Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 40
Skotsilfur Tesla reisir sína fyrstu verksmiðju í Kína Elon Musk, forstjóri Tesla, kynnti á mánudag, ásamt Ying Yong, borgarstjóra Sjanghaí, áform bandaríska rafbílaframleiðandans um smíði nýrrar verk- smiðju í kínversku borginni sem á að framleiða allt að 500 þúsund bíla á ári. Er stefnt að því að framleiðsla hefjist strax á síðari hluta ársins. Stærsti mark- aður heims fyrir rafbíla er í Kína, að sögn greinenda, en í landinu er jafnframt að finna marga helstu keppinauta rafbílaframleiðandans. NORDICPHOTOS/GETTY Tilnefningarnefndir og góðir stjórnarhættir hafa verið í sviðsljósinu undanfarin miss- eri. Hvers vegna ætli það sé? Skýring- arnar eru vafalaust margar en meðal þeirra gæti verið frétt frá síðasta vori, þar sem sagt var frá bréfaskriftum bandaríska eignastýringafyrirtæk- isins Eaton Vance til stjórna þeirra skráðu félaga þar sem sjóðurinn var hluthafi. Í ljósi þessa mikla áhuga blása útgefendur leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja til morgun- verðarfundar um tilnefningarnefnd- ir á Grand Hótel í fyrramálið. En hvað gera þessar tilnefningar- nefndir? Þær eru ekki hluti af árlegri veitingu Óskarsverðlaunanna eins og álykta mætti af nafninu í fyrstu heldur gagnlegt verkfæri hluthafa til að stuðla að góðum stjórnarháttum. Hlutverk tilnefningarnefnda er í sem stystu máli að meta heildstætt og tilnefna einstaklinga sem mynda heildstæðan og fjölhæfan hóp til stjórnarsetu í aðdraganda aðal- eða hluthafafundar. Í áðurnefndri frétt segir meðal annars: „Fram kemur í bréfinu […] að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma litið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er athygli á því að 95% af skráðum fyrirtækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum.“ Í störfum sínum skal tilnefningar- nefnd vinna að hagsmunum allra hluthafa og gæta þess að einstakling- ar sem tilnefndir eru búi sem heild yfir nægilegri þekkingu og reynslu til þess að rækja hlutverk sitt, eins og segir í nýjustu útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Ice- land og Samtök atvinnulífsins gefa út. Í inngangi leiðbeininganna er þeim sérstaklega beint að „einingum tengdum almannahagsmunum, en það eru fyrirtæki með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamark- aði, lífeyrissjóðir, lánastofnanir og vátryggingafélög.“ Tilnefningarnefndir komu fyrst fram í leiðbeiningum um góða stjórnarhætti árið 2009. Þrátt fyrir það voru lengst af einungis tvær til- nefningarnefndir starfandi í skráð- um félögum. Sýn, áður Fjarskipti, setti á fót tilnefningarnefnd haustið 2014 og Skeljungur árið 2016. Og stjórnarsætið hlýtur … Undanfarin misseri hafa tveir fag- fjárfestar öðrum fremur kallað eftir tilnefningarnefndum í skráðum félögum: Eaton Vance og Lífeyris- sjóðurinn Gildi. Töluvert hefur dregið til tíðinda fyrir áhugafólk um stjórnarhætti fyrirtækja í þessum efnum því í hóp Sýnar og Skeljungs hafa bæst Arion banki, Eik, Festi, Hagar, Origo, Reginn, Reitir, Síminn, Sjóvá, TM og VÍS. Í sumar samþykkti svo hluthafafundur HB Granda að fela stjórn að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félags- ins. Af átján félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því fjórtán ýmist með tilnefningarnefnd starf- andi, í burðarliðnum eða með í skoðun að koma upp slíkri nefnd. Þessari miklu aukningu á þessum skamma tíma ber að fagna. Bæði verkfæri og markmið Sú staðreynd að bæði innlendir lífeyrissjóðir og erlendur eignastýr- ingasjóður leggja kapp á að íslensk fyrirtæki komi á fót tilnefningar- nefndum segir ákveðna sögu. Í áðurnefndri frétt teflir Eaton Vance þannig fram því einfalda sjónarmiði að góðir stjórnarhættir og tilvist til- nefningarnefnda innan fyrirtækja leiði til aukins virðis fyrirtækja til lengri tíma. Sjónarmiðið er því ekki eingöngu að góðir stjórnarhættir séu eftirsóknarverðir sem sjálf- stætt markmið heldur leiði góðir stjórnarhættir til aukins virðis fyrir hluthafa, og að einn hornsteina góðra stjórnarhátta sé einmitt til- nefningarnefndir. Þetta ætti að vera hluthöfum hvatning til að í það minnsta skoða gaumgæfilega að koma á fót tilnefningarnefndum í sínum félögum til að tryggja fjöl- breytni og fjölhæfni í stjórnum. Því þótt allir sem hafa lagst yfir púslu- spil byrji á að finna hornpúslin væri útkoman heldur hrörleg, eða mynd- in sem birtist mjög smá, ef öll púslin væru hornpúsl. Sömu sögu má segja af stjórnum