Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.01.2019, Qupperneq 2
Veður Suðvestan 18-25 m/s á norðan- verðu landinu, hvassast á Ströndum og Tröllaskaga, en mun hægari syðra. Rigning á vestan- verðu landinu, en þurrt að kalla eystra. Styttir upp og kólnar á Vestfjörðum seint í kvöld. SJÁ SÍÐU 18 Myndataka í Gróttu Þessir ferðamenn voru hinir kátustu þegar ljósmyndari Fréttablaðsins rakst á þá á göngu við Gróttu. Börnunum var stillt upp til myndatöku en var greinilega nokkuð kalt. Á síðasta ári voru brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli um 2,3 milljónir talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FISKELDI Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkj­ unni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknar­ prests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvía­ eldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breið­ dæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða. Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Sam­ kvæmt fasteignaskrá er hlutur Hey­ dala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna mats­ verð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvars­ maður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækis­ ins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjár­ málahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmda­ stjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjöl­ miðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldis­ deilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breið­ dæla, sem Gunnlaugur veitir for­ mennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem lax­ eldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldis­ iðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. mikael@frettabladid.is Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða kvörtuðu í fyrra til þjóðkirkjunnar undan framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests í Heydölum. Hefur barist gegn sjókvíaeldi en á sjálfur hagsmuna að gæta í laxveiðihlunnindum í Breiðdalsá. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, sem kvartaði undan sóknarprestinum til þjóðkirkjunnar vildi ekki tjá sig um málið. Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum. SANDBLÁSTURSFILMUR Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning SVÍÞJÓÐ Í sveitarfélaginu Eda í Sví­ þjóð er jólatrjám sem íbúarnir hafa flutt á endurvinnslustöðvar að loknu hátíðahaldi komið fyrir í veiðivötnum í sveitarfélaginu. Á vef sænska ríkissjónvarpsins tekur Daniel Nilsson verkefnisstjóri fram að á jólatrjánum sé mikið barr og litlar greinar sem hrogn og  svil festist vel á. Þar með fjölgi fiskum í vötnunum. Söfnun grenitrjánna er liður í verkefni sem styrkt er af Evrópu­ sambandinu. Markmiðið er að auka ferðamennsku tengda veiðum. – ibs Jólatrjám hent í sænsk veiðivötn Nýtt líf jólatrjáa. NORDICPHOTOS/GETTY SKIPULAGSMÁL Minjastofnun hefur ákveðið að skyndifriða þann hluta Víkurgarðs sem er innan byggingar­ reits Lindarvatns á Landssímareit. Áður hafði stofnunin lagt til við Lilju Alfreðsdóttur mennta­ og menn­ ingarmálaráðherra að garðurinn eins og hann er skilgreindur í lóðaupp­ drætti og í daglegu tali er kallaður Fógetagarður yrði friðlýstur. Féllst ráðherrann á það. Sú friðlýsing nær ekki til fram­ kvæmdasvæðis fyrirhugaðs hótels. Minjastofnun telur hins vegar nauð­ synlegt að stækka friðlýsingarsvæðið þar sem ekki hafi fengist ásættanleg niðurstaða í viðræðum við fram­ kvæmdaraðila um inngang hótels­ ins. Leggst stofnunin alfarið gegn því að Víkurgarður verði notaður sem aðkomusvæði hótelsins. Skyndifriðunin tók gildi í gær og getur varað í allt að sex vikur. Á meðan hún varir eru allar fram­ kvæmdir á svæðinu óheimilar. Það kemur í hlut ráðherra að ákveða hvort friðlýsa skuli þennan hluta Víkurgarðs að fenginni tillögu Minja­ stofnunar. Miklar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu en aðila greinir á um hvort framkvæmdir nái inn í sjálfan kirkjugarðinn. Andstæðingar hótelbyggingarinn­ ar benda á að í austurhluta garðsins hafi verið grafin upp bein árið 2016 og 20 kistur með heillegum beina­ grindum fluttar á brott. – sar Skyndifriða Víkurgarð Frá mótmælafundi gegn fram- kvæmdunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -4 6 6 8 2 1 F 7 -4 5 2 C 2 1 F 7 -4 3 F 0 2 1 F 7 -4 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.