Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.01.2019, Qupperneq 4
SELTJARNARNESBÆR Íbúaþróun á Sel- tjarnarnesi á þessari öld er frábrugð- in þróun nágrannasveitarfélaganna. Á meðan fjölgar í öllum sveitarfélög- unum á svæðinu stendur Seltjarnar- nes í stað hvað varðar íbúaþróun á tímabilinu. Frá aldamótum fækkaði íbúum á Seltjarnarnesi til ársins 2013 þegar fjöldi íbúa náði lágmarki en hefur nú risið aftur og náð fyrra horfi. Hins vegar, þegar skoðaðar eru breytingar á samsetningu íbúanna á Seltjarnarnesi kemur í ljós á þessu tímabili að börnum fækkar nokkuð sem og íbúum á svokölluðum barn- eignaraldri eða á aldrinum 25 til 45 ára. Að sama skapi fjölgar ellilífeyris- þegum nokkuð á tímabilinu. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, segir skýringu þess að ekki hafi fjölgað í sveitar- félaginu á tímabilinu einfaldlega vera að land til nýbygginga í sveitarfélag- inu sé að mestu upp urið á meðan önnur sveitarfélög eigi enn land til uppbyggingar. Af þeim sökum hafi hin sveitarfélögin stækkað en Sel- tjarnarnes ekki. „Það hefur ekki verið mikið byggt á Seltjarnarnesi því við erum að miklu leyti búin með það land sem við getum byggt upp á,“ segir Ásgerður. „Hins vegar erum við nú að sjá fram á að geta byggt upp á nýjum reit sem hefur verið skilgreint iðnaðar- svæði. Þar mun byggjast upp á næstu árum. Við munum því sjá Seltjarnar- nes stækka upp í um 5.000 manns.“ Ásgerður segir að íbúar sveitar- félagsins séu ólíklegir til að flytjast burtu úr sveitarfélaginu sem sýni að þeir séu sáttir við þá þjónustu sem er veitt og að almenn sátt með búsetu skipti miklu máli. – sa Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Strefen-sprey-Lyfja-5x10.indd 1 03/10/2018 14:54 Börn 25 - 45 ára ✿ Aldurshópar á Nesinu Eldri en 67 ára 1400 1200 1000 800 600 400 200 12 65 10 08 13 45 11 79 39 8 67 6 n 2000 n 2018 Færri börn en fleiri eldri borgarar á Seltjarnarnesi frá aldamótum Við munum því sjá Seltjarnarnes stækka upp í um 5.000 manns. Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi VESTURBYGGРÍbúum í Vesturbyggð fækkaði um 26 á síðasta ári og eru í fyrsta skipti frá 2014 komnir undir eitt þúsund íbúa. Íbúar voru í upp- hafi þessa árs 998 talsins samkvæmt þjóðskrá. Í byrjun 2017 voru íbúar í Vestur- byggð, þar sem Bíldudalur og Pat- reksfjörður eru stærstu byggða- kjarnarnir, 1.030 og höfðu aldrei verið fleiri. Mikil uppgangur hefur verið í Vesturbyggð síðasta áratuginn. að mestu vegna uppgangs fiskeldis. Á meðan  minni sveitarfélög á Vest- fjörðum hafa mátt búa við fólks- fækkun á tímabilinu hefur staða Vesturbyggðar verið önnur. – sa  Íbúum fækkar í Vesturbyggð ÁRBORG  Fjölgun íbúa í Árborg á síðustu árum hefur verið afar mikil en á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað um 21 prósent. Á síðasta ári einu fjölgaði íbúum um nærri fimm hundruð og eru nú 9.486 talsins. Sveitarfélög í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins hafa stækkað mun hraðar á síðustu árum en sveitarfélögin innan þess og  er Árborg greinilega innan þess áhrifa- svæðis miðað við fjölgun íbúa á svæðinu. Margir hafa leitað í ódýrara húsnæði og flutt úr borginni í nær- liggjandi sveitarfélög. Haldi fram sem horfir mun Árborg rjúfa tíu þúsund íbúa múrinn í lok árs eða á fyrri helmingi 2020. – sa  Árborg að ná 10.000 íbúum 21% fólksfjölgun hefur orðið í Árborg á síðustu fimm