fyrirtækja. Séu stjórnar- menn of einsleitir, jafnvel þótt hver og einn þeirra sé mjög hæfur, kann það að draga úr styrk stjórna því styrkur stjórna felst öðru fremur í þeirri heild sem stjórnarmennirnir mynda. Öll púslin skipta máli  Gunnar Dofri Ólafsson lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Saga Siggi’s skyr er lyginni líkust. Ungur hagfræðimenntaður Íslendingur með sítt hár og tvær hendur tómar, gerir atlögu að því að selja skyr að íslenskri fyrirmynd í New York árið 2005. Án snefils af reynslu hvað varðar þróun, fram- leiðslu eða sölu á matvælum. Það sem gerir söguna enn merki- legri er að á þeim tíma var engin sambærileg vara á boðstólum og því voru Bandaríkjamenn ekki komnir á bragðið. Þetta var áhættusamt nýsköpunarverkefni. Fyrir um ári seldi stofnandinn Sigurður Kjartan Hilmarsson og fleiri fyrirtækið fyrir himinháar fjárhæðir. Ekki hefur fengist stað- fest hvert söluverðið var en í frétt í Markaðnum í dag er upplýst um að það hafi verið að lágmarki 40 millj- arðar króna. Það er með ólíkindum. Erfitt er að ímynda sér að íslenskur frumkvöðull hafi náð betri ávöxtun fyrir sjálfan sig og aðra hluthafa. Uppbygging fyrirtækisins var ekki alltaf dans á rósum. Eflaust hefur Sigurður Kjartan þurft að krossa fingur oftar en hann hefði viljað og vonast til að fyrirtækið myndi stand ast mótlætið sem það mætti þá stundina. Það er ekki nóg að detta á réttu hugmyndina eða taka við stýrinu á rótgrónu fyrirtæki til að allt gangi í haginn. Það er eins og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, sagði við Markaðinn um áramótin: „Það er ekkert gefið í viðskiptum. Það þarf að berjast fyrir öllu.“ Fyrirtæki þurfa ávallt að reyna að sanna fyrir viðskiptavinum og fjár- festum að þau eigi erindi á markað. Gæfan er hverful í viðskiptum. Það getur fljótt fjarað undan hjá fyrir- tækjum og fjárfestum. Flestar atvinnugreinar eru um þessar mundir að taka miklum breytingum og því verða fyrirtæki að bregðast við breyttum aðstæðum eða eiga á hættu að þurfa að draga saman seglin, jafnvel daga uppi. Til dæmis þurfa ýmis stöndug fyrirtæki að bregðast við aukinni sókn Vestur- landabúa í heilnæmar vörur, tæki- færi sem Sigurður Kjartan stökk á. Á sama tíma mættu margir lands- menn vera hófsamari í nálgun sinni gagnvart atvinnulífinu því fá fyrir- tæki geta okrað á viðskiptavinum og þau munu ekki gnæfa yfir sam- félaginu um aldur og ævi. Það er nefnilega alltaf einhver Siggi sem ætlar að brjóta sér leið á markaðinn. Ævintýri líkast Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Uppbygging fyrir- tækisins var ekki alltaf dans á rósum. Eflaust hefur Sigurður Kjartan þurft að krossa fingur oftar en hann hefði viljað og vonast til að fyrirtækið myndi standast mótlætið sem það mætti þá stundina. Selur fasteignir í Flórída Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi kaupmaður í Kosti, hefur vent kvæði sínu í kross í kjölfar þess að matvöruverslun hans var tekin til gjaldþrotaskipta og starfar nú sem fasteignasali í Coral Gables í Flórída. Jón Gerald starfar fyrir EWM Realty International en svo skemmtilega vill til að fyrir­ tækið er hluti af samstæðu Berk­ shire Hathaway, fjárfestingafélags auðkýfingsins Warrens Buffett. Pizza Höft lokar Fregnir bárust af því í gær að pitsu­ staðnum við Hverfisgötu 12, betur þekktur sem nafnlausi pitsustaðurinn, hafi verið lokað eftir fimm ár í rekstri. Á meðal þeirra sem sátu í framkvæmdahópi um losun hafta var veitingastaður­ inn hins vegar jafnan kallaður „Pizza Höft“. Það stafar af því að sérfræð­ ingarnir, þar á meðal varaformaður­ inn Sigurður Hannesson, komu upp með margar mikilvægustu hugmyndirnar að lausn vandans á meðan þeir sátu að snæðingi á pitsustaðnum síðla kvölds. Er því kannski við hæfi að í kjölfar þess að höftin fari hverfi Pizza Höft á braut. Óvænt inngrip Síðustu inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismark­ aði komu flatt upp á fjárfesta sem hafa hingað til ekki vanist því að bankinn láti til sín taka þegar krónan hreyfist um aðeins 0,6 prósent. Venjulega hefur bankinn ekki gripið inn í fyrr en við um 2 prósenta hreyfingu. Það er því ekki nema von að margir klóri sér í hausnum og bíði eftir því að Már Guðmundsson seðlabankastjóri útskýri hvort um grundvallarstefnu­ breytingu sé að ræða. 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -5 F 1 8 2 1 F 7 -5 D D C 2 1 F 7 -5 C A 0 2 1 F 7 -5 B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.