Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 30
30 Ljósmæðrablaðið - júlí 2010 Starfsnám til sérfræðiviður- kenningar í hjúkrunar- og ljós- móðurfræði á Landspítalanum Haustið 2008 hófst starfsnám til sérfræði- viðurkenningar í hjúkrunar- og ljósmóð- urfræði á Landspítalanum. Starfsnámið er fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga sem lokið hafa meistaraprófi og hyggjast sækja um sérfræðileyfi. Frá árinu 2003 hefur verið í gildi reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun (nr. 124/2003) og reglugerð um sérfræðileyfi ljósmæðra er í burðarliðnum en hefur enn ekki verið samþykkt. Þó að starfsnámið sé hugsað sem undirbúningur fyrir umsókn um sérfræðileyfi þá er ekki nauðsynlegt að fara í gegn um það til að geta fengið sérfræðileyfi. Samkvæmt 5. grein reglugerðar um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun þarf hjúkrunarfræðingur að full- nægja eftirtöldum kröfum til að geta átt rétt á að öðlast sérfræðileyfi í hjúkrun; hafa hjúkrunarleyfi hér á landi, hafa lokið meistaraprófi, licentiatprófi eða doktors- prófi frá viðurkenndum háskóla eða hafa sambærilega menntun og hafa unnið við hjúkrun að loknum fyrrnefndum prófum sem svarar til að minnsta kosti tveimur árum í fullu starfi við þá sérgrein eða á því sérsviði sem umsókn hans um sérfræðileyfi tekur til (Reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun nr. 124/2003). Sú reglugerð sem unnið hefur verið að um veitingu sérfræðileyfa fyrir ljósmæður er sambærileg við reglugerð um sérfræðileyfi hjúkrunar- fræðinga (Landlæknisembættið, 2009). Sérfræðistarfsnámið sem Landspítalinn býður upp á er tveggja ára starfsnám í fullu starfi og eru meginþættir starfsnáms- ins klínískt starf, fræðsla, rannsóknir og fræðastörf. Á fyrra ári er megináhersla á klínískt starf og öflun sérþekkingar. Einnig vettvangsheimsóknir innan og utan LSH. Á seinna ári er aukin áhersla á fræðimennsku, leiðtogahlutverk, fræðslu og sérfræðiráðgjöf innan LSH. Mennta- og starfsþróunardeild Vísinda- mennta- og gæðasviðs Landspítala hefur umsjón með starfsnáminu ásamt fram- kvæmdastjóra hjúkrunar. Gert er ráð fyrir að ljósmóðir í starfsnámi dvelji í 2-3 vikur erlendis og starfi þá með sérfræðiljósmæðrum á sínu sérsviði. Skipuð er þriggja manna nefnd fyrir hvern nemanda sem er honum til ráðgjafar og leiðsagnar um námið. Hver nemandi setur sér markmið í upphafi náms og leggur þau fyrir náms- nefndina. Samkvæmt lýsingu á starfsnáminu eru markmiðin að þátttakandi: • Hafi yfirgripsmikla þekkingu á viðkom- andi sérsviði til að skipuleggja og stýra meðferð. • Hafi fræðilegar forsendur til að meta og nýta stöðu þekkingar á sviðinu á þann hátt að besta þekking sé höfð að leiðarljósi. • Veiti samstarfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum ráðgjöf um starfsaðferðir, meðferð og leiðir til lausnar heilsufars- vanda af fagmennsku og ábyrgð. • Skipuleggi nám og leiðbeini þeim sem stunda nám á viðkomandi sérsviði. Nú stunda tvær ljósmæður starfsnám til sérfræðiviðurkenningar á Landspítala: Valgerður Lísa Sigurðardóttir, ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar LSH og Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir á fæðing- ardeild LSH. Valgerður Lísa lauk prófi í ljós- móðurfræðum frá Háskóla Íslands í febrúar 1998, meistaraprófi frá Háskóla Íslands í júní 2008 og hóf starfsnám í október 2008. Hún stefnir á að sækja um sérfræðileyfi á sviði áhættumeðgönguverndar og eru mark- mið hennar: 1. Að þróa og efla þjónustu við konur sem eru eða hafa verið í neyslu vímuefna og/ eða áfengis. 2. Að þróa og efla þjónustu við konur með geðraskanir. 3. Að þróa og efla þjónustu við konur sem hafa erfiða upplifun af fæðingu. 4. Að efla sjálfræði og ábyrgð kvenna og fjölskyldna þeirra í ákvarðanatöku um umönnun í áhættumeðgöngu. 5. Að styðja við og efla gagnreynda starfs- hætti og sjálfræði í ljósmóðurstarfinu. Anna Sigríður lauk prófi í ljósmóð- urfræðum frá Háskóla Íslands vorið 2003, meistaraprófi frá University of Sheffield í ágúst 2008 og hóf starfsnám til sérfræðivið- urkenningar í desember 2009. Hún stefnir á að sækja um sérfræðileyfi á sviði fæðing- arhjálpar. Í starfsnáminu hefur hún lagt áherslu á notkun ilmkjarnaolía hjá konum í og eftir fæðingu og bráðatilvik fyrir, í og eftir fæðingu en frekari áhersluþættir eru enn í mótun. Sérfræðingar í hjúkrun og sér– fræðiljósmæður á Landspítala Þátttaka í starfsnáminu felur ekki í sér vilyrði um sérfræðistöðu að því loknu. Í dag starfa samtals 23 sérfræðingar í hjúkrun á Landspítala, 11 á lyflækningasviði, 6 á skurðlækningasviði, 2 á bráðasviði og 4 á kvenna- og barnasviði (Landspítali, 2010). Þeir sérfræðingar í hjúkrun sem starfa á kvenna- og barnasviði, starfa á BUGL og Barnaspítalanum en engir sérfræðingar í hjúkrun eða sérfræðiljósmæður starfa á kvennadeildum Landspítalans í dag (Land- spítali, 2010). Það er því orðið tímabært er að setja á stofn sérfræðingstöður ljósmæðra á Landspítalanum enda eru sérfræðiljós- mæður vel til þess fallnar til að leiða faglega þróun og stuðla að uppbyggingu fagsins innan háskólasjúkrahússins. Fyrirmyndir Þegar ný hlutverk eru mótuð er nauðsynlegt að hafa góðar fyrirmyndir. En hvert getum við sótt til að finna fyrirmyndir? Þó störf Bjartsýni, kímnigáfa og þykkur skrápur Sérfræðistarfsnám og sérfræðiljósmæður á Íslandi Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir fæðingadeild Landspítala og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, ljósmóðir göngudeild mæðraverndar Landspítala og klínískur lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.