Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.01.2019, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarfor­ maður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næst­ komandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðast­ liðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félags­ ins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálma­ dóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markað­ arins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smá­ sölurisans, ekki sækjast eftir endur­ kjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestir­ inn í hluthafahópi Haga en sjávar­ útvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar.  Í tilkynningu Haga til Kauphallar­ innar á mánudag kom fram að stjórn­ endur félagsins hefðu lækkað af ­ komu spá fyrir yfirstandandi rekstrar­ ár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomu­ viðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær. – hae Samherji teflir fram Eiríki í stjórn Haga  Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja að nýju söluferli á eignarhlut bank­ ans í Borgun og bjóða þannig til sölu 63,5 prósenta hlut sinn í greiðslu­ kortafyrirtækinu. Alþjóðlega ráðgjaf­ arfyrirtækið Corestar Partners, sem er ráðgjafi Íslandsbanka við söluna, leggur um þessar mundir lokahönd á stutta fjárfestakynningu sem gert er ráð fyrir að verði send á fjárfesta og aðra markaðsaðila í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sem kunnugt er réð bankinn Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta framtíðar­ stefnu um hlut sinn í Borgun. Sölu­ ferlinu var hins vegar sjálfhætt eftir að Fjármálaeftirlitið gerði í febrúar 2017 alvarlegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með pen­ ingaþvætti og fjármögnun hryðju­ verka. Eftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskipta­ sambandi sínu við tíu erlend fyrir­ tæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Heimildir Markaðarins herma að minnihlutaeigendur Borgunar muni jafnframt horfa til þess að selja hlut sinn í fyrirhuguðu söluferli. Eignar­ haldsfélagið Borgun, sem er samlags­ félag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, á 32,4 prósenta hlut í Borgun. Tvö stærstu greiðslukortafyrir­ tæki landsins eru nú til sölu en eins og fram hefur komið réð Arion banki nýverið bandaríska fjárfestingar­ bankann Citi sem ráðgjafa við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans. Áform­ ar bankinn að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli. Deilur innan hluthafahóps Borg­ unar hafa sett mark sitt á starfsemi greiðslukortafyrirtækisins. Þann­ ig var greint frá því í Markaðnum í mars í fyrra að stjórn Borgunar teldi það ámælisvert ef Íslandsbanki hefði komið því á framfæri við FME að félagið hefði ekki staðið við skuld­ bindingar sínar um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista sem bankinn hafði útbúið. Sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka þar sem sagði að niðurstaða sameiginlegs starfs­ hóps, sem var skipaður til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagn­ vart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hefði leitt í ljós að engin gögn sýndu fram á slík brot. Ekki var samstaða um það innan hópsins að Borgun hefði starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Þann­ ig var það skoðun fulltrúa bankans að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstak­ lega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi. Þá var í frétt ViðskiptaMoggans sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einars­ dóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok árs 2017. Fullyrt var að Birna hefði þrýst á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Við­ skiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnar­ mönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hefði hún aðeins hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kand­ ídata af báðum kynjum. Hagnaður Borgunar nam 350 milljónum 2017 og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári. Til samanburðar var hagnaður af reglulegri starfsemi 1,6 milljarðar 2016 og heildarhagn­ aður 7,8 milljarðar. Þar af komu 6,2 milljarðar til vegna sölu félagsins á hlut í Visa Europe. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is Býður eignarhlut sinn í Borgun til sölu á ný Söluferli á 63,5 prósenta hlut Íslandsbanka í Borgun hefur verið endurvakið. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners er ráðgjafi bankans í ferlinu. Minnihlutaeigendur horfa jafnframt til þess að selja sinn hlut í kortafyrirtækinu. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Bankinn horfir til þess að selja hlut sinn í Borgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. 15 milljarðar króna voru tekjur Borgunar árið 2017. Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaup­ um á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vöru­ merkinu „Dælunni“, af N1.  Fjár­ festingin er gerð í gegnum eignar­ haldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holta­ garða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðj­ unni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dæl­ unni er háð samþykki Samkeppnis­ eftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnis­ legum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppi­ nautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórð­ ungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 millj­ ónir króna. Fram kemur í samantekt f y r i r t æ k ja rá ð g ja f a r Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferl­ inu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 millj­ ónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skelj­ ungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélag­ inu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestinga­ félagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórn­ armanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrr­ verandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeld­ isfyrirtæki landsins. – hae Einar Örn að kaupa fimm bensínstöðvar af N1 Einar Örn Ólafsson. “Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum og ráðgjöf um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,, Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir 97 milljónir var EBITDA stöðv- anna á þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018. 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -5 0 4 8 2 1 F 7 -4 F 0 C 2 1 F 7 -4 D D 0 2 1 F 7 -4 C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.