækta kíló af lambakjöti á Íslandi um 29 kíló af koltvísýringi. Eitt kíló af baunum losar hins vegar aðeins eitt kíló af koltvísýringi,“ útskýrir Eyþór. Hann segir Íslendinga eiga heimsmet í kolefnisspori og þurfa að grípa til aðgerða. „Kolefnis- spor Íslendings er fjórtán tonn. Innan Evrópusambandsins er það sjö til átta tonn á einstakling og í heiminum öllum um fjögur tonn. Af þessu má sjá að við erum alger- lega úti á túni og þurfum verulega að fara að hugsa okkar gang þegar kemur að hinum ýmsu lifnaðar- háttum.“ Eyþór segir Íslendinga til að mynda fljúga eins og enginn sé morgundagurinn. „Þá erum við með mikið af framræstu landi, sem er meðal annars notað til að fram- leiða kjöt, en frá því streyma um 70 prósent af þekktri losun Íslands. Þá skilur ofbeit vegna ræktunar kinda- kjöts eftir sig gríðarlega stórt kol- efnisspor auk þess sem matarsóun Íslendinga er gífurleg. Við hendum um 30 prósentum af matnum sem er framleiddur en það jafngildir því að þriðja hvert lamb fari beint í ruslið.“ Eyþór segir að það myndi gagnast heiminum ef fleiri drægju úr kjötneyslu eða gerðust græn- metisætur og vegan. „Við höfum samkvæmt okkar færustu vísinda- mönnum tíu ár til að gjörbylta lifnaðarháttum okkar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mínum huga verður það ekki gert öðruvísi en með því að leggja á kolefnisskatt þar sem það litla pláss sem eftir er fyrir koltvísýring uppi í háloftunum verður verðlagt. Hver og einn getur þess utan lagt sitt af mörkum og skiptir vitundar- vakning eins og Veganúar miklu máli. Ef allir jarðarbúar myndu til að mynda sleppa því að borða kjöt einn dag í viku myndi það hafa gífurleg áhrif til hins betra. Þá myndi ég vilja sjá að neyt- endum yrði gert auðveldara að taka upplýstar ákvarðanir við val á vörum og þjónustu. Það væri til dæmis hægt að gera með því að litamerkja vörur eftir því hvaða kolefnisspor þær hefðu. Vara með grænum miða væri þá með minna kolefnisspor en vara með rauðum og þannig væri hægt að velja í þágu umhverfisins. Minni kjötneysla til bóta fyrir heiminn Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs. MYND/ERNIR Landvernd – málsvari náttúru og umhverfis „Stöndum saman um hreint land, fagurt land,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, formaður Landverndar. MYND/ERNIR Stofnun Land- verndar fyrir hálfri öld hvatti fólk til dáða í umhverfis- málum. Rósbjörg Jónsdóttir for- maður telur að næstu árin muni sífellt fleiri láta sig umhverfis- málin varða, sama hvar í flokki fólk stendur. Til að setja það í samhengi losar það að rækta kíló af lamba- kjöti á Íslandi um 29 kíló af koltvísýringi. Eitt kíló af baunum losar hins vegar aðeins eitt kíló af koltvísýringi. LANDVERND 50 ÁRA 3 M I ÐV I KU DAG U R 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -6 4 0 8 2 1 F 7 -6 2 C C 2 1 F 7 -6 1 9 0 2 1 F 7 -6 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.