Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Síða 21
21Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Á næsta ári, 2011 verður ljósmóðurnám á Íslandi 250 ára, en skipuleg ljósmæðra- kennsla hófst árið 1761. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma. Ekki er ætlunin að rekja þá þróun í þessum pistli heldur er tilgangur okkar fyrst og fremst að veita upplýsingar um þá möguleika sem ljósmæðrum standa til boða í dag vilji þær auka við menntun sína, jafnframt því að gefa innsýn í þær breytingar sem eru á döfinni í námi ljósmæðra við Háskóla Íslands. Ljósmæður hafa alla tíð verið vakandi fyrir bættri menntun stéttarinnar. Hugmynda- fræðin fyrr á tímum var að menntun ljós- mæðra væri í samræmi við ríkjandi þarfir samfélagsins. Þannig var t.d. lögð áhersla á að mennta ljósmæður fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Í dag er markmið mennt- unar einnig og ekki síður að þróa þekkingu í ljósmóðurfræði sem skilar sér í bættri þjón- ustu og aðkomu ljósmæðra að stefnumótun og ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu. Slíkt gerist með námi sem er í upphafi byggt upp sem fræðilegt og klínískt nám. Ljósmóð- urfræðina þarf að efla innan háskólans en ekki síður á starfsvettangi þar sem stór hluti kennslu hennar fer fram. Það eru 14 ár frá því fyrstu ljósmæðurnar innrituðust til náms við Háskóla Íslands og nú hafa u.þ.b. 130 ljósmæður lokið þaðan embættisprófi. Á síðasta ári var samþykkt námsleið til meistaragráðu í ljósmóðurfræði. Með því geta þær ljósmæður sem lokið hafa embættisprófi frá Háskóla Íslands bætt við sig eins árs námi. Jafnframt hafa ljós- mæður með eldra próf frá Ljósmæðraskóla Íslands nú hafið meistaranám en þær höfðu áður lokið BS gráðu. Í dag eru ljósmæður sem hafa lokið meistaranámi nær 20 og í meistaranámi í ljósmóðurfræði við hjúkr- unarfræðideild stunda 10 ljósmæður nám. Tvær ljósmæður hafa lokið doktorsprófi og nokkrar eru að undirbúa doktorsnám. Á deildarfundi hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands sem haldin var 22. júní 2010 var samþykkt tillaga námsbrautar í ljósmóðurfræði um að hefja endurskoðun námsskrár í ljósmóðurfræði. Stefnt verður að því að breyta inntökuskilyrðum í námið og skipuleggja ljósmæðranám til 5 ára að loknu stúdentsprófi. Fyrirhugað er 3 ára nám til BS gráðu í samþættingu við grunn- nám í hjúkrunarfræði og tveggja ára nám til meistaragráðu, sem gefur leyfi til að stunda ljósmóðurstörf á Íslandi. Námsnefnd grunn- og framhaldsnáms í ljósmóðurfræði mun leiða þróun og útfærslu nýrrar námsskár í samráði við aðrar námsnefndir innan hjúkr- unarfræðideildar og umsjónarkennara þeirra námskeiða í hjúkrunarfræði sem nemendur í ljósmóðurfræði munu taka þátt í. Áætlað er að breytt námsleið með nýjum inntöku- skilyrðum í ljósmóðurfræði verði lögð fram til samþykktar eigi síðar en á deildarfundi í byrjun árs 2012 og að námsleiðin verði í boði frá og með haustinu 2012. Yfirsetukvennaskóli Íslands, síðar Ljós- mæðraskóli Íslands var stofnaður 1912. Hjúkrunarnám og hjúkrunarleyfi hefur verið inntökuskilyrði í námið frá árinu 1982. Verði tekið aftur beint inn í ljósmóðurnám árið 2012 á 100 ára afmæli ljósmæðraskóla á Íslandi eru þetta 30 ár af menntunarsögu ljósmæðra á Íslandi. Miðað skal þó við að halda opnum þeim möguleika að hjúkrunar- fræðingar geti bætt við námi til að öðlast ljósmæðraleyfi og sama gildir munu ljós- mæður sem hafa hug á að verða sér úti um hjúkrunarleyfi. Í ljósi sögunnar eiga breytingar á fyrir- komulagi náms í ljósmóðurfræði sér langan aðdraganda. Í okkar huga markar þessi samþykkt deildarfundar tímamót sem skapa tækifæri. Við teljum að breytt og hnitmiðaðra nám í ljósmóðurfræðum til meistaragráðu sem tekur 5 ár í stað 7-8 ár sé til þess fallið að styrkja uppbyggingu þekkingargrunns fræðigreinarinnar sem er forsenda þess að ljósmóðurþjónusta eflist í samfélaginu og greinin þróist innan háskólaumhverfisins. Það er einnig ljóst að ljósmæður geta haldið upp á tvö stórafmæli á næstu tveimur árum Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Helga Gottfreðsdóttir Fréttir frá námsbraut í ljósmóðurfræði Tímamót í menntunarmálum ljósmæðra www.mp.is • 540 3200 • Ármúla 13a • Borgartúni 26 Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Yfir 70% viðskiptavina okkar mæla með MP banka við ættingja sína og vini. Það eru ánægjuleg meðmæli. Svanhvít Sverrisdóttir viðskiptastjóri Ármúla *skv. þjónustukönnun MP banka febrúar 2010 *

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.