Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 6
6 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010
Útdráttur
Rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi hefur mjög
mikil, víðtæk og langvinn áhrif á konur og
börn þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar
var að dýpka þekkingu og auka skilning á
líðan íslenskra kvenna sem orðið hafa fyrir
ofbeldi á meðgöngu. Rannsóknaraðferðin
var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem
hentar vel til að rannsaka mannleg fyrirbæri
í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu
eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru
15 viðtöl við 12 konur á aldrinum 18 - 72
ára, meðalaldur þeirra var 37½ ár. Niður-
stöður lýsa mikilli streitu hjá konunum og
börnum þeirra. Andlegt ofbeldi byrjaði strax
í samböndum þeirra, oft án þess að þær
áttuðu sig á því. Í kjölfarið sættu konurnar
ýmist líkamlegu, kynferðislegu eða fjárhags-
legu ofbeldi. Þegar konurnar urðu barns-
hafandi versnaði ástandið enn frekar því
þær festust í sambandinu og upplifðu mikið
tillitsleysi og jafnvel ofbeldisfullt kynlíf. Þær
höfðu lítið sjálfsálit og voru hræddar um sig
og börn sín, fædd og ófædd. Allar konurnar
bjuggu við mikla lítilsvirðingu af hálfu maka
en upplifðu mikla skömm tengda ofbeld-
inu. Konurnar fá enn þungbært endurlit og
martraðir jafnvel mörgum árum eftir að
ofbeldissambandinu er lokið. Börn þeirra
urðu öll vitni að ofbeldinu og báru þess
merki. Fagfólk verður að þekkja einkenni og
úrræði heimilisofbeldis til að geta aðstoðað
konur sem eru í slíkum aðstæðum og minnka
þar með hættu á langvarandi áhrifum á
móður og barn.
ENGLISH SUMMARY
Constant stress, fear and anxiety:
The experience of Icelandic women who
have lived in domestic violence during
pregnancy and at other times.
Abstract
Studies indicate that domestic abuse serio-
usly impacts well-being and general
health of women and their children. The
purpose of this study was to increase the
knowledge and deepen the understand-
ing of domestic abuse during pregnancy
and at other times. The research method is
a qualitative, phenomenological method,
known as the Vancouver School of doing
Phenomenology. Twelve Icelandic women,
aged 19 -72, mean age 37 ½, with a history
of domestic abuse participated in the study
and were interviewed once or twice, in all
15 interviews. Results of this study show that
living in an abusive relationship involves a
great deal of stress and does have serious
consequences. The abuse started as soon as
the relationship began, first emotionally then
physically, sexually or financially. All the
women felt they didn’t have any respect in
their homes but felt ashamed because of the
abuse. When they got pregnant the situation
worsened and they felt that they were stuck
in the relationship. They experienced lack
of consideration sexually and even violent
sex. The women still have traumatic flas-
hbacks and nightmares even many years
after the abusive relationship has ended and
they have suffered from anxiety and depress-
ion as well as lack of self-confidence. All
their children witnessed the abuse and were
seriously affected. Increased knowledge
and understanding of domestic violence
during pregnancy is important for midwives
and other health professionals so they can
identify the symptoms and consequences of
abusive relationships and help women in
time to prevent long-term consequences for
mother and child.
Key words: Pregnancy; Domestic violence;
Spouse abuse; Abuse survivors; Children;
Phenomenology; Interviews.
INNGANGUR
Ofbeldi í nánum samböndum er falið og
mjög vandmeðfarið. Að jafnaði er talið
að ein af hverjum fjórum konum hafa
einhvern tímann búið við ofbeldi og að ein
af hverjum fimm barnshafandi konum búi
við ofbeldi (Bacchaus, Mezey og Bewley,
2001; Bradley, Smith, Long og O´Dowd,
2002; WHO 2002). Samanburður á rann-
sóknum sýnir að tíðni ofbeldis gegn barns-
hafandi konum er á bilinu 0,9 – 20,1 % en
í langflestum tilvikum er tíðnin 3,9% til
8,9% (Ingólfur Gíslason, 2008). Þessi rann-
sókn fjallar um reynslu íslenskra kvenna af
ofbeldi á meðgöngu og endranær en ofbeldi
á meðgöngu hefur verið vanrækt rannsókn-
arsvið á Íslandi. Í grein sinni um eflandi og
niðurbrjótandi samskiptahætti og samfélög
vitnar Sigríður Halldórsdóttir (2003a) í rann-
sókn sem hún gerði um reynslu íslenskra
kvenna af ofbeldi í nánum samböndum.
Þar kemur fram að það er stjórnin á eigin
lífi sem konur smám saman missa þegar
eiginmenn þeirra eða sambýlismenn beita
þær valdi. Konan fær ekki að halda eftir
neinni stjórn á eigin lífi, hvorki tíma sínum,
peningum, samskiptum við aðra né nokkru
öðru. Kona sem býr við stöðugt niður-
brot missir smám saman stjórn á sjálfri sér
og lífi sínu og finnst hún kúguð, algerlega
berskjölduð og rödd hennar þagnar smám
Stöðug streita, ótti og kvíði
Reynsla kvenna sem hafa búið við ofbeldi á meðgöngu og endranær
Sigríður Halldórsdóttir
Prófessor við heilbrigðisvísindasvið
Háskólans á Akureyri
Ástþóra Kristinsdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarstjóri,
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
Fyrri grein af tveimur um reynslu kvenna af ofbeldi á meðgöngu og endranær.
Í næstu grein verður fjallað um ofbeldismennina og áhrif ofbeldis á börnin.
R I T R Ý N D G R E I N