árum. BYGGÐAÞRÓUN Fjölgun íbúa í Hafnar firði í fyrra var helmingi minni en meðalfjölgun í sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu. Á meðan íbúum fjölgaði um 2,6% á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði Hafn- firðingum um 1,3 prósent. Formaður bæjarráðs Hafnarfjarð- ar segir lítið hafa verið byggt á árinu en kraftur verði í framkvæmdum á næstu árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði alls um nær sex þúsund á síðasta ári samkvæmt Þjóðskrá. Fjölgunin í Mosfellsbæ er rúmlega þrefalt meiri en meðaltalið, þar fjölgaði um 8,6 prósent. Íbúum í Mosfellsbæ hefur undanfarið ár fjölgað mikið og er nú svo komið að um 11.500 manns búa í Mosfellsbæ. Næststærsta sveitarfélag landsins, Kópavogur, held- ur áfram að stækka. Þar fjölgar íbúum um 2,83 prósent og nágrannar þeirra í Garðabæ eru nú Mosfellsbær stækkar mun örar en hin sveitarfélögin á svæðinu Íbúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,6 prósent á síðasta ári. Mosfellsbær stækkar þrisvar sinnum hraðar en önnur sveitar- félög. Hafnfirðingum fjölgaði einungis um 1,3 prósent á sama tíma. Á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra legið í Mosfellsbæ þar sem íbúum fjölgar ört. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ágúst Bjarni Garðarsson stjórn- málafræðingur . rúmlega 16 þúsund talsins og fjölgar um 3,7 prósent á árinu. Reykvíkingum fjölgar hins vegar ekki jafn ört. Fjölgar þar um 2.700 manns eða um 2,2 prósent. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnar- fjarðar, segir lítið hafa verið byggt upp á síðkastið. Nokkr- ar ástæður séu fyrir því. Hins vegar muni færast líf í nýbyggingar í bænum á komandi misserum sem munu aftur setja kipp í íbúafjölgun í bænum. Einnig bendir hann á að svo gæti verið sem skipulagsvald sveitar- félaganna sé of miklum takmörk- unum háð. Skipulagsvaldið sé meira í orði en á borði sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum eru takmörk sett samkvæmt svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins til ársins 2040. Einnig erum við að bíða eftir að stór- ar raflínur fari af mögulegum bygg- ingarsvæðum okkar Hafnfirðinga, en færsla þeirra hefur verið á aðal- skipulagi í mörg ár. Því er hægt að velta fyrir sér hvort skipulagsvaldið sé í raun hjá sveitarfélögunum hvað þetta varðar,“ segir Ágúst Bjarni. Gangi hins vegar að óskum muni fjölga verulega í Hafnarfirði á kjör- tímabilinu en jafnframt skynsam- lega og á ákjósanlegum svæðum fyrir framtíðarþróun sveitarfélagsins.“ Íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins frá aldamótum er afar mismunandi milli sveitarfélaga. Til að mynda hefur á þessum 19 árum íbúum Mos- fellsbæjar fjölgað um 80 prósent og ber hann höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á svæðinu. Garðabær hefur stækkað hlutfallslega næstmest eða um 67 prósent og Hafnarfjörður og Kópavogur um svipað hlutfall eða 58 prósent og 53,5 prósent á þessum tæpu tveimur áratugum. Á þessum tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 14,7 prósent og virðist borgin eiga í sams konar vandræðum og Akureyri með að vaxa á meðan nærsveitarfélögin í kringum borgina stækka mun hraðar. sveinn@frettabladid.is 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -5 A 2 8 2 1 F 7 -5 8 E C 2 1 F 7 -5 7 B 0 2 1 F 7 -5 6 